Stóridómur Gnarrs

Um orð Jóns Gnarr ætla ég ekki að hafa mörg orð, nenni því ekki. Þó vil ég benda á þá staðreynd að maður sem stimplar heila þjóð sem hálfvita, er eitthvað undarlegur í hausnum sjálfur.

Það óhæfuverk sem unnið var í barnaskóla í Bandaríkjunum er með öllu óafsakanlegt. Svo er einnig með önnur ofbeldisverk, hvort sem þau eru unnin þar í landi, Noregi eða hvaða landi sem er.

Vandi Bandaríkjanna er stór, um það efast enginn. En er hann vegna skotvopna? Hafa byssur sjálfstæða hugsun? Það hlýtur alltaf að vera sá sem handfjatlar slík tæki sem ber ábyrgð. Hvort skotvopnalöggjöfuin í Bandaríkjunum sé of slök geta menn deilt um, en það kemur ekkert ofbeldinu við. Þeir sem ætla sér að fremja slík ódæði gera það hvað sem einhver löggjöf segir. Skemmst er að minnast þess ofbeldis sem unnið var af einum manni í Noregi. Ekki lét hann tiltölulega stranga skotvopnalöggjöf stoppa sig af.

En skoðum aðeins staðreyndir.

Fyrir rúmum áratug var eitt alræmdasta fylki Bandaríkjanna Flórída. Þar var ofbeldið svo hart og mikið, að fólki var ráðlagt að hafa alla glugga á bílum sínum lokaða og hurðir læstar þegar það ferðaðist um þetta fylki. Þetta var farið að hafa veruleg áhrif á ferðaþjónustuna, einn aðal atvinnuveg fylkisins. Gegn þessu var ráðist, ekki með boðum og bönnum, heldur með viðhorfsbreytingu og fræðslu. Þarna lögðust allir á eitt og nú er þetta ríki talið eitt það öruggasta í öllum Bandaríkjunum.´

Mið- norðurríki Bandaríkjanna eru einnig talinn nokkuð örugg. Þar er þó mesta eign skotvopna per mann í Bandaríkjunum.

Það má vel vera að herða megi skotvopnaeftirlit í Bandaríkjunum, en það mun engu breyta fyrir þann sem hugsar sér að fremja ofbeldisverk. Nýjasta dæmið þaðan, þar sem maður kveikti í húsi og skaut á slökkviliðsmenn þegar þeir mættu á staðinn er kannski skýrasta dæmi þess. Þarna var á ferð maður sem hafði dvalið stórann hluta ævi sinnar í fangelsi og mátti því ekki eiga nein skotvopn. Honum tókst þó að komast yfir slík verkfæri og beyta þeim til ofbeldis.

Það er auðvelt að dæma aðra, sérstaklega þegar notuð eru hróp og stóryrði. En málið er flóknara en svo að hægt sé að dæma heila þjóð fyrir verk fárra manna sem greinilega eiga við geðvandamál að stríða.

Ekki ætla ég að gerast svo "vitur" að segja hvað veldur því að svo margir einstaklingar innan Bandaríkjanna truflast á geði og fremja ofbeldisverk. Það eftirlæt ég þeim sem eru menntaðir á því sviði. En að skella skuldinni á verkfærið sem notað er, er barnalegt. Þá ættu Kínverjar væntanlega að banna hnífa í sínu landi, eftir að geðtruflaður maður framdi þar ofbeldisverk og myrti fjölda fólks með slíku verkfæri.

Við Íslendingar ættum kannski að líta okkur nær áður en við dæmum heilar þjóðir sem hálfvita. Hvernig stendur á því að strokufangi af Litla Hrauni gat vopnast alvæpni? Hvernig stendur á því að hann gat komist yfir skotvopn í sumarbústað? Er kannski fullt af slíkum vopnum geymd í slíkum mannlausum húsum? Skotvopnalöggjöf okkar er ein sú strangasta í hinum, vestræna heimi. Hún er skýr og ekkert sem ætti að komast framhjá henni. Samt sem áður tókst strokufanga að komast yfir skotvopn!

Næsti dómur Gnarr verður kannski að við Íslendingar séu hálfvitar.

 


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar."

Ég get nú ekki séð að þarna sé verið að "stimpla heila þjóð sem hálfvita"

Einmitt verið að benda á hvað losaraleg lögjöf um byssueign gerir hálfvitum og vitfirringum auðvelt fyrir að ná sér í vopn!

Þú bendir raunar á það sjálfur í eftirfarandi:

"Það má vel vera að herða megi skotvopnaeftirlit í Bandaríkjunum, en það mun engu breyta fyrir þann sem hugsar sér að fremja ofbeldisverk. Nýjasta dæmið þaðan, þar sem maður kveikti í húsi og skaut á slökkviliðsmenn þegar þeir mættu á staðinn er kannski skýrasta dæmi þess. Þarna var á ferð maður sem hafði dvalið stórann hluta ævi sinnar í fangelsi og mátti því ekki eiga nein skotvopn. Honum tókst þó að komast yfir slík verkfæri og beyta þeim til ofbeldis."

Af hverju skyldi nú þessum manni sem ekki mátti eiga vopn hafa gengið svona vel að útvega sér þau? Því auðveldara sem er að nálgast skotvopn því líklegra er að hálfviti, vitfirringur nú eða óþroskað ungmenni komist yfir og noti það.    

Hættan er vissulega alsstaðar fyrir hendi, hér, í Noregi, í Bandaríkjunum og hvar sem er. Tölurnar tala samt sínu máli um muninn t.d. milli Bandaríkjanna og Noregs, þrátt fyrir Brevik!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 09:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eins og kemur skýrt fram í mínu bloggi, legg ég ekki dóm á hvort skotvopnalöggjöf Bandaríkjann sé of slök eða góð, er einungis að benda á að aldrei er hægt að kenna þeim verkfærum sem notuð eru til ofbeldis um.

Þú tekur þarna ákveðna grein úr mínu bloggi, Bjarni og gerir það að megin máli mínu. Svo er þó ekki, eins og þeir sjá sem það blogg lesa. Þú hefðir eins getað tekið lokakaflann og gert hann að mínu meginmáli. Það er þó á tæru að skotvopnalöggjöfin hér á landi ætti að koma í veg slíkann atburð, en gerir það greinilega ekki, því miður.

Vandamálið er flóknara en svo að það verði leyst með boði og banni og alls ekki með hrópum og ákvæðisorðum einhverra manna, jafnvel þó þeir séu titlaðir borgarstjórar.

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband