"Þetta er fráleit staðhæfing"

Margir hafa tjáð sig um efnisinnihald tilagna stjórnlagaráðs og það ferli sem stjórnarskrármálið hefur fengið, í heild sér. Flestir hafa verið á einu máli um að þarna sé farið fram af offorsi, að frekar sé horft á umbúðir en efni. Fáir hafa þó komið með jafn afdráttarlausann falldóm á þessa vegferð og afurð hennar og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafpófessor.

Eftir að viðtalið við Gunnar Helga hafði verið opinberað, þar sem hann fer efnislega vandlega yfir ágalla framkvæmdarinnar, tekur sérstaklega út niðurstöðu ráðsins varðandi stjórnsýsluna og kemst að þeirri niðurstöðu að málið í heild sér sé stórgallað og alls ekki hæft til afgreiðslu, dró DV upp mann til andsvara.

Og auðvitað var leitað til Þorvaldar Gylfasonar, sem titlar sig hagfræðing og taldi sig föður stjórnlagaráðs, enda sá sem fékk lang flest atkvæði í ólöglegu kosningunni, heil 3%!. Ekki stóð á svari hjá mikilmenninu. "Þetta er fráleit staðhæfing " var svar hans. Ekkert annað. Mikilmennið gerði ekki eina einustu tilraun til að rökstyðja mál sitt frekar, enda ekki vanur slíku. Hans málflurtningur hefur alla tíð verið í upphrópunum og vanþóknun á þeim sem ekki eru honum sammála. Andsvar hans við þessari ítarlegu greiningu Gunnars Helga, komst fyrir í fyrirsögn fréttarinnar!

Það er mikill munur á málflutningi þeirra sem gagnrýna þetta plagg stjórnlagaráðs og hinna örfáu sem hæla því. Þeir sem gagnrýna framkvæmdina og tilurð þessa plaggs koma flestir með rök fyrir máli sínu, rök sem erfitt er að hrekja. Hinir sem hæla plagginu tala þó sjaldnast um það eða innihald þess, hvað þá framkvæmd málsins í heild sér, heldur ráðast fram með upphrópunum. Mjög vinsælt er að nefna LÍÚ í því sambandi, hvernig sem á því stendur. 

Þessi grein Gunnars Helga er mjög skýr og ættu allir að taka sér tíma til að lesa hana. Menn geta svo borið þau skrif saman við andsvar Þorvaldar í DV, það er fljót lesið. Þá fer ekki á milli mála hvor talar um efnið og hvor hrópar út í loftið!

 


mbl.is Gagnrýnir „óvissuferð“ stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband