Ísland er EKKI miðpunktur heimsins

Þetta er einmitt mergur málsins, Ísland er ekki miðpunktur heimsins. En það skilja stjórnvöld hér greinilega ekki.

Þeir erlendu ferðamenn sem velja Ísland sem áfangastað, verða að leggja fram mikinn aukinn kostnað við það eitt að komast til landsins. Kostnaður, eftir að komið er til landsins þarf því að vera lægri en aðrir staðir bjóða upp á. Þetta er einfaldlega vegna legu landsins á jarðkringlunni og þeirrar einangrunar sem við búum við. Þetta er ekki flókin fræði.

Við höfum búið svo vel að ferðamannaiðnaðurinn hefur sprungið út hér á landi síðustu ár og má þar einkum þakka hagstæðu gengi krónunnar fyrir erlenda ferðamenn. Hver hækkun á þjónustu hér á landi er því hættuleg og leiðir til þess að erlendir ferðamenn hugsa sig um áður en hingað er haldið.

Það efast enginn að okkar fagra náttúra er megin aðdráttarafl erlendra ferðamann hingað til lands, en jafn skýrt er að erlendir ferðamenn horfa í kostnað þegar ferðir eru ákveðnar. Og þó okkar náttúra sé fögur dugir það ekki eitt og sér til. Það verður að vera viðráðanlegt fyrir ferðafólk að koma hingað.

Þegar stjórnvöld taka svo afdrifaríka ákvörðun að hækka hér skatt á gistingu ofaná allar aðrar skattahækkanir og skattálögur sem lagt hefur verið á þessa grein, mun það einungis leiða til fækkunnar ferðafólks til landsins. Það fólk sem hingað hafði hugsað sér að koma, leitar annað.

Stjórnvöld boða nú hækkun skatts á gistirými og afnám afsláttar bílaleigna til kaupa á nýjum bílum. Þetta bætist við lendingagjöld, gistináttaskatt og geigvænlega skattlagningu eldsneytis.

Ef stjórnvöld halda virkilega að allar þessar álögur hafi ekki áhrif á ferðaþjónustuna, eru þau skini skroppnari en við verður unað!

 


mbl.is Ísland ekki miðpunktur heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með ólíkindum hvað sjórnvöldum tekst að skemma það sem gott er. Ég veit varla um heimskulegri ákvörðun en að hrekja ferðamenn í burtu og rústa þessari ágætu tekjulind. Það er á svona tímum sem manni finnst ennþá alltof langt í næstu kosningar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er svona að vera stjórnað af fólki sem lifir í draumaheimi og hugsar með excel.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband