Sjálfskipaðir vörslumenn lífeyrissjóðanna

Málflutningur sjálfskipaðra vörslumanna lífeyrissjóðanna er orðinn nokkuð þreyttur. Þar er því haldið fram að útlán sjóðanna verði að vera verðtryggður, að lög segi svo.

Það er merkilegt ef einungis útlán verði að vera verðtryggð, en þessir sjálfskipuðu vörslumenn sjóðanna geti á sama tíma leikið sér með fé þeirra í allskyns vafasamar fjárfestingar. Að þeir geti spilað með fé sjóðanna í fyrirtækjakaup sem mörg hver eru vægast sagt hæpin. Nú síðast tókst þeim að ávaxta verulega fé sitt í slíkum viðskiptum, með því að kaupa hlutabréfin af sjálfum sér!!

Það er vegna þessarar vafasömu viðskipta sem sjóðirnir hafa tapað stór fé, það er vegna þessara vafasömu viðskipta, sem náðu hámarki fyrir hrun, sem nú hefur þurft að skerða lífeyri sjóðsfélaga. Hvort lán til húsnæðiskaupa séu verðtryggð eða ekki, breytir litlu í þessu sambandi. Það er ekki eins og fólk sé að óska eftir lánum án vaxta, einungis að verðtryggingin verði afnumin.

Verðtryggingin og eins og hún er framsett er fjárplógsstarfsemi og ekkert annað. Margfeldiáhrif hennar er ekkert annað en peningaprentun fyrir lánveitandann!

Sjálfsagt munu sjóðirnir missa eitthvað fé við afnám verðtryggingar, en það eru smáaurar miðað við þær stóru upphæðir sem töpuðust í fjárglæfraspili vörslumanna sjóðanna. Þar var spilað með fé sjóðanna við fjárglæframenn sem svifust einskis. Þar var þessum fjárglæframönnum fært fé á silfurfati og mörgum þeirra tókst að koma því undan og úr landi. Nú koma þeir hver af öðrum aftur til landsins með alla vasa fulla fjár og kaupa fyrirtæki og setja upp verslanir!

Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóðsfélaga, ekki vörslumanna þeirra. Ef nauðsynlegt er að verðtryggja öll útlán sjóðanna, hlýtur að vera nauðsynlegt að fjárfestingar þeirra séu einnig verðtryggðar. Hvernig ætla stjórnarmenn þeirra sjóða sem stóðu að kaupum í Icelandair á vægast sagt háu verði fyrir skömmu að verðtryggja þá fjárfestingu? Hvernig ætla þeir sjóðir sem lögðu fram fé í Eimskip að verðtryggja það fé? Þessi fyrirtæki eru sjálfsagt ágætlega rekin, en að halda því fram að fé sem geymt er í hlutbréfum þeirra sé tryggt og verðtryggt, er full langt gengið. Það segir forsagan okkur og það segja þær fréttir sem berast af slíkum rekstri, þar sem fyrirtæki í þessum geirum vítt um heim berjast í bökkum. Hvaða ástæða er til að ætla að þessum fyrirtækjum gangi betur þó þau séu Íslensk? Sérstaklega þegar verð hlutabréfanna er ekki bara í hærri kantinum, heldur allt of hátt að margra mati.

Ef vörslumenn sjóðanna telji allt í lagi að taka áhættu í fjárfestingum með fé sjóðanna, ætti ekki að vefjast fyrir þeim að afnema verðtrygginguna. Þar er þó hægt að sjá nokkurn veginn hvert tapið er, ólíkt því sem vafasamar fjárfestingar gera.

Svo er hitt sjónarmiðið sem vörslumenn sjóðanna ættu að skoða gaumgæfilega. Þegar hart er staðið á verðtryggingu og fólk hefur vegna hennar misst allt sitt eigið fé, er stutt í að greiðsluviljinn glatist. Þá tapa sjóðirnir ekki einungis þeim mun sem afnám vertryggingar krefst heldur allri útistæðunni. Þá er hætt við að tap sjóðanna verði meir en við verður ráðið. Þetta nálgast hratt og því brýnt að hinir sjálfskipuðu vörslumenn sjóðanna fari að opna augun, fari að nota þetta gráa sem er í haus þeirra og kallast heili.

Verði ekkert að gert mun hér verða annað hrun og það hrun má skrifa að stórum hluta á sjálfskipuðu vörslumenn sjóðanna, auk stjórnvalda sem ekki hafa kjark til að fara gegn þeim með þeim hætti sem nauðsynlegt er.

Svo er hitt vandamálið, sú stökkbreyting sem lán hafa þegar orðið fyrir. Vegna verðtryggingarinnar er hún orðin samgróin lánunum og mun ekki leiðréttast þó verðbólgan lækki. Þessi hækkun er komin á lánin og fólk fast í henni, sama hvað það gerir. Þetta verður að leiðrétta, það er lífsspursmál fyrir alla þjóðin!!

Eitt að lokum. Sjálfskipaðir vörslumenn lífeyrissjóðanna halda því fram að lög segi að útlán þeirra verði að vera verðtryggð. Þetta er rangt, einungis er talað um að ávöxtun fjár sjóðanna verði að bera ákveðna ávöxtun, ávöxtun sem deilt er um hvort sé rétt. Henni má ná með öðrum hætti en verðtryggingu. Þessu gleyma þó vörslumennirnir gjarna þegar kemur að kaupum á hlutabréfum. Þar ráða önnur sjónarmið, eins og vinskapur og vensl, auk væntinga um vel launuðar stöður í stjórnum þeirra fyrirtækja. 

 


mbl.is „Verðbólgan versti óvinur sjóðanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

það á að leggja þetta líeyrisjóða kerfi niður og taka upp skildu sparnaðinn aftur.

eins og kerfið er í dag þá eru þetta bara glæpafélög.

kostnaður við æðstu stjórnendur er svo mikil að það tekur þúsundir líeyrisgreiðandi til þess eins að ná inn tekjum til að reka þá eina.

og þá á eftir að afla tekna fyrir undir mennina.

Ég vil einfaldlega einn lífeyris sjóð sem rekin er af ríkinu og er tryggður með ríkis ábyrgð rétt eins og lífeyrisjóiðr alþingismanna

Hjörleifur Harðarson, 14.11.2012 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtryggða lífeyrisþegans er saknað.

Síðast spurðist til hans í þjóðsögum stjórnenda lífeyrissjóða.

Hinsvegar hefur ekki sést til hans svo lengi sem elstu menn muna.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2012 kl. 11:42

3 identicon

Einfaldast er fyrir þetta litla land að afnema lífeyrissjóðina á þann hátt að fólk fær eign sína greidda út úr sjóðnum eða samsvarandi verðbréf. Það getur þá valið hvort það vill treysta einhverjum sjóðnum eða ekki.  Það sem annars hefði fari í greiðslur til lífeyrissjóða fer í staðin til ríkisins sem síðan er ábyrgt fyrir grunnframfærslu lífeyrisþega.  Við útgreiðslu er svo eðlilegt að hafa hóflega tekjutengingu sem fælir fólk ekki frá því að leggja fyrir til efri áranna en á þann hátt sem það sjálft kýs.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband