Þorgerður Katrín vill ekki te

Þær koma nú hver af annarri, kratastelpurnar í Sjálfstæðisflokknum og vilja fylla sæti Ólafar Nordal.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir reið á vaðið og sagði sína skoðun á málinu og nú hafnar Þorgerður Katrín teboði, í Fréttablaðinu.

Reyndar talar Þorgerður þar um einstaklinga innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem vilji stofna hér teboðshreyfingu. Þar er hún væntanlega að vísa til hinnar Amerísku teboðshreyfingu, The Boston Tea Party. Það getur í raun hver verið stoltur að vera kenndur við slíka hreyfingu og reyndar illskiljanlegt að Þorgerður átti sig ekki á því.

The Boston Tea Party er kennd við atburð sem skeði í Boston þann 16. des, 1773. Þá mótælti hópur manna skattaálögum sem Bretar ætluðu að leggja á nýlendur sínar, m.a. í Norður Ameríku. Varpað var skipsförmum af te í sjóinn í höfninni í Boston og kom nafnið til af því. Þarna var verið að mótmæla yfirráðum Breta og varð þetta talinn einn af meiriháttar atburðum þess að Bandaríki Norður Ameríku voru stofnuð, talinn vendipunktur í sjálfstæðisbaáttu þeirra. Tæplega tveim árum eftir þennan atburð hófst frelsisstríð Bandaríkjanna og ári síðar, eða tæpum þrem árum eftir atburðina í Boston, var lýst yfir sjálfstæði Bandaríkjanna.

Þessi atburður er því minnismerki um sjálfstæðisbaráttu þjóðar, baráttu gegn yfirráðum frá öðru landi. Það getur því hver verið stoltur sem kenndur er við slíka baráttu!

Þessa sögu þekkja flestir, a.m.k. efnislega. Sjálfstæðisflokkur er sá flokkur landsins sem lengst er til hægri og ótrúlegt að þeir sem honum fylgja skuli ekki þekkja þessa sögu um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna.

Það getur því verið rétt mat hjá Þorgerði Katrínu, að einstaklingar innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu að mynda einskonar teboðshreyfingu. Reyndar eru þeir einstaklingar fleiri en hún heldur, það kemur best í ljós af samþykktum þessara flokka, en þeir hafa báðir samþykkt með miklum meirihluta að ekki sé raunhæft að halda áfram aðildaviðræðum við ESB.

Hitt er svo annað mál hvort þetta sé neikvætt eða jákvætt. Einungis innan við 30% landsmanna vill aðild að ESB og þeim hóp þykir þessi þróun auðvitað skelfileg. Þar má nefna þær báðar Þorgerði og Ragnheiði.

Öðrum landsmönnum þykir sennilega spennandi að sjá hvort næst að mynda einhverskonar teboðshreyfingu á Íslandi, sjá hvort við íslendingar séum jafn ákafir í að halda sjálfstæði okkar og þeir sem börðust fyrir sjálfstæði Bandaríkjanna.

 

Hitt gæti svo verið, að Þorgerður Katrín sé að vísa til öfgahóps innan Rebúblíkanafloksins sem tók sér þetta nafn um skeið. Sé svo er hún vissulega á gangi í myrkri. Sú hreyfing, sem reyndar átti ekkert skylt við hina einu sönnu teboðhreyfingu, var þröngur hópur öfgafólks. Sá hópur er varla til lengur, þó einstaklingar eins og Sarah Pallin vilji enn kenna sig við hana.

Baráttumál þessa öfgahóps voru einkum á sviðum sem ekki þekkjast hér, eins og skotvopnaeign, gegn samkynhneigð og annað í þeim dúr, sem er langt utan huga okkar Íslendinga. Þessi hópur öfgafólks varð sér að athlægi, bæði innan og utan Bandríkjanna. Eitt markaði þó þennan hóp. Hann vildi að meirihlutinn beygði sig undir vilja minnihluta og kannski á Þorgerður þar vel heima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðan pistil.  Já sennilega er þessi fyrrverandi menntamálaráðherra ekki vel inn í sögunni.  Enda von að hún krefðist endurmenntunnar manna sem vöruðu íslendinga við hruninu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2012 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband