Illa komið fyrir launafólki landsins

Tvisvar tókust þeir á í fréttum RUV í gærkvöld, þeir Gylfi Arnbjörnsson og Steingrímur J Sigfússon, fyrst í kvöldfréttum útvarpsins og síðan í Kastljósi sjónvarpsins. Í stuttu máli má segja að Gylfi hafi rétt Steingrími vöndinn, svo hressilega lét hann Steingrím flengja sig.

Í frétum útvarpsins mætti Steingrímur með ofsa og hávaða, svona eins og hans var vani meðan hann var í stjórnarandstöðu. Gylfi lippaðist niður og sagði ekki orða af viti. Heldur fór Steingrímur hægar af stað í Kastljósinu og virtist sem Gylfi hafi þá vaknað örlítið af dvalanum, allt þar til Steingrímur hækkaði röddina, þá var sem slokknaði aftur á Gylfa. Örlítið lífsmark var þó að sjá á honum þegar umræðan barst að lífeyrissjóðunum, en það stóð stutt. Hvort Gylfi hafi mætt í þessi viðtöl svo óundirbúinn, eða hvort hann er einfaldlaega svona mikil gunga, læt ég hvern dæma fyrir sig, sjálfur hef ég ákveðna skoðun á þeim manni. Þá er ljóst að í báðum þessum viðtölum réðu stjórnendur þeirra ekki við frekjuna og hávaðann í Steingrím, eða vildu ekki gera það. Hann hafði alla yfirburð, fékk að opna viðræðurnar og loka þeim, með tilheyrandi kjaft og frekju.

Málflutningur Steingríms var honum til skammar. Fyrir það fyrsta þá persónugerði hann allt viðtalið við forseta ASÍ, nefndi aldrei launþega, einstaka sinnum ASÍ og þá með sterku viðhengi til Gylfa, en nánast alltaf var hans málflutningur gegn persónu Gylfa Arnbjörnnssonar. 

Þá fór ráðherrann með bein ósannindi, í þau örfáu skipti sem hann talaði um efnið. Útúrsnúningur einkenndi mál hans. Og allt þetta lét Gylfi yfir sig og þjóðina ganga. 

Þeir kjarasamningar sem gerðir voru í maí 2011 og gilda enn, er svo sem ekkert til að hæla sér af, a.m.k. ekki fyrir forustu launþega. En þeir eru enn í gildu og því ber að fylgja þeim þar til annað verður ákveðið. Hluti þeirra samninga er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, en hún kom til þegar allt virtist stefna í allsherjar verkföll, kom til til að leysa þann hnút sem kjarasamningar voru komnir í. Það er svo aftur spurning hvort það sé rétt leið að stjórnvöld skipti sér af kjaramálum, svona yfirleitt, en þetta var talið nauðsynlegt á þessum tíma.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar til lausnar kjaradeilunni er því hluti kjarasamningsins og ber að halda meðan hann gildir. Nú er það svo að íslenskan er fjölbreytt mál og hægt að lesa ýmsar merkingar úr rituðu máli. En það er þó merkingin sem talað er um við gerð loforða, sem ræður. Það getur enginn komið eftir á og snúið út úr því, af þeirri einföldu ástæðu að okkar fjölbreytta mál leifir slíkt. Kjarasamningar eru afrakstur áratuga samningsgerða og því ritmál þeirra orðið nokkuð ljóst. Eftir sem áður koma alltaf upp deilumál um túlkun þeirra. Þegar stjórnvöld koma fram með yfirlýsingu upp á 14 blaðsíður, er auðvelt að læða þar inn orðalagi sem auðveldar stjórnvöldum að mistúlka þau loforð sem þar koma fram. Svo virðist hafa verið gert af stjórnvöldum, á vordögum 2011, að öllum líkindum viljandi. Að aldrei hafi staðið til að standa við loforðin sem sögð voru, heldur einungis þann skrifaða texta sem lagður var fram og þannig gerður að auðvelt yrði að túlka hann frjálslega. Þetta sýnir best sú grein í þessum loforðum stjórnvalda er snýr að hækkun bóta. Þar er orðalag með þeim hætti að stjórnvöldum reynist auðvelt að fara framhjá því talaða máli sem þá var sagt.

Þessi yfirlýsing var svo sem ekki mikið plagg, þó það væri upp á 14 blaðsíður. Var nánast afrit þess plaggs sem stjórnvöld lögðu fram sumarið 2009, sem framlag til "þjóðarsáttarinnar". Það plagg sviku stjórnvöld.  Á þetta benntu fjölmargir vorið 2011 og töldu ekki neina von til að staðið yrði við það nú, frekar en áður. Því miður virðist sem það fólk hafi haft rétt fyrir sér.

Hér er hægt að nálgast yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, frá 5. maí 2011.  Ekki ætla ég nú að fara í gegnum þetta plagg. Gylfi hefði hins vegar getað verið með það í þessu viðtali og lesið hluta þeirra greina sem Steingrímur sneri út úr, eins og t.d. um bætur til bótaþega. Þá hefði þjóðin fengið eitthvað annað að ræða um en frekju ráðherrans og dugleysi forseta ASÍ, þá hefði fólkið fengið innsýn í þá útúrsnúninga sem ráðherrann beytir.

Hávaðinn, yfirgangurinn, stóryðin og sú aðferð að persóngera málefnið sýnir að Steingrímur hefur lítið lært. Hann er enn sami kjaftaskurinn og áður. Þar fer maður orða en ekki efnda, maður hávaðans en ekki traustsins. Þó tók út yfir allan þjófabálk þegar hann dró inn í þessa umræðu alls óskilt mál, kosningabeitu stjórnvalda. Loforð um störf fyrir rúmlega 2000 manns, til sex mánaða, svona rétt fram yfir kosningar. Ekki er þó um að ræða þar störf sem auka tekjur þjóðarbúsins, framleiðslustörf, heldur er um atvinnubóta vinnu að ræða. Nær væri ef stjórnvöld hættu að spilla fyrir uppbyggingu atvinnulífs í landinu, atvinnulífs sem byggir á framleiðslu og tekjum, hættu að hræra hér svo í skattkerfinu að einginn þorir lengur út í slíka uppbyggingu. Ef stjórnvöld hætti að þvælast fyrir því dugandi fólki sem er tilbúið til að efla hér framleiðslustigið, þá skapast mun fleiri störf á stuttum tíma en þau sem stjórnvöld lofa nú, fram yfir kosningar. Þetta eru heldur ekki fyrstu störfin sem stjórnvöld lofa og ekki víst að betri efndir verði nú en áður. Þó má gera ráð fyrir að meiri áhersla verði lögð á málið nú, það eru jú kosningar í vor.

Um Gylfa er fátt að segja. Önnur eins gufa og annar eins ónytjungur hefur aldrei verið í forsvari fyrir launþega landsins. Hann hafði allt á hendi sér, öll trompin, en lét þau af hendi. Það er ljóst að ef fer sem horfir, að kjarasamningar verði leystir upp nú í janúar, mun illa fara. Að hafa þennan mann sem talsmann launþega er verra en að vera án talsmanns. Þegar menn geta ekki rökstutt einfallt mál, geta þeir fráleitt átt í samskiptum við fulltrúa atvinnurekenda!! Gegn þeim þarf menn sem hafa burði til að rökstyðja mál sitt, menn sem hafa kjark. Hvorugt er að finna í fjaðurhatt Gylfa Arngjörnssonar!

Hér stefnir því allt í verkföll og síst má þjóðin við slíku!!

 


mbl.is „Þingið var vísvitandi blekkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Munurinn á Steingrími og Gylfa í gær er aðallega sá að Steingrímur réðist á persónuna Gylfa með offorsi og lygabrigslum meðan Gylfi varði sig einvörðungu en svaraði ekki í sömu mynt.

Hegðun sú er Steingrímur sýndi í gætr er honum til minnkunar.

Merkilegt er að þetta er nákvæmlega sama hegðun og Margrét Frímannsdóttir lýsti í bók sinni Stelpan frá Stokkseyri þar sem hún lýsti lygum, brigslum og baktjaldamakki Steingríms.

Þetta er því endurtekin óæskileg hegðun þar sem ráðist er persónulega á einstakling en ekki málefni.

Hingað til hefur það verið kallað Einelti.

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 09:29

2 Smámynd: Jack Daniel's

Það verða ekki bara verkföll heldur verður fjölda fólks sagt upp því fyrirtækin koma til með að draga saman seglin eftir áramót.

Annars var þetta alger farsi, bæði í útvarpinu og eins í kastljósinu.

Steingrímur öskraði og argaði og Gylfi var eins og lúbarinn hundur.  Koðnaði niður og ýlfraði lágt og aumingjalega.  Skömm að hafa svona ræfil sem formann ASÍ.

Jack Daniel's, 14.12.2012 kl. 09:53

3 identicon

Mér fannst vera svona "Dear Leader" yfirbragð á Steingrími, hrósaði sjálfum sér og Jóhönnu óspart, vantaði bara svona grenjuskjóðudýrkendur í kringum hann til að fullkomna Dear Leader myndlíkinguna.
Gylfi emjaði bara eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband