Koma fram undir fölsku flaggi

Félegur hópur fólks kom saman í dag og samnefnari þess er aðdáun á ESB. Þessi hópur, sem virðist vera undir leiðsögn Benedikts Jóhannsonsr og Þorsteins Pálssonar, skilgreinir sig sem fulltrúa úr flestum hópum þjóðfélagsins og eru þáttakendur kenndir við stjórnmálaflokka, aðila atvinnulífsins og jafnvel ráðherra. Enginn þeirra sem hópinn skipa eru þó þar í nafni neins þessara félaga sem þeir kenna sig við, utan þeir sem koma frá Samfylkingu. Aðrir hópar, sem þetta fólk kennir sig við, hafa lýst yfir andstöðu við þetta ferli, eða miklar deilur eru innan þeirra um það. Eitt er á kristaltæru að Gylfi Arnbjörnsson situr þennan hóp í eigin nafni, ekki í nafni launþega eða ASÍ. Þessi hópur kemur fram undir fölsku flaggi!!

Þessi hópur mun ekki breyta neinu varðandi þá stóru undiröldu sem andvíg er inngöngu landsins í ESB. Það ber þó að fagna því að annar leiðtogi hópsins, Benedikt Jóhannsson, sagði í einræðu sem hann fékk að halda í Spegli kvöldsins á RUV (hvar annarstaðar?!), að markmið hópsins væri málefnaleg umræða. Það ber vissulega að fagna því af hálfu þessa manns, sem hingað til hefur farið fram með ósannindi og rangfærslur varðandi aðild Íslands að ESB. Þetta kom vel fram í málflutningi hans í undanfara kosninga um icesave II og III. Þar beytti hann aðferðum sem enginn getur tailð sig geta staðið keykur undir. Síðan hefur hann öðru hvoru komið í fjölmiðla með fullyrðingar sem ekki standast nein rök og því gott ef hann nú sér að sér og ætlar að taka upp málefnalega umræðu um þetta stóra mál, sem stór meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Ekki bar þó einræða hans í Spegli kvöldsins nein merki að um breytingu væri að ræða, en gefum honum smá séns.

Þessi hópur mun ekki hafa áhrif á þjóðina, en það er þó einn maður sem gæti heillast af málflutningi hans, það er frændi Benedikts. Svo illa vill til að sá maður er formaður stæðsta stjórnmálaflokks landsins og hann hefur sýnt það áður að frændinn er duglegur með frystivélina. Honum tókst að djúpfrysta heila formannsins fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi, um icesave III. Þar tók formaðurinn ískalda afstöðu, eftir að frændinn hafði fryst á honum heilann. Þar er vissulega ógnvænleg hugsun ef það tækist aftur, að loknum næstu kosningum.

Það er ljóst að mikil undiralda er innan Samfylkingar um samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir næstu kosningar. Þessi vilji er einnig til staðar hjá einstökum manni innan Sjálfstæðisflokks og eru Þorsteinn Pálsson og Benedikt Jóhannson helstu driffjaðrir þess fámenna en valdamikla hóps innan flokksins. Slíkt samstarf mun tryggja áframhald þeirra viðræðna sem nú standa yfir og enginn veit hvenær muni enda. Slíkt samstarf mun halda við þeim djúpstæða klofning meðal þjóðarinnar, sem hófst sumarið 2009. Slíkt samstarf mun halda við þeirri vanvirðingu sem fólk hefur á Alþingi. Slíkt samstarf mun setja Sjálfstæðisflokkinn við hlið VG, sem mesta svikaflokk þjóðarinnar!

Það er einungis ein leið til að stöðva það ferli sem hefur klofið þjóðina og valdið hér djúpstæðum ágreining milli þings og þjóðar. Sú leið er að sjá til þess að Samfylking muni ekki eiga neinn möguleika á aðkomu ríkisstjórnar, ekki eftir næstu kosningar og helst aldrei!!

Þessi hópur kemur fram undir fölsku flaggi, nefnir sig við hópa og stjórnmálaflokka án þess að hafa til þess umboð. Það er væntanlega gert til að leggja aukinn þunga á sjálfa sig, væntanlega vegna þess að þeir eru svo litlir menn í sjálfu sér. Treysta sér ekki til að koma fram í eigin persónu, heldur fela sig bak við aðra.

Menn sem haga sér þannig eru ekki trúverðugir, en þeim er þó hampað á fréttastofu RUV!!

 


mbl.is Vilja breyta framtíðarsýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að kvarta yfir RÚV. Þú hefur sjálfur eytt dágóðri stund í að skrifa þennan pistil þannig að eitthvað mark hefurðu tekið á þessum hópi ...

Gunnar Halldrórsson (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 20:33

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er hægt að koma undir fölsku flaggi sem einstaklingur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.10.2012 kl. 20:48

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hefðir kannski átt að gefa þér smá tíma í að lesa pistilinn, Gunnar Halldórsson. Þá hefðir þú séð að gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því fláræði sem þessir menn stunda, eins og fyrirsögnin bendir til. Gagnrýnin á fréttastofu RUV er minniháttar og kemur til vegna þess hvernig sú stofnun hampar þeim sem standa að trúboði ESB, sama hvaða aðferð þeir nota.

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2012 kl. 20:51

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Anna, það er ekki hægt að koma fram undir fölsku flaggi sem einstaklingur. En það gera þessir menn hins vegar ekki. Þeir nefna sig við stjórnmálflokka, hagsmunasambönd atvinnulífsins og sumir grípa til gamalla titla sem ráðherrar. Það kallast að koma fram undir fölsku fllaggi.

Ef þú lest frétt RUV um málið, eða hefur hlustað á flutning hennar í útvarpi, sérðu að þetta er meginn málflutningur þeirrar fréttastofu og þó þeir sem svo skrifuðu undir yfirlýsingu til fréttamiðla taki fram að starfsheiti þeirra séu til glöggvunar, breytir það litlu. Fréttaflutningur RUV og viðtal í Speglinum, byggðist allur á að þarna væri kominn saman hópur úr öllum geirum atvinnulífsins og sérstaklega tilgreindur fulltrúi launþega. Sá maður hefur ekkert umboð til að fjalla um þetta mál með þessum hætti og hefur aldrei haft!

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2012 kl. 20:59

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir gott svar Gunnar, þú ymprar líka á  góðri spurningu um hvort nokkur geti titlað sig "fulltrúi launþega", sem einstaklingur. Er það gert?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.10.2012 kl. 21:32

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nokkuð djúp spurning hjá þér Anna. En auðvitað er sá maður sem kosinn er til ábyrgðastarfa fyrir félagasamtök, hver sem þau eru, fulltrúi þeirra samtaka þegar hann notar þann titil sem slíku starfi fylgir. Það má einnig segja að meðan menn bera slíka titla geti þeir ekki komið fram í eigin persónu. Þeir bindast í raun þeirri kvöð að ýta sinni persómulegu skoðun til hliðar og flytja mál þess félags sem þeir eru í forsvari fyrir, meðan þeir það velja.

Þegar Gylfi ARnbjörnsson kemur fram sem forseti ASÍ er hann að koma fram sem fulltrúi launþega, jafnvel þó hann hafi fyrir löngu fyrirgert öllu trausti launþega til sín. Hann er forseti ASÍ og mun verða það þar til honum verður komið frá. Þangað til er hann fulltrúi launþega í hvert sinn sem hann kemur fram og er kynntur sem forseti ASÍ.

ASÍ hefur hins vegar aldrei látið fara fram skoðanakönnun meðal launþega um hvort og þá hvernig sambandið skuli taka þátt í umræðunni um aðild að ESB. Meðan svo er hefur Gylfi enga heimild til að ræða þessi mál undir titli forseta ASÍ og meðan hann er forseti ASÍ á hann erfitt með að koma fram sem eigin persóna. Hann hefur því um tvennt að velja varðandi þetta mál, að hætta að ræða aðildarmálin opinberlega, eða segja sig frá forsetaembætti ASÍ. Þriðju og auðvitað réttustu leiðina vill hann ekki fara, en hún er að sækja sér það umboð sem hann þarf til launþega sjálfra. Það getur hann gert með kosningu um það mál meðal þeirra, en Gylfi óttast slíka kosningu.

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2012 kl. 21:59

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi fundur segir okkur kannski frekar hvað þessir ESB sinnar eru að verða óttaslegnir um ESB umsóknina...

Það er ljóst að meirihluti Þjóðarinar er ekki á leiðinni í ESB svo hvers vegna ætti að halda einhverri umsókn áfram ef ljóst er að það er ekki það sem verður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.10.2012 kl. 00:02

8 Smámynd: Elle_

Gunnar, nei ég vil ekki gefa Benedikt Jóhannessyni, manni sem hefur komið fram með óheilindum og ósannindum, neinn sjens.  Og ekki frekar Gylfa Arinbjörnssyni og Þorsteini Pálssyni, mönnum sem allir koma og hafa komið fram undir fölsku flaggi, eins og þú sagðir.  Það er vægt sagt ekkert að marka þessa menn.

Elle_, 3.10.2012 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband