Allt rétt, en ......?

Allt er þetta rétt og skýrt sem Landsamtök líeyrissjóða segja, einnig að Björn Valur hafi litla þekkingu á því sem hann skrifar. En það er hins vegar ekki frétt.

Hitt er aftur frétt að Landsamtök lífeyrissjóða skuli opinberlega viðurkenna að hafa brotið gróflega skildur sjóðanna. Það gerðu þeir fyrst og fremst í undanfara hrunsins, þegar fjármunum var dælt í galdþrota fyrirtæki, fjármunum upp á hundruði milljarða sem nú eru glataðir. Það er fyrst og fremst vegna þess sem lífeyrir hefur verið skertur hjá sjóðsfélugum. Og enn er haldið á sömu braut, hlutbréf keypt í fyrirtækjum sem eru í erlendri samkeppni, samkeppni sem um allan heim fer hallloka. 

Það er gott að þeir sem fara fyrir Landsamtökum lífeyrissjóða þekki skyldur sjóðanna, betra væri að þeir virtu þær skyldur. Það er lítill tilgangur að vísa til laga um sjóðina og skyldur þeirra, þegar henntar, en horfa síðan framhjá þeim lögum og skyldum þegar þessir menn vilja spila sig stóra meðal hinna "stóru". 

Lög og skyldur sjóðanna á alltaf að hafa í heiðri. Upp geta þó komið tilvik þar sem beygja þarf þau lög og þær skyldur og ætti aldrei að gera slíkt nema í þágu sjóðsfélaga sjálfra. 

Þó sjóðirnir stæðu að því að leiðrétta stökbreytt lán sinna sjóðsfélaga og féllu frá ábyrgðum annars aðila, mun sá skaði sem sjóðirnir verða vegna þess, einungis mælast sem brot af þeim skaða sem fjárhættuspil stjórnenda þeirra hefur valdið. Þar er hinn raunerulegu vandi sjóðanna.

Ef sjóðirnir færu þessa leið, væri erfitt fyrir aðrar fjármálastofnanir að neita hinu sama. Lífeyrissjóðirnir eru hið leiðandi afl fjármálaheims Íslands. Þar liggur megin fjársöfnun landsmanna.

Haldi sjóðirnir hins vegar áfram á sömu braut og neita allri aðstoð við sína félagsmenn, mun annað hrun verða óhjákvæmilegt. Þá geta sjóðirnir afskrifað enn fleiri hundruð milljarða sem þeir eru nú að setja í hin ýmsu fyrirtæki landsins, sum hver þegar komin af fótum fram.

 


mbl.is Pistill byggður á vankunnáttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þú ert nú engu skárri en BVG, hvað snertir þekkingu og skilning á þessum málum, eða yfirleitt á lögum og gildi þeirra samanber þetta: "Upp geta þó komið tilvik þar sem beygja þarf þau lög og þær skyldur og ætti aldrei að gera slíkt nema í þágu sjóðsfélaga sjálfra. "

Hvað áttu eiginlega við? Er í lagi að brjóta lögin ef það er þér þóknanlegt? Og hvernig getur það verið í þágu sjóðfélaga að gefa eftir eignir þeirra? Ég minni á að þeir sem hafa tekið lán hjá lífeyrissjóðum eru miklum mun færri en sjóðfélagarnir sem eiga réttindi í sjóðunum og þeir sem hafa fengið lán gegn lánsveði eru enn færri. Á að gefa þeim eftir skuldirnar á kostnað hinna? Hvað réttlætir það?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 20.11.2012 kl. 13:30

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Réttlæti verður seint fullkomið, Þórhallur. Ég spyr þig á móti, er réttlæti í því að afskrifa skuldir fyrir tugi, jafnvel hundruð milljarða hjá litlum hóp lántakenda, en skilja alla aðra eftir?

Hvað ég á við með því að segja að einungis komi til greina að sveigja lög sjóðanna, sé þegar það svig snýr að sjóðsfélugum, ætti ekki að vefjast fyrir neimum að skilja. En þér til fróðeiks á ég þar við að i stað þess að sóa fé sjóðanna í gjaldþrota fyrirtæki, eins og gert var fyrir hrun og virðist vera að byrja af fullum krafti aftur, að það "tap" sem stjórnendur sjóðanna eru tilbúnir að taka áhættu með, sé frekar fært til sjóðsfélaga, í formi örlítillar leiðréttingar. 

Vel gæti svo farið að þannig svig á við lög sjóðana myndi eitthvert réttlæti brotna, að einverjir lántakendur sem ekki eru aðilar að sjóðunum fengju ekki leiðréttingu. Það verður þá bara svo að vera.

Og, já, ég á við að allt í lagi sé að sveigja lögin ef það er mér í hag, svo fremi sem það er öðrum sjóðsfélugum í hag líka. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að samþykkja að lög og reglur sjóðanna séu sveigð fyrir einhverja ævintýramenn eða útrásargutta, sem hugsa um það eitt að ná sem mestu í sinn vasa! 

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Gunnar. Trúir þú í raun og veru að lífeyrissjóðirnir hafi "sóað" fé sjóðanna í gjaldþrota fyrirtæki?

Það er afar auðvelt í öllu mati á frammistöðu manna, fyrirtækja og stofnana að koma hlaðinn eftiráspeki, eftir að atburðir hafa gerst og fullyrða að eitthvað hefði ekki átt að gera eða gera öðruvísi.

Enginn lífeyrissjóður fjárfesti né dældi peningum í gjaldþrota fyrirtæki! Að halda slíku fram er í hæsta máta ómerkilegur málflutningur, sérílagi þegar hann er ekki studdur öðrum rökum en þeim að menn hefðu átt að sjá fyrir það sem gagnrýnandinn (þú í þessu tilviki) sá aldrei fyrir sjálfur en veit nú eftirá.

 Þú segir: "... lög og reglur sjóðanna séu sveigð fyrir einhverja ævintýramenn eða útrásargutta, sem hugsa um það eitt að ná sem mestu í sinn vasa!"

Áttu hér við að menn hafi brotið lög til að  afhenda ævintýramönnum fé sjóðanna? Ég get nefnt nokkra aðila sem hafa rannsakað hvort svo hafi verið, en komist að raun um að svo var ekki: Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, Rannsóknarnefnd Alþingis, Úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða, endurskoðendur sjóðanna og stjórnir þeirra, innri endurskoðendur, tryggingafræðingar. Varfalítið enn fleiri. Heldur þú því fram að þeim hafi öllum sést yfir svona augljós afbrot?

Og enn er eftir að svara spurningunni hvað réttlætir að almennir sjóðfélagar greiði skuldir þeirra sem ætluðu sér um of í lántökum, en geta þó greitt sjálfir? Eins og þeir sem hafa lánsveð. Ef ég veiti veðleyfi í minni íbúð til annars manns geri ég það vitandi um að skuldin geti fallið á mig, geti skuldarinn ekki staðið í skilum. Ég get þá ekki sent reikninginn til annarra. Af hverju ætti ég svosem að geta það?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 20.11.2012 kl. 15:58

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú gleymir því Þórhallur, að hér varð bankahrun. Því hruni fylgdi mikil lækkun gengis krónunnar, með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta ástand er alls ekki hægt að segja að sé eðlilegt eða fyrirsjáanlegt. Það má þá allt eins segja að bankarnir hafi farið óvarlega, að þeir hefðu átt að gera kröfur um mun meira eigið fé. Þegar lántakandi tekur lán sem svarar um 50% af því verðgildi sem hann kaupir og leggur sjálfur til hin 50%, er vart hægt að segja að hann fari offari í lántöku. Samt skeði það að á einungis örfáum mánuðum þurkaðist þessi eign út, nánast að fullu og mun seint endurheimtast, ef einhverntímann. Ef eitthvað er hægt að segja að sé forsendubrestur er það þetta.

Sá sem var svo séður að setja sitt sparifé á bankareikning, í stað steypu, var svo "heppinn" að neyðarlögin tryggðu hans eign. Hinir sem fjárfestu sitt sparifé í húsnæði hafa tapað því. Er það eitthvað réttlæti? Má ekki tryggja sparifé þess fólks, eingöngu vegna þess að það ákvað að festa það í sínu húsnæði?!

Um framferði sjóðanna fyrir hrun þá er auðvitað betra að vera vitur eftirá. En það er þó ekki eins og enginn hafi varað við þesu. Margir reyndu en áttu ekki erindi sem erfiði. Má kannski kenna fjölmiðlum þar nokkuð um. Þeir sem voru að benda á þetta rugl, sérstaklega þegar það sneri að fjárfestingum líferissjóðanna, voru úthrópaðir sem afturhaldssinnar og úrtölumenn. Það var líka annað sem háði því að hinn almenni sjóðsmaður gæti í raun sett fram efasemdir og það var sú leyndarhyggja sem yfir sjóðunum lá og öllu viðskiptalífinu yfirleitt. Því kom þessi gagnrýni oftast úr röðum þeirra sem innanborðs voru innan sjóðanna og fyrirtækja, höfðu einhver ítök í upplýsingar þaðan. Þeim mönnum var skipt umsvifalaust út þegar svo gerðist. Það er nú staðreynd að hundruðir milljarða töpuðust út úr sjóðunum vegna þessa.

Þín fullyrðing að enginn sjóður hafi dælt peningum í fyrirtæki sem komin voru af fótum fram stenst ekki. Fjármálaeftirlitið var vængstýft á þessum árum og gat lítið fylgst með eða gert. Í svokallaðri hrunskýrslu er talað um að sjóðirnir hafi farið óvarlega, þó reyndar sú nefnd sem þá skýrslu samdi hafi ekkert verið að skoða þá. Hlutverk hennar var allt annað. Útektarnefnd Landsambands lífeyrissjóða er álíka marktæk og ef afbrotamaður rannsakar eiginn glæp. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli og þar fer ekert á milli mála.

Enn eru sjóðirnir að fjárfesta í fyrirtækjum sem teljast í vafasömum rekstri, fyrirtæjum sem eiga langa sögu rekstrarerfiðleika. En það má ekki tala um það og enn eru fjölmiðlar sekir. Ekki er gerð hin minnsta tilraun til að kryfja þau kaup, eða rekstur þeirra fyrirtækja. Nýjasta útspilið, þegar sjóðirnir seldu sjálfum sér að hluta fyrirtæki með miklum hagnaði. Hvað liggur að baki þeim hagnaði? Jukust eignir þessa fyrirtækis svo mikið? Jókst velta þess svo mikið? Þeir sjóðir sem létu glepjast ti að kaupa hlutabréf þarna, á verði sem var langt fyrir ofan það verð sem fyrirtækið hafði verið metið fram til þess, munu sennilega eiga erfitt með að rökstyða þá ákvörðun.

Það hefur lítil sem engin tilraun verið gerð til að læra af hruninu.

Vandi þeirra sem ætluðu sér um of fyrir hrun verður ekki leystur, a.m.k. ekki með aðkomu lífeyrissjóðanna. 110% leiðin var tilraun til þess, en hún hefur litlu skilað. Það er hins vegar vandi hinna, sem fóru hóflega í lántökum, sem hægt er að leysa og nauðsynlegt er að leysa. Að það fólk sem festi sitt sparifé í sinni húseign fá eitthvað til baka af því sem það hefur tapað, þó ekki væri nema hluta þess sem hinir fengu er geymdi sitt sparifé á bankabók.

Eftiráviskan er auðvitað alltaf best. Hún ætti að vera réttari en spár. Samt er það svo að sumum tekst ekki einu sinni að átta sig á því sem skeði, ná ekki að höndla eftiráviskuna!

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2012 kl. 19:00

5 identicon

Var fyrir nokkrum árum(Eftir hrun) að tala við mann í lífeyrissjóði samiðnar og gagnrýndi sjóðinn fyrir það sama og Þú Gunnar ert að tala um,að fjárfesta í verðbréfum.'i hverju hefðum við átt að fjárfesta spurði hann.Nú t.d. í steinsteypu lagði ég til.Nú þær eignir eru nú ekki verðmiklar í dag svaraði hann.En ég svaraði honum á þann veg að ólíkt verðbréfunum brynnu þær ekki upp.Verðið lækkaði tímabundið en hækkaði svo aftur.Þetta er munurinn á því að leggja peninginn í raunverulegar eignir  í stað verðlausra pappíra.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband