Jóhanna hæðir samherja sína

Það er spurning hvar í veröldinni Jóhanna er stödd, a.m.k. er ekki að sjá að hún sé stödd á Íslandi.

Það er spurning hvort þetta sé grín hjá henni, að hún sé að hæðast að landsmönnum og auðvitað taka kratar þessu gríni sem alvöru. Jóhanna leikur sér að þessu aumingja fólki sem tilbiður hana, veit sem er að hennar síðasta ár á Alþingi er hafið fyrir nokkru og ætlar greinlega að enda sinn feril með stæl. Enda sinn feril með því að gera grín að þeim sem henni hafa fylgt gegnum pólitískt líf hennar! Gera lítið úr samherjum sínum.

Það er með öllu útilokað að taka þessa ræðu hennar alvarlega, svo langt frá sannleikanum sem hún er, ekki í einstökum málum, heldur í heild sinni. Það er ömurlegt að verða vitni að svona framkomu hennar við sitt fylgilið, enn ömurlegra er þó sjá þetta aumingja fólk bugta sig beygja fyrir henni, þrátt fyrir að hún hæðist að því!

Fláræði og frekja hefur einkennt störf Jóhönnu, einkum hin síðari ár. Að hún skuli nú láta sína nánustu í pólitík verða fyrir þessari iðju sinni, er hins vegar frekar ósmekklegt!

Það er hætt við að flokksfólki Samfylkingar bregði þegar það vaknar af dásvefni sínum, einhverntímann seinnipart næstu viku. Þegar það áttar sig á að Jóhanna hefur haft það af fíflum. En þá mun vera of seint að gera nokkuð, fundurinn fyrir löngu búinn og engin leið að komast að Jóhönnu, einungis Hrannar til svara!!

 


mbl.is Vörn velferðar stærsti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdu því ekki að hún er að fást við afleiðingar af verkum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Flokkarnir sem gerðu Ísland gjaldþrota.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Greinilegt er að minnið er að bregðast bloggaranum hérna. Reyndar sé ég engin rök þannig að maður tekur pistilinn sem geðvonskunöldur sjálfstæðismanns

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2012 kl. 13:05

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar Heiðarsson þú ert ekki einn að velta þessu fyrir þér, í það minnsta á hún að segja rétt og satt frá og það er hún Jóhanna ekki að gera, hún er ekki að segja frá því hvernig henni og hennar fólki tókst að ljúga sig til valda með þeim orðum að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna átti að slá skjaldborg um, það átti ekki að verða Þjóðarinnar að borga Icesave og svo og svo...

Hún Jóhanna getur hrósað sér af því að hafa komið sem flestum Íslendingum á kaldan klaka með niðurskurði sínum og með því að fórna heimilum og fyrirtækjum þeirra sem trúðu og treystu orðum hennar...

Sveinn það varð fjármálahrun á heimsvísu og ekki voru Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsókn þar á ferð, þetta er orðin þreytt rulla frá ykkur og það sem verra varð hér hjá okkur Íslendingum að við urðum fyrir því að skúrkar þeir sem þóttust hafa svo mikið vit að bönkum gátu þeir stjórnað og átt voru ekki meira viti gæddir en það að' rán frömdu þeir á fyrirtækjum sínum jafnvel vitandi það að við skattgreiðendur borguðu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2012 kl. 13:55

4 Smámynd: Sólbjörg

Það varð bankahrun og allir vita að bankarnir hafa afgerandi ítök varðandi stjórnmála ákvarðanir. Því til sönnunar er að þegar núverandi ríkistjórn tók við voru helstu bankamenn úr Landsbankanum ráðnir sem aðstoðarmenn ráðherranna. Hrunið hafið ekkert með Sjálfstæðiflokkinn eða Framsókn að gera nema þá það að þeirra ráðherrar stóðu fyrir því að "selja" eða gefa vitleysingum bankanna.

Ríkistjórnin sem var við völd 2008 þegar bankarnir hrundu var Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Annað sem verður að muna að reglugerðir EES samningsins opnuðu leið til framkvæmda sem leiddu til hrunsins. Bankarnir voru hreinsaðir að innan og þingmenn keyptir til fylgispektar úr báðum flokkum - það sama er að gerastmeð núverandi ríkisstjórn engin breyting nema til hins verra.

Sólbjörg, 25.8.2012 kl. 14:08

5 identicon

En Ingibjörg? Skýrsla rannsóknarnefndar og alþjóðlegir aðilar segja að vandinn hafi að langmestu leiti hafa verið heimatilbúinn? Var ekki regluverkið eða eins lítil ríkisafskipti og möguleg voru gerð af Sjálfstæðisflokknum fyrir frelsi einstklingsins? Er ekki algjört afskiptaleysi ríkisins forsenda fyrir því að einstaklingurinn fái að njóta sín?

Sveinn (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:08

6 identicon

Opinber verðlagsnefnd fjármagns (Seðlabanki Íslands), margföldun reglugerða, stækkun fjármálaeftirlitsins, stærsta ríkisframkvæmd íslandssögunnar (Kárahnjúkar), ríkið stækkaði hvað varðar raunútgjöld, hluta af landsframleiðslu, fjölda starfsmanna og hlutfall vinnuafls af heildarvinnuafli og..... hér var frjálshyggja ríkjandi?

 Hver er frjálshyggjan í því að þvinga saklausa skattgreiðendur sem einskis eiga sér ills von til að tryggja innistæður einhverra baróna? Hver er frjálshyggjan í því að peningamagni í umferð og verði þeirra peninga sé stjórnað af ríkinu? Hver er frjálshyggjan í því að bönkum sé ekki leyft að gera mistök og fara í þrot heldur fylgja styrkri handleiðslu fjármálaeftirlits og er svo bjargað með skammtíma veðlánum frá SÍ?

Það er misskilningur að Ísland hafi verið eitthvað sérstaklega frjálst fyrir hrun. 

Blahh (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:15

7 Smámynd: Sólbjörg

Í ljósi þess stjórnmálavalds sem peningastofnanir hafa eins og líklegt er um erlendu kröfuhafanna sem eiga nýju bankanna - hversu líklegt er að þeir séu með kröfu um inngöngu Íslands í ESB sem hugsanlega myndi leysa þá undan gjaldeyrishöftunum og aukna möguleika á tilfærslu fjár. Getur einhver svarað því málefnalega?

Sólbjörg, 25.8.2012 kl. 14:30

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sveinn, þessi endalausa þvæla um að allt sé öðrum að kenna er orðin þreitt. Vissulega varð hér hrun, það voru glæpamenn sem að því stóðu. Hugsanlega voru stjórnvöld of værukær í undanfara hrunsins en gleymum ekki að SF var í ríksstjórn síðustu mánuðina fyrir hrunið og að núverandi forsætisráðherra gengdi þar mikilsverðu hlutverki. Það er staðreynd sem ekki verður flúin! Svo skulum við ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að þeir flokkar sem nú stjórna landinu buð sig fram til þess verks. Það var vissulega vitað um hrunið þegar þeir tóku við og þeirra verk var að vinna úr þeirri skelfingu. Það gerðu þeir ekki, heldur hefur hvert málið verið tekið upp sem er einungis er til þess fallið að sundra þjóðinni, á þeim tímum er mest var um vert er að sameina hana. Þessi afsökun, að hér hafi orðið hrun, er ekki marktæk, þeir sem hana bera fyrir sig áttu þá aldrei að bjóða sig fram til lausnar þess vanda sem hrunið skapaði!!

Jón Ingi, mér er nokk sama hvað þú heldur um mig. Auðvitað vantar rök í færslu mína, það er ekki hægt að rökræða gegn rökleysu! Og n.b. ég er ekki í sjálfstæðisflokknum, hef aldrei verið og mun sennilega aldrei verða. Þó verður að segjast eins og er að Jóhönnu og Steingrím hefur tekist að koma mínum pólitísku hugsunum lengra til hægri en ég hefði nokkurntíma dottið í hug að ég kæmist.

Ingibjörg Guðrún, það er rétt sem þú segir, fjármálaöflin hafa náð góðum tökum á stjórnvöldum og stýra þeim listilega sér í hag.

Sveinn, það er margt sem kemur fram í hrunskýrslunni. Eitt af því er að regluverkið hefði mátt vera betra. En hvað hafa núverandi stjórnvöld gert til bóta í því? Enn hefur ekkert verið gert til bóta, ekki verið skilið milli fjárfestinga og útlánastarfsemi bankanna, sem þó er talin ein hellsta sök þess hvernig fór. Um allan heim er þó verið að vinna að þessu. Þú skilur heldur ekki orðið frelsi. Það orð felur í sér frelsi einstaklingsins, en frelsi getur aldrei orðið algert. Það skapar einungis kaos. En það er þó langur vegur frá þeirri forsjárhyggju sem stjórnvöld eru að leggja á landsmenn til þess frelsis sem talið er eðlilegt í hinum vestræna heimi.

Blahh, ég átta mig ekki alveg á þinni færslu. Sennilega ertu að segja að hér hafi verið farið offari árin fyrir hrun. Það er enginn nýr sannleikur, en núverandi stjórnarflokkar vissu það einnig þegar þeir tóku við. Það má vissulega segja að þeir hafi gert eitthvað gegn því, reyndar svo hressilega að hér hefur allt verið í stoppi. Engar framkvæmdir sem afla þjóðinni gjaldeyristekna og yfirleitt ekkert nema bólgnun ríkisgeirans. Það sorglega við þá bólgnun er að á sama tíma og ríkisbáknið bólgnar, er dregið saman í þeim hluta þess er snýr að velferðakerfinu. Læknum, sjúkraliði og kennurum fækkar þegar blýantsnögurum fjölgar!! Ef ekki hefði komið til hátt verð á álafurðum, lengstann þann tíma sem liðinn er frá hruni, ef ekki hefði komið til sú aukning ferðafólks til landsins og ef ekki hefði komið til aukning í fiskveiðum, einkum þó sú staðreynd að makríll er kominn hér upp í landsteina, er ekki víst að Jóhanna hefði mikið til að hæla sér af. Ekkert af þessu er þó tilkomið vegna gerða stjórnvalda, þvrt á móti hafa þau með markvissum hætti vegið að öllum þessum greinum, sem hafa haldið lífi í þjóðinni frá hruni!!

Sólbjörg, það er sorglegt til þess að vita að stjórnvöld landsins skuli standa vörð erlendra vogunarsjóða, gegn eigin þjóð. Hvort þessir vogunarsjóðir hafi náð að koma sér svo inn í hausa þeirra skötuhjúa Jóhönnu og Steingríms og hóti þeim öllu illu ef ekki verði gengið í ESB, skal ósagt látið. A.m.k. er stórundarlegt hversu harður aðildarsinni formaður, þess eina stjórnmálaflokks sem hafði skýra stefnu gegn aðild fyrir síðustu kosningar, er orðinn.

Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 17:30

9 Smámynd: Sólbjörg

Því miður er líklegt að stjórnvöld gangi erinda erlendu vogunarsjóðanna.

Vert að kanna hvort við aðild að ESB yrðum við tilneydd samkvæmt reglugerðum ESB að aflétta gjaldeyrishöftunum. Ef svo er þá mun fjármagnið streyma úr landinu með tilheyrandi afleiðingum.

Sólbjörg, 25.8.2012 kl. 18:24

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljóst að gjaldeyrishöftum verður að aflétta svo innganga geti átt sér stað, en Árni Páll hefur lausn á því. Hann ætlar bara að taka lán hjá seðlabanka Evrópu upp á 1.000 milljarða!! Þá er málið leyst, eða þannig!

Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 18:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi nú bara burt með þetta lið og það sem allra allra fyrst.  Við erum með algjörlega veruleikafyrrtan forsætisráðherra sem þar að auki er svo mikil frekjudós að það skagar alveg upp í Davíð nokkurn Oddson, við erum með múltimálaráðherra sem er svo mikill lygari að mínu mati að leitun sé að öðrum eins og kjaftar sig út úr öllum sannleika og svo höfum við dansmeyjar þeirra beggja sem dansa eftir þeirra pípum út og suður.  Þarna er aldrei hugsað um þjóðarhag heldur fyrst og fremst um að halda völdum með öllum tiltækum ráðum, svo er bara spurning um hvort almenningur sé ekki búin að fá nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband