Ögmundur hlýtur að láta á þetta reyna

Það er tvennt sem helst ber við þessa frétt. Annað að innanríkisráðherra telur lög ekki nægjanlega skýr og hitt að hann telur stjórnsýsluna hafa vísvitandi gengið á svig við lögin. Þegar aumur bloggari heldur fram slíkum fullyrðingum er það í sjálfu sér ekki stór tíðindi, en þegar þær koma frá ráðherra eru þau mun alvarlegri.

Innanríkisráðherra hlýtur því að láta reyna á þetta fyrir dómi, láta reyna á hvort lögn séu svo óskýr að dómstólar geti komist framhjá þeim. Sé svo, hlýtur ráðherrann að beita sér fyrir því að lögin verði endurskoðuð og gerð skýrari, þannig að boðskapur þeirra sé ótvíræður. Með því er framtíðinni sýndur sómi. Geri ráðherrann ekkert, láti málið liggja, er hann í raun að samþykja að lögin sem hann telur vera óskýr, seinni tíma vandamál. Hann er þá í raun að segja að hann þori ekki að taka á málinu.

Hin ummælin eru þó alvarlegri. Að halda því fram að stjórnsýslan hafi farið vísvitandi framhjá lögum landsins, er alvarleg ásökun. Henni verður ekki svarað nema fyrir Landsdóm og því hlýtur Ögmundur að krefjast þess að allir þeir sem að þessari ákvörðun stóðu, skuli vera dregnir fyrir þann dóm. Þar léku aðalhlutverk þáverandi fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Ögmundur hlýtur nú að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að þessir ráðherrar verði dregnir fyrir Landsdóm, það hlýtur að verða hans fyrsta verk á komandi þingi.

Geri hann það ekki eru orð hans ómerk og einungis til þess ætluð að kasta ryki í augu kjósenda, í undanfara kosninga. Merkingarlaust og óheiðarlegt kosningaplott!

 


mbl.is Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband