Vill hengja boðberann

Valgerður Bjarnadóttir vill ríkisendurskoðanda frá, vill hengja boðberann.

Það er líklegt að eitthvað gruggugt sé við innleiðingu fjárhags og mannauðskerfi ríkisins, en rétt er þó að bíða með slíka dóma þar til endanleg skýrsla liggur fyrir. En það er deginum skýrara að ríkisendurskoðandi kom ekki að undirbúningi eða framkvæmd þeirrar innleiðingar, hann er einungis að skoða þá framkvæmd og benda á það sem miður fór.

Sá tími sem það hefur tekið ríkisendurskoðun að fara yfir þetta mál er vissulega óeðlilegur, en eins og ríkisendurskoðandi hefur bent á þá hafa verkefnin aukist mikið hjá embættinu samhliða niðurskurði í fjárveitingum til þess. Því er hægt að fyrirgefa þann tíma sem þetta hefur tekið, sér í lagi þar sem þeir sem óskuðu eftir þeirri vinnu, sáu ekki ástæðu til að fylgja henni eftir.

Valgerður segir að þessi dráttur sé ekki aðal málið í þeim trúnaðarbresti sem hún telur vera kominn upp, heldur önnur verkefni. Hvaða verkefni? Er verið að stöðva vinnu ríkisendurskoðunnar á skoðun einhverra verka núverandi stjórnvalda? Er það kannski rót þess upphlaups sem varð hér og leitt var áfram af einum þingmanni með aðstoð fréttastofu RUV?

Það er full ástæða til að skoða þetta nánar, hvort stjórnmálamenn séu þarna að ráðast gegn embættismönnum til að fela einhver eigin verk. Sé svo er málið virkilega alvarlegt og ljóst að einhverjir þingmenn verða að svara til saka, jafnvel ráðherrar einnig.

Mál þetta ber öll merki þess að ríkisendurskoðun hafi komið við aumann blett á valdhöfum landsins. Nýjasta lygasaga Steingríms á Alþingi í dag, þar sem hann fullyrðir að hafa ekki haft neina hugmynd um að einhver óeðlilegur kostnaður hafi verið vegna fjárhags og mannauðskerfis ríkisins stenst enga skoðun. Þó Birgir Ármannsson hafi ekki viljað rengja ráðherra í stól Alþingis, er honum fulljóst að þessar fullyrðingar Steingríms standast ekki. Hann var fjármálaráðherra frá árinu 2009 til síðustu áramóta. Sem slíkur sá hann um öll útgjöld ríkisins, sá um gerð fjárlagafrumvarpa og fleira í þeim dúr. Hafi hann ekki áttað sig á að óeðlilegt fjármagn var að renna til þessa tölvukerfis, er ljóst að þessi maður á ekkert erindi á Alþingi, hvað þá í stól ráðherra. Það er ekki eins og innleiðingu þessa kerfis sé lokið, mikil endurnýjun var gerð árið 2010, með tilheyrandi kostnaði, auk þess sem enn er verið að samhæfa kerfið hinum ýmsu stofnunum ríkisins.

En þó boðberinn verði hengdur, þá breytir það ekki staðreyndum. Sé svo að ekki sé allt með felldu í rekstri þessa kerfis, mun það komast upp og ef ríkisendurskoðun er komin á snoðir um einhver verk núverandi ríkisstjórnar, mun það einnig komast upp. Þá bætist við þá sök að þingmenn hafi staðið að siðlausri og hugsanlega löglausri aðför að embættismanni ríkisins.

 


mbl.is Vill að ríkisendurskoðandi víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað ætti þessi maður að segja af sér.

En það þekkist ekki á Íslandi að taka ábyrgð á mistökum og/eða afglöpum. Bæði hjá einkaaðilum(bönkum) og í opinberu starfi.

Varla við öðru að búast enda hefur hann sagt það sjálfur að hann hefur ekki íhugað afsögn...

Hvar annarstaðar en á Íslandi myndi svona líðast. Þetta er til skammar.

Einar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:32

2 identicon

Er ekki eðlilegt að skipta um boðbera þegar mörg ár tekur að koma boðunum á áfangastað?

Dúddi Begg (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:08

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvort þú ert að tala um Björn Val eða Svein, Einar. Það er þó ljóst að ef Sveinn á að segja af sér hljóta þeir sem eru gerendur þessa verks líka að segja af sér, að ekki sé nú minnst á þá sem stjórna fjármagni ríkisins.

Hvort hengja eigi boðberann fyrir að koma seint með boðin, Dúddi, er vissulega sjónarmið. En þá þarf að liggja fyrir hvers vegna svo langan tíma það tók. Mest er þó um vert að þeir séu hengdir sem af sér brutu, þeir sem hugsanlega fóru illa með fé landsmanna. Til að vita hvort og hverjir það eru, þarf að fá lokaskýrslu um málið.

Það sem kannski flækir þetta mál mest er sú staðreynd að þessu óláns tölvumáli er hvergi nærri lokið, enn er verið að dæla fé landsmanna í verkið, hvort sem það er svo eðlilegt eða ekki.

Gunnar Heiðarsson, 17.10.2012 kl. 09:42

4 identicon

Það er reyndar hárrétt hjá þér Gunnar. Þeir eru fleiri en Sveinn sem þarna eiga hlut að máli.

Einar (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband