Þar fauk hin "alíslenska" stjórnarskrá

Ein af þeim rökum sem þeir er vilja bylta stjórnarskrá landsins hafa oftsinnis notað, eru að núgildandi stjórnarskrá sé dönsk og því þurfi nýja íslenska. Nú boðar formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að sú íslenska tillaga sem stjórnlagaráð hefur gert og íslenskir lögfræðingar yfirfarið, skuli menguð erlendum áhrifum. Þar fauk hin "alíslenska" stjórnarskrá fyrir lítið.

Það er ljóst að formaðurinn hefur nú lesið yfir þá 50 blaðsíðna skýrslu sem lögfræðinefndin skilaði. Orðfæri hennar er með öðrum hætti nú en fyrst eftir að skýrslan var kynnt. Nú viðurkennir hún að um efnislegar breytingar hafi verið að ræða og að lögfræðinefndin gerir alvarlegar athugasemdir í þeim kafla sem nefndin kallar "aðrar ábendingar". Reyndar gerir formaðurinn lítið úr þessum athugasemdum, en það er hennar vandamál.

Þessi skýrsla lögfræðinefndarinnar er upp á 50 blaðsíður og skiptist í megin dráttum upp í þrennt. Fyrstu 12 blaðsíðurnar eru létt yfirferð yfir breytingar á tillögum stjórnlaganefndar og "aðrar ábendingar", sem nefndin setur fram utan síns umboðs. Það kemur skýrt fram að einungis eru þar nefndar þær ábendingar sem allir nefndarmenn voru sammála um. Þá koma næstu 28 blaðsíður þar sem töllögur stjórnlagaráðs eru settar fram og breytingar lögfræðinefndarinnar færðar inná með rauðu. Að lokum eru svo síðustu 10 blaðsíðurnar fylgiskjöl og gátlistar, af þeim eru fyrstu 6 fylgiskjal um breytingar er gerðar voru á tillögu stjórnlagaráðs.

Ef við byrjum á miðkaflanum, breytingum lögfræðinefndarinnar á tillögu stjórnlagaráðs. Það sem stingur í augu er hversu rauður hann er, varla til sú grein sem ekki er gerð einhver breyting við. Margar þessara breytinga eru vegna orðalags, verið að gera tilraun til að útrýma því orðskrúði sem einkenndi starf stjórnlagaráðs. Þetta hefur tekist nokkuð vel og skýrt ýmis atriði, þó betur hefði mátt gera, enn eru eftir álitamál sem skýra mátti. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að nokkrar veigamiklar breytingar hafa verið gerðar efnislega á tillögum stjórnlagaráðs og heilu kaflarnir verið endurskrifaðir.

Fyrsti kafli lögfræðiálitsins er þó mun áhugaverðari. "Aðrar ábendingar" er sá hluti skýrslunnar sem er áhugaverðastur. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við störf stjórnlagaráðs og hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Það er efst um að allt eigi heima í stjórnarskrá sem í tillögunni er. Gagnrýnt að enginn rökstuðningur er fyrir nýrri stjórnarskrá. Alvarlegar athugasemdir gerðar við þætti eins og forsetann, mannréttindi, náttúru og stjórnkerfið. Ýmsar fleiri athugasemdir koma fram og ljóst að tillagan fær falleinkun, bæði hvernig staðið var að málinu og einnig niðurstöðu þess.

Það er ljóst að Alþingi á mikið verk fyrir höndum og munu þá þessar athugasemdir lögfræðinefndarinnar vega þungt. Ekki er víst að það stutta þing sem nú starfar dugi til að klára þetta mál.

Eftir lestur þessarar skýrslu verður ekki komist að annari niðurstöðu en að tillaga stjórnlagaráðs, jafnvel eftir leiðréttingu lögfræðinefndarinnar, er ekki frambærileg. Að þessi tillaga muni ekki vera það plagg sem þjóðin vilji telja stjórnarskrá. Um þessa tillögu mun aldrei nást sátt!

 


mbl.is Til greina kemur að afla erlendra álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband