Þá hefur VG ritað sína eigin grafskrift

Það moð sem kom út úr flokkráðsfundi VG er með ólíkindum. Það eina sem fékkst rætt var sjálfshól formannsins, annað var látið liggja kjurt.

Undanfarið hefur flokkurinn logað í deilum, einkum um áframhald viðræðna um aðild að ESB. Þegar formaðurinn kom úr fíi frá Frakklandi sló hann hressilega á putta þeirra sem vilja ræða málin, með þeim orðum að flokksmenn ættu ekki að ræða þessi mál opinberlega. Það gæti skapað blóðbragð í munni Sjálfstæðismanna.

Því hefði verið rökrétt að ræða þessi mál á flokkráðsfundinum, þar sem næstum allir kjósendur flokksins voru saman komnir. Það var þó ekki gert, heldur var ályktað að rétt væri að ræða þessi mál. Hvenær? Eftir næstu kosningar? Hvers vegna í ósköpunum voru þau þá ekki rædd á fundinum og fengin niðurstaða?!

Þá hefur óvarfærið orðalag varaformanns flokksins farið fyrir brjóstið á mörgum félaganum í VG.

Því er ljóst að það litla fylgi sem flokkurinn hefur mun minnka enn frekar, spurning hvort einhverjir flokkráðsfélagar gangi úr þeim hópi.

Með þessari þöggunarstefnu formanns flokksins um það málefni sem helst brennur á kjósendum flokksins, hefur VG ritað sína eigin grafskrift. Það er nefnilega svo að hugsandi fólk áttar sig á því að fullyrðingar formannsins um eigið ágæti og getu, standast ekki skoðun og jafnvel þó svo væri, þá skiptir engu máli hversu vel tekst til í stjórn landsins, það mun allt hrynja ef gengið er í ESB. Því er aðildarumsóknin stæðsta mál íslenskrar pólitíkur í dag.

Þar hafa þingmenn VG skrifað sig út í horn og munu hljóta sína refsingu í næstu kosningum.

 


mbl.is Áfram samstarf vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband