Svar við bréfi Sighvats Björgvinssonar

Sæll Sighvatur og þakka þér bréfið sem þú sendir mér (og reyndar stórum hluta þjóðarinnar) í morgun, í Fréttablaðinu.

Ég sé mig tilneyddann til að svara þér, þó ég sé ekki af þeirri "sjálfhverfu kynslóð" sem þú skilgreinir, er nokkuð eldri en það og von ég innilega að þú lesir þessi skrif mín.

Í bréfi þínu hælir þú þér yfir hversu margir hafi lýst stuðningi við greinar þínar að undanförnu, nefnir þar níu þúsund manns. Nú er það svo að ekki er hægt að gera athugasemd við greinar Fréttablaðsins nema vera með Facebook uppi. Þá er svokallaður "Líkar þetta" tengill nokkurt rangnefni, þar sem ekki er endilega verið að tjá velþóknun með því að nota hann. Sá tengill er eingöngu til þess gerður að fólk tengi greinina við sitt svæði á facebokk. Það gæti því allt eins verið að þeir níu þúsund sem slíkt hafa gert við þínar greinar, séu einungis að lýsa sinni vanþóknun á þínum skrifum, þó auðvitað ekki sé hægt að fullyrða neitt um það, frekar en að þarna fari einungis aðdáendur. Það má þó gera ráð fyrir að flestir þeirra sem rita þér tölvupóst séu þér sammála, en varla hefur þú fengið níu þúsund síka pósta.

Þú ræðst með ómakegum hætti að mér og flestum þeim sem hafa gaman af því að rita hugsanir sínar í bloggheimum. Kallar mig og aðra sóða, haldna heift, hatri og ofsa, auk þess sem þú fullyrðir að við höfum ekki snefil af sjálfsvirðingu. Það er spurnig hver hugsun þess manns sem slíkar fullyrðingar lætur á prent í dagblaði sem borið er heim til stórann fjölda fólks í landinu, hvort sem það vill eða ekki.  Hvar eru mörk orðsóðaskapar, heiftar, hatrs og ofsa þess manns sem slíkar ávirðingar hefur í garð annara? 

Það er ljóst að flestir þeirra sem rita sínar hugsanir í bloggheimum gera slíkt af þörf fyrir að tjá sig. Þar, eins og allstaðar, eru til einstakir einstaklingar sem ekki kunna sér hóf og fara hamförum, einnig eru til menn sem ekki hafa kjark til að rita undir eigin nafni. Varðandi það að einhverjir þeirra séu ekki skrifandi á íslenskt mál, má vissulega taka undir það og tel ég sjálfann mig skorta þar nokkuð. En það er ekki ritfærið sem máli skiptir, heldur sú hugsun sem að baki býr. Ekki umbúðirnar heldur innihaldið. Og ef fólk kemur sínum hugsunum þannig frá sér að aðrir skilji, gerir lítið til þó eihverjar stafsetningarvillur flækist með. Þær skaða engann.

Fullyrðinar þínar í greinum undanfarið, um að ákveðin heil kynslóð hafi hér "afrekað" hrunið eru í besta falii barnalegar. Þeir gerendur sem þar stóðu að verki voru fáir, fráleitt heil kynslóð, og úr öllum aldushópum. Þar var enginn einstakur aldurshópur sekari en annar. Svona fullyrðingar, án alls röksuðnings, eru þér ekki samboðnar, sem fyrrverandi ráðherra.

Þá hefur þú komist að þeirri niðurstöðu að sami hópur, "sjálfhverfa kynslóðin", sitji bara og heimti. Krefjist þess að fá allt fyrir ekkert. Þú fullrðir að þessi kynslóð krefjist þess að þeir sem eldri eru borgi skuldir þeirra "sjálfhvefu". Engin rök hefur þú þó fært máli þínu til stuðnings, heldur er þetta sem hver önnur fullyrðing. Margir hafa svarað þér þessu efnislega og ætla ég ekki nánar út í það, en bendi þér á að lesa greinar sem m.a. hafa verið birtar í Fréttablaðinu undir liðnum "Umræður", þeim sama lið og þessi grein þín birtist. Það sem einkennir skrif flestra sem svara þér er að þeir rökstyðja sitt mál rækilega. Ég vil bara benda þér góðfúslega á það að jafnvel þó þú sér fyrrverandi ráðherra og teljist til þeirra sem "meira eru metnir" í þjóðfélaginu, getur þú ekki flutt þitt mál án rökstuðning, sérstaklega þegar þú tjáir þig opinberlega.

Undir lok greinar þinnar fullyrðir þú að "leitað hafi verið til gamla gengisins". Þar ber að hafa í huga að síðustu kosningar til Alþingis fóru fram við ákaflega undarleg skilyrði. Fólk var enn í sjokki vegna hins skelfilega hruns sem orðið hafði og með orgjálfri og hálfkveðnum vísum tókst vinstriflokkunum að ná meirihlua á Alþingi. Meirihluta sem jafnt og þétt hefur kvarnast úr allt þetta kjörtímabil og nú svo komið að hér situr minnihlutastjórn. Það fylgistap hafa stjórnarflokkarnir sjálfir séð um að fullu.

En auðvitað er til gott fólk meðal þeirra sem teljast til eldri kynslóðar, eða "gamla gengisisns" eins og þú villt orða það. Því miður virðast þau tvö sem þú nefnir í þinni grein og spyrðir við þann hóp, þó ekki vera meðal þess ágætsfólks. Hvort það stafar af getuleysi eða einfaldlega hræðslu, þá er ljóst að ekkert hefur þetta "gamla gengi" gert til bóta. Enn eru það fjármagnsöflin sem ráða hér öllu og ekkert sem kemur í veg fyrir að annað hrun verði. Reyndar eru meiri líkur en minni á að svo verði.

Það getur verið að þér þyki þetta pár mitt sóðalegt og haldið heift, hatri og ofsa. Það verður þá bara svo að vera, en ég vil þó benda þér á að ljótustu orðin í þessari grein, sem hugsanlega má tengja við heift hatur og ofsa, eru fengin að láni úr þinni grein.

Svo vona ég að ritstíll minn sé þér ekki ofviða og að þú fyrirgefir allar þær stafsetningarvillur sem hér birtast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband