RUV

Útvarpsstjóri og fréttastjóri RUV hafa farið mikinn í vefheimum síðustu daga. Ástæða þess er sú gagnrýni á fréttaflutning stofnunarinnar, sem fyrrum samstarfsmaður þeirra lét falla á fundi.

Það er mikið deilt um hlutlægi fréttastofu RUV og sýnist sitt hverjum. Sumir telja að fréttastofan dragi of mikinn taum ríkisstjórnarinnar og þeirri gagnrýni svarar útvarpsstjóri á þann veg að honum berist tölvupóstar þar sem fréttastofan er ýmist sögð draga taum stjórnvalda eða stjórnarandstöðu. Verið getur að hann fái slíka pósta, en umræðan á vefmiðlum er þó nánast öll á einn veg, en látum þetta liggja milli hluta.

Það dylst þó engum hugur fréttastjórans til aðildar Íslands að ESB og hversu litaður fréttaflutningur stofunnar er af þeirri aðdáun. Má nefna þar fjölmörg dæmi, en það nýjasta er sú skoðanakönnun sem Heimssýn lét gera og birt var í gær. Hafi einhver frétt verið flutt af niðurstöðu þeirrar könnunar í fréttum RUV, hefur hún farið framhjá mér. Þó er ég svo illa settur að eina útvarpsstöðin sem ég næ í minni vinnu er rás 2 á RUV og því sú útvarpsstöð sem ég hef fyrir eyrum mér þá tólf tíma sem ég er í vinnu á dag. Þessi þögn fréttastofu RUV um skoðanakönnunina er þrúgandi. Niðurstaðan er skýr, þar kemur fram að enn eykst sá fjöldi landsmanna sem vill ekki ganga í ESB og er það í fullu samræmi við fyrri skoðanakannanir.

Aðildarumsóknin er eitt stæðsta mál íslansdssögunnar og allar fréttir tengdar þeirri vegferð ætti að vera fyrsta frétt á ríkisútvarpinu og fréttaskýringaþættir ættu að vera daglegt brauð um þetta mál.

En það er þó þannig að einungis eru færðar fréttir af því sem er hagstætt þessu ferli og þá engu til sparað. Ef þessi skoðanakönnun Heimssýnar hefði sýnt að andstaða við aðild færi minkandi, er víst að fréttastofan hefði tekið það mál til umfjöllunar og fréttaskýringar væru í hverjum þeim þætti RUV sem því væri við komið. Þá hefðu hinir ýmsu fræðingar verið fengnir í viðtöl, fræðingar sem eiga þó eitt sameiginlegt, aðdáun á ESB. Aðrir fá ekki að koma fram í þessum fjölmiðli allra landsmanna.

Hvort fréttastofa sé hliðhollari stjórnvöldum en stjórnarandstöðu verður hver að dæma fyrir sig, en ljóst er að með þessari hollustu við aðildarumsóknina hefur fréttastjóri og fréttastofan sett sig á bekk innan Samfylkingar. Á því ber útvarpsstjóri ábyrgð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband