Örlítið um áramótaskaupið

Landsmenn fengu að berja augum tvö áramótaskaup RUV á gamlárskvöld. Það síðara flutt af valinkunnum leikurum þjóðarinnar en það fyrra af forsætisráðherra. Sjálfur horfði ég á síðara skaupið og þar voru vissulega ágætir sprettir, þó misgóð atriði væru á milli.

Fyrra skaupið horfði undarritaður ekki á, vildi ekki skemma hátíðastemninguna með því og ákvað því að lesa skemmtiræðu forsætisráðherra yfir daginn eftir. Það var gert og vissulega setti mann hljóðann á eftir, ræðan var fjarri því að vera skemmtiræða. Reiðin blossaði upp og talvan yfirgefin. Það var ljóst að nauðsynlegt væri að jafna sig áður en lengra væri haldið. Um kvöldið var ræðan lesin aftur og enn blossaði upp reiði. Það var svo ekki fyrr en nú í morgun sem undirritaður treysti sér til að gera athugasemd við þessa ræðu. 

Það má segja að ræðan skiptist í þrjá kafla, sjálfshól, vitfyrringu og lygar.

Ráðherra byrjar reyndar á að góðum nótum og hælir þjóðinni, en það endist stutt. Fyrr en varir kemur sjálfshólið upp og því óbeint haldið fram að ef ekki hefði komið til sú ríkisstjórn sem nú situr, væri ástandið hér nánast eins og fyrst eftir hrun. Þar skreytir ráðherra sig stolnum fjöðum, þær fjaðrir sem hún sjálf hefur unnið til eru án fana og dúns, þar er einungis holur stilkurinn.

Vitfyrringin lýsir sér í leit að einhverjum ummælum, helst erlendis frá, þar sem árangri stjórnvalda er hælt. Þá er ræðir ráðherra um gildi jöfnuðar, heiðarleik og samfélagslega ábyrgð. Það væri gaman að sjá þessa manneskju mæta hjá þeim stofnunum sem sjá um matargjafir og segja þesssi orð þar, eða á sjúkrastofnanir landsins og nefna þetta við þá sem þar þurfa að dveljast. Einnig væri fróðlegt að sjá viðbrögð aldraðra, ef hún mætti í apótek landsins, þar sem gamla fólkið rótar í tómum vösum eftir aurum til að leysa út sín lyf.

Lygarnar eru þó megin efni ræðu ráðherra. Þar er blákallt eignað stjórnvöldum gerðir dómstóla, jafnvel þó allir viti að að stjórnvöld gengu lengra í að reyna að gera niðurstöður þeirra að engu. Sett voru lög í þeim tilgangi, lög sem síðan voru dæmd ómerk af Hæstarétti. Ráðherra kemur fram með tölur og upplýsingar sem ekki standast skoðun. Þá eru valdir "réttar" mælistikur til að reyna að fela lygarnar. 

Sú tilvnun ráðherra í "danska sérfræðinginn" er þó kannski mest umhugsunarverður, einkum fyrir ráðherrann sjálfann. Þar nefnir hún að þessi "danski sérfræðingur" gleðjist yfir því hversu vel okkur hafi tekst að glíma við vandann án uppþota, verkfalla og átaka. Friður hefur vissulega verið á vinnumarkaði, þar til nú skömmu fyrir jól, þegar stjórnvöld köstuðu stríðshanskanum í andlit verkalýðshreyfingarinnar. Uppþot og átök hafa einnig verið í lágmarki. Frá því þessi ríkisstjórn tók við má segja að einungis einu sinni hafi dregið til tíðinda á þeim vettvangi, haustið 2010. 

Það segir kannski meir um hugsanahátt ráðherrans að hún skuli minnast á þetta. Er það hennar mat að friður á götum úti sé merki þess hversu vel hefur gengið? Er það hennar vilji að málum sé mótmælt með ofbeldi? Er það hennar vilji að störf Alþingis færist út á götur og afgreidd þar með grjótkasti?

Eftir mótmælin haustið 2010, þegar forætisráðherra gekk föl og titrandi í pontu og lofaði bót og betrun og síðan hverjar efndir þeirra loforða urðu, var þjóðinni ljóst að ofbeldið dugði ekki.

Þó þeir sem eru til vinstri í pólitísku landslagi þekki ekki aðrar aðferðir til mótmæla en ofbeldi og kunni ekki rökræður, er meginn hluti landsmanna, allir þeir sem eru frá miðju og til hægri, ekki sama sinnis. Það fólk vill rökræðu í sátt og samlyndi, þar sem sest er niður, vandinn greindur og lausnir fundnar. Það fólk kann ekki og vill ekki nota ofbeldi til að koma sínum málum fram. Þetta ætti forsætisráðherra að íhuga. Að hún breyti sínum vinnubrögðum úr einstefnu einræðisherrans yfir í samstöðu meðal þjóðarinnar. Forsætsráðherra sem ekki vill samstöðu þjóðarinnar og leita með öll sín mál á þann veg að sem mest úlfúð ríki, er ekki forsætisráðherra þjóðarinnar, er ekki fulltrú þjóðarinnar.

Það er staðreynd að í landinu ríkir mikil fátækt hjá ákveðnum hópum. Sú fátækt er ásköpuð og gerandi hennar eru stjórnvöld. Þegar naumt er skammtað er miklvægt að rétta þeim sem minnst mega sín fyrst. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur valdi að skammt fyrst fjármagnseigendum en skildi fjölskyldurnar, aldraða og öryrkja eftir. 

Þessi aðferð hefur vissulega sýnt árangur hjá þeim sem fengu skjól ríkisstjórnarinnar og því hæla erlendir "sérfræðingar". En þjóðin fær ekkert og þar er enn sama eymdin og eftir hrun. Sífellt fleiri renna fram á bjargbrúnina og hrapa síðan framaf.

Nýjasta slagorð stjórnvald, einkum forsætisráðherra, er að vanskil hafi dregist saman, að þau séu nú mun minni en fyrst eftir hrun. Þetta er að hluta til sannleikur, en í hverju felst sá sannleikur? Eftir því sem fleiri  eru gerðir gjaldþrota eru færri eftir í vanskilum. Þegar allar fjölskyldur landsins hafa verið bornar á götuna, verða vanskil komin niður í núll. Væntanlega myndi það kæta ráðerrann! En þetta slagorð forsætisráðherra er einungis satt að hluta. Nýjustu fregnir herma að vanskil hafi aukist mjög síðustu vikur. Þetta er í samræmi við það sem flestir hugsandi menn hafa bent á. Meinið mun ekki læknast af sjálfu sér og þær lækningar sem stjórnvöld hafa beytt eru plástra. Nú blæðir undan plástrunum, þeir halda ekki lengur. Það þarf að viðurkenna svöðusárið, horfast í augu við það og veita viðeigandi meðferð. Hún er sársaukafull en nauðsynleg.

Það er sama hversu dugleg stjórnvöld eru að leggja fram tölur og línurit, sama hversu margir erlendir "sérfræðingar" hæla árangrinum. Meðan stæðsti hluti þjóðarinnar er skilinn eftir í feni skulda, mun þessi duglega og góða þjóð ekki lifa af. Bankarnir sýna mikinn hagnað, hagnað sem fenginn er mað því að stela af þjóðinni. En þegar þjóðin gefst upp verður engin þörf fyrir bankanna. Þeir munu falla.

Það er vonandi að fólk átti sig á vitfyrringu núverandi ríkisstjórnar, sem fyrst og fremst er byggð upp af hatri á pólitískum andstæðingum. Vonandi að þjóðin átti sig á að vandinn verður einungis unnin með samstilltu átaki og það verður ekki gert mað ríkisstjórn sem mynduð er af hatrinu einu saman. Það er vonandi að fólk átti sig á því að Alþingi er ekki og á ekki að vera sem sandkassi fyrir utan leikskóla! 


mbl.is Þakklæti efst í huga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband