Skriðan farin af stað

Skráð atvinnuleysið er minnkað með prettum, hagvöxtur er aukinn með kretitkortum, en enn hefur stjórnvöldum ekki tekist að finna leið til að fela nauðungaruppboðin. Meðan sífellt fleiri fjölskyldur eru bornar á götuna, hæla stjórnvöld sér af því hversu vel þeim hefur tekist til við stjórn landsins.

Vissulega má segja að stjórnvöld hafi náð árangri og engin ástæða til að draga úr því. En sá árangur snýr einungis að fjármálafyrirtækjunum, fólkinu, fjölskyldum og fyrirtækjum hefur algerlega verið sleppt í aðgerðum stjórnavalda. Þessir aðilar eru ekki á dagskrá hinnar "tæru vinstristjórnar", fjármálaöflin eiga hug þeirra allann.

Umboðsmaður skuldara skilur ekki þá aukningu sem orðið hefur á uppboðum, skilur ekki hvað er í gangi. Það er ekki von, til hans leitar ekki það fólk sem nú er að verða fyrir barðinu á aðgerðum stjórnvalda. Til hans leitaði það fólk sem var komið í vanda fyrir hrun, fólk sem alls ekki gat staðið við sínar skuldbindingar.

Þeir sem nú eru að lenda undir hömrum sýslumanna eru það fólk sem stóð ágætlega fyrir hrun, fólk sem reisti sér ekki burðarás um öxl í "góðærinu". Fólk sem hefur atvinnu, fólk sem átti sjóði fyrir hrun.

Nú hefur þessi hópur, sem reyndar er stæðsti hluti fjölskyldna landsins, klárað sitt sparifé, klárað sinn séreignasparnað og á sama tíma hefur eign þess í þeirra híbýlum orðið að engu. Þessi hópur, sem var vel stæður fyrir hrun er nú orðinn eignalaus með öllu og situr uppi með stökkbreytt lán sem útilokað er að standa lengur við að greiða af.

Þessi hópur leitar ekki til umboðsmanns skuldara, til þess eins að hjálpa fjármálastofnunum, leitar ekki til umboðsmanns skuldara til þess eins að festa sig á klafa vonlausrar skuldsetningar. Þetta fólk fór varlega fyrir hrun, þó keyptir hafi verið flatskjáir. Þetta fólk taldi framtíð sína bjarta og hagaði sínum málum að varfærni. Nú, þegar það sér að allt hefur verið af því tekið, einnig eign þess í því húsnæði sem það býr í, þegar það sér að staðan er vonlaus og engin merki um að stjórnvöld ætli gera eitthvað að gagni, fer það þá einu leið sem það telur færa, í gjaldþrot.

Það er ljóst að skriðan er farin af stað. Sú fjölgun sem varð á þessu ári, í nauðungaruppboðum, er einungis toppurinn á ísjakanum. Verði ekkert að gert, sem ljóst er að ekki verður a.m.k. fram til kosninga, mun skriðan æða af stað. Fjöldi þess fólks sem mun búa á götunni næsta haust verður þá orðinn skelfilegur.

Skammsýni stjórnvalda er alger. Þar er fyrst og fremst horft til efstu hæðar háhýsisins, þar sem feitir fjármagnseigendur sitja, en ekkert horft til grunnsins undir húsinu, á fólkið í landinu og fyrirtækin sem halda öllu gangandi. Þegar grunnurinn brestur, hrynur húsið.

 


mbl.is Uppboðum fjölgar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband