Fjölmiðlafólk

Það er magnað hvað Íslendingar eru ginnkeyptir fyrir fólki sem þekkt er í fjölmiðlum. Fólk sem hefur oft á tíðum það eitt með sér að skila sinni vinnu í fjölmiðli vel af sér.

Nú þekki ég Þóru Arnórsdóttur ekki neitt, nema auðvitað sem fjölmiðlamanneskju og þar hefur hún vissulega komið vel fyrir. En það segir þó ekkert um persónuna Þóru, einungis að hún kemur vel fyrir í sjónvarpi og flytur þann boðskap sem henni er gert, með ágætum.

En Þóra er ekki fyrsta manneskjan sem kemur úr fjölmiðlum og sækist eftir kjöri landsmanna í valdastöður. Margt þekkt fjölmiðlafólk hefur valið þessa leið til frama, sumir staðið sig þokkalega en flestir frekar illa. Nú sitja á þingi nokkrir svona undanvillingar, sem eiga fortíð sína í fjölmiðlum. Ekki verður annað sagt en það hafi allt valdið miklum vonbrigðum og hefði verið betra fyrir það að halda sig við fjölmiðlastarfið. Það þarf fleira en að vera þekktur til að taka þátt í stjórnmálum!

En það hafa þó í gegnum tíðina komið fram einstaklingar úr fjölmiðlageiranum sem stóðu sig þokkalega á stjórnmálasviðinu, en það eru þó undartekningar. Flestir eiga erfitt með að fóta sig á þessu sviði.

Það sem þó vekur athygli þegar þessi mál eru skoðuð, er að flestir þeirra sem fara úr fjölmiðlastarfi í stjórnmál, fara á sama stað, í sama flokk. Stundum á þetta fólk rætur í þennan flokk en ekki þó alltaf. Það er eins og kratahugsjónin heilli fjölmiðlafólk, svona yfirleitt.

Þóra á vissulega rætur að rekja til kratana. Hún er bundin þeim nánum fjölskylduböndum og hefur verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingar.

Hver hugsjón hennar er í dag veit enginn. Hún hefur verið frekar þögul um sína stefnu og hvert hún stefnir sem forseti og virðist ætla að treysta á það eitt að hún er þekkt úr fjölmiðlum. Fara að ráði þeirra flokksystyna sinna sem hafa komist á þing af þeirri ástæðu einni saman. En það dugir henni ekki, hún verður að sýna hvað í henni býr og hvað hún ætlar að standa fyrir.

Það dylst engum að Þóra hefur Samfylkinguna að baki sér, að henni er skákað fram gegn sitjandi forseta. Það er sama hvað formaður þess flokks segir, þetta vita allir og Þóra ætti ekki að vera neitt að fela það. Það gerir kjósendur einungis tortryggna.

Í ljósi þessara tengsla mun hún ekki fá mitt atkvæði, þó ég sé í raun ekki enn búinn að negla hvern ég mun kjósa. Sitjandi forseti hefur staðið sig með ágætum en það eru fleiri frambærilegir frambjóðendur.

Það er varla að maður trúi því að Íslendingar séu svo einfaldir að kjósa andlit, í stað þess sem að baki því andliti býr. Að fólk sé tilbúið að láta sitt atkvæði til manneskju sem ekkert hefur sýnt í að hún sé þess verð að vera forseti. Það er ótrúlegt að fjölmiðlafólk skuli eiga svo auðvelt uppgangs meðal kjósenda.

Eðli málsins samkvæmt er fjölmiðlafólk eins lokað fyrir almenning og hugsast getur, eða ætti að vera það ef það vinnur sína vinnu samviskulega. Þá flytur það þær fréttir og þann boðskap sem því er ætlað, hvort sem því líkar betur eða verr. Um leið og fjölmiðlafólk kemur fram með eigin hugsanir, sýnir sitt rétta andlit, er það farið að brjóta reglur um hlutlægi í þeim boðskap sem það á að flytja hverju sinni. Því ætti fjölmiðlafólk að vera síðasti kostur kjósenda.

 


mbl.is Þóra með mestan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband