Þegar stjórnvöld ráða ekki við verkefni sitt, fara þau frá

Getuleysi og aumingjaskapur stjórnvalda er algjör, kannski sem betur fer. Landið væri verr statt ef dugur væri í stjórnarliðinu, ef þessi ríkisstjórn afturhaldsins hefði haft dug til að herða krumlu sína enn frekar um kverkar þjóðarinnar!!

Hótanir og frekjuskapur formanna stjórnarflokkanna hefur komið nokkrum umdeildum málum gegnum þingið. Nú síðast tilgangslítilli breytingu á stjórnarráðinu, sem engu mun skila nema stór auknum kostnaði fyrir ríkissjóð, sem rekinn er á lánsfé. Þar að auki gekk afgreiðsla þess máls í berhögg við stjórnarskrá, að mati forsætisráðherra, en það aftraði henni þó ekki frá því að keyra það mál í gegn.

Nú liggja fyrir Alþingi stór og umdeild mál. Hvort fara eigi í ólöglega og tilgangslausa kosningu um sérvaldar greinarparta úr tillögum hins ólöglega stjórnlagaráðs, breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og rammaáætlun um virkjanakosti, auk smærri mála. Engin samstaða virðist innan sjórnaliðsins um þessi mál, eða yfirleitt nokkurn skapaðann hlut.

Ríkisstjórnin telur sig hafa tryggt sér meirihluta á Alþingi fyrir stjórnarskrármálinu, en eitthvað vefst þó sá stuðningur fyrir stjórnvöldum.

Hver höndin er upp á móti annarri innan stjórnarliðsins varðandi frumvarp um stjórn fiskveiða. Jafnvel þó allir álitsgjafar hafi gefið þessu frumvarpi stjórnvalda falleinkun, eru margir stjórnarliðar á því að ekki sé nógu langt gengið! Það er engin sátt um þetta frumvarp, ekki innan stjórnarliðsins og alls ekki meðal þjóðarinnar. Það liggur himinn og haf milli stjórnvalda og þjóðarinnar.

Rammaáætlun um virkjanakosti er enn eitt vandamál ríkisstjórnarinnar. Eftir samráð við hagsmunaaðila, var komist að niðurstöðu um rammaáætlun. Auðvitað voru ekki allir sáttir, en þó var farið bil beggja. Þegar ráðherra fær svo þessar tillögur í sínar hendur, var hennar fyrsta verk að skella þeim í pappírstætara ráðuneytisins. Þær voru ekki að hennar skapi, fullnægðu ekki "pólitískri rétsýni" hennar. Hún kom svo fram með nýtt plagg sem hún kallaði rammaáætlun. Þar átti sko að sýna að "réttsýnin" væri hin eina rétta. Ekki tókst henni betur til en svo að hún hefur nú alla aðila á móti sér, meira að segja hennar vinir í öfgasamtökum svokallaðra verndunarsinna, eru komnir í hár saman við ráðherra! Engin von er til að sátt náist meðal stjórnarsinna um framgang þessarar tillögu ráðherra.

Aðlögunarferli okkar að ESB er komið í öngstræti og sífellt fleiri stjórnarliðar farnir að sýna efasemdir, bæði gangvart aðferðafræðinni sem stunduð er í þessu máli og einnig hvort verið gæti að grasið sé ekki eins grænt í Brussel sem sumir halda fram.

Helgi Hjörvar leggur til að þjóðin fái að kjósa um þessi málefni, að stjórnin opinberi getuleysi sitt með þeim hætti. Vissulega er þetta göfug hugmynd og ætti fyllilega rétt á sér, ef um eitt þessara mála væri að ræða. En þegar um er að ræða öll stór málefni stjórnarinnar er mun nær að kjósa bara til Alþingis. Þá geta frambjóðendur útlistað fyrir kjósendum hvert þeir vilja fara í hverju þessara mála og þjóðin velur svo þá sem hún telur vera á réttri leið og þá sem hún treystir.

Ríkisstjórn sem ekki kemur eigin málum gegnum Alþingi er ekki starfhæf. Þó leitað sé eftir stuðningi einstakra stjórnarandstæðinga, er það ekki rétta leiðin í lýðræðisþjóðfélagi. Það kallar á hrosskaup, þá er verið að afbaka lýðræðið.

Það á að slíta þingi og boða til kosninga. Þá getur þjóðin fengið að segja sitt orð um þau mál sem brenna svo mjög á Helga Hjörvar!

Það væri svo aftur spurning hvort samhliða kosninga til alþingis, væri kosið um hvert skuli stefna í tengingu okkar við ESB. Það mál er svo stórt og mun skipta þjóðina svo miklu máli að hugsanlga ætti að kjósa um það samhliða Alþingiskosningum. Þá væri hægt að taka það mál út úr kosningabaráttunni, þar sem nýtt Alþingi yrði skuldbundið þeirri niðurstöðu og því ekki ástæða fyrir frambjóðendur að rífast um það í undanfara Alþingiskosninga.

Ríkisstjórnin er komin á enda þess öngstrætis sem hún ákvað að ganga. Það er einungis ein leið út úr því. Að slíta strax Alþingi og boða til kosninga. Aðrir möguleikar eru ekki fyrir hendi!!

 


mbl.is Þjóðin taki af skarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mikið er það nú falskt af Helga Hjörvar og aðra úr hans lýðræðishatandi flokki að tala um lýðræði nú, Gunnar.  Hvar var hans lýðræði við Brusselumsóknina?  Hvar var hans lýðræði í ICESAVE??  Enginn í hans flokki vildi heyra hvað þjóðin vildi.  Öll vildu þau kúgun.  Heyr á endemi, Helgi Hjörvar.

Elle_, 16.5.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband