Hjólreiðafólk virði umferðalög og sýni tillitssemi

Átakið "hjáolað í vinnuna" er þarft og gott framtak. Öll rök mæla með þessu átaki og ekki með nokkru móti hægt að finna nein gegn því.

Ökumenn bifreiða eru hvattir til að sýna tillitssem gagnvart hjólreiðafólki og allt gott um það að segja, enda þyrpast nú þúsundir út á götur og vegi landsins á reiðhjólum.

Fyrsta dag átaksins urðu a.m.k. tvö bifreiðaóhöpp sem má rekja beint til hjólreiðafólks. Ekki urðu þó slys á fólki í þessum óhöppum, sem betur fer.

En þetta segir að hjólreiðafólk þarf einnig að sýna tilitssem og fylgja umferðalögum. Nú er það svo að hjólreiðar eru heimilaðar bæði á akbrautum og göngustígum. Þeir sem ferðast á reiðhjóli eru því í einhverskonar forréttindahóp og ber því að sýna enn frekari tillitssemi og ber því að vera mun betur vakandu um hvar þeir eru og hvaða umferðalög gilda á hverju svæði.

Sjálfur ek ég í vinnuna, enda um nokkuð langan vega að fara. Á þessari leið, sem að mestu er á þjóðvegum landsins, er fólk sem tekur þátt í þessu þarfa verkefni, fólk sem hefur kjark, þor og áræðni til að fara út á þjóðvegi landsins á reiðhjóli, eitthvað sem mig sannarlega skortir!

Þegar hjólað er um þjóðvegi ber að sýna sérstaka aðgát og vera sýnilegur. Það reiðhjólafólk sem ég sé á minni leið er vissulega með sýnileikann í lagi, það er í skærum vestum svo vel sjáist til þess úr fjarlægð. Það er meðvitað um þá ættu sem það er í.

En þjóðvegir landsins eru í flestum tilfellum einungis tvíbreiðir, ein akrein í hvora átt. Hraðinn um þá er um 90 km/klst., meðan reiðhjólafólk fer mun hægar, kannski 30 km/klst. við bestu aðstæður, oftast þó hægar, sérstaklega ef eitthvað er að veðri. 

Því er mikilvægt að þetta fólk hjóli ekki hlið við hlið út á vegunum. Þetta skapar mikla hættu, bæði fyrir það og aðra umferð. Ég hef orðið vitni að því að við hefi legið stór slysi við þessar aðstæður, þar sem bíll kom á fullri ferð aftanað tveim hjólreiðamönnum, sem hjóluðu hlið við hlið. Á mót kom annar bíll þannig að útiloka var fyrir þá að mætast. Sá sem kom aftanað hjólreiðafólkinu náði að nauðhemla áður en slys  hlaust af, en það munaði ekki miklu!  Illa hefði farið ef annar bíll hefði verið þar á eftir!!

Ekki hvarflaði að þessum hjólreiðamönnum að færa sig í einfalda röð, þó þeir hafi lennt þarna í lífshættu. Þeir héldu áfram eins og ekkert hafi í skorist og hjóluðu samhlið, annar nærri miðlínu þjóðvegarins!!

Í lögum um hjólreiðar segir í grein 39: "Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn ekki hjóla samhliða..."

Skýrara getur þetta varla verið, en það eru þó ekki brot á umferðalögum sem mestu máli skipta, þó vissulega allir eigi að fara eftir þeim. Það er sú hætta sem fólk setur sig í með þessu háttarlagi sem vegur þyngra!

Ég hvet allt hjólreiðafólk að huga að þessu. Það er engin ástæða til að auka á þá hættu sem fylgir hjólreiðum á þjóðvegum landsins, sú hætta er næg þó fari sé að lögum!!

 

 


mbl.is 50 km hjólatúr í vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Það stingur mig mest við þessa frásögn að ökumaður hafi ætlað að fara framúr hjólreiðamanni á 90km hraða á sama tíma og hann mætir bíl. Slíkt á ekki að eiga sér stað.

Baldur Örn Óskarsson, 11.5.2012 kl. 13:01

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort ökumaðurinn hafi verið á 90 km hraða veit ég auðvitað ekki, þar sem ég var á eftir þeim bíl sem kom á móti. Aðstæður þarna eru hins vegar með þeim hætti að sennilegt er að ökumaðurinn sem kom aftanað reiðhjólamönnunum hafi ekki áttað sig á að þeir væru þarna.

Að minnsta kosti þurfti hann að nauðhemla og ekki munaði miklu að illa færi. Það er alveg á kristaltæru að ef annar bíll hefði verið þar á eftir, hefði orðið skelfilegt slys.

Aðalmálið er þó að allir sýni varkárni og að reiðhjólafólk fari að lögum og hjóli ekki hlið við hlið á jóðvegum landsins. Þetta kunna þeir ferðamenn sem hingað koma með reiðhjól sín og ferðast á þeim um landið. Svona háttarlag stunda þeir ekki.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Það hreinlega skiptir engu máli hvort hjólreiðamenn eru hlið við hlið eða hvor á eftir öðrum, sá sem ætlar framúr þarf ALLTAF að fara yfir á hina akreinina og það er nokkuð augljóst að það gerir hann ekki á meðan bílar eru að koma á móti hvort sem hann er á 100 eða 50.

Ég get því miður ekki betur séð en þú sért að kenna hjólreiðamönnunum um gáleysi ökumannsins sem kom aftan að þeim því ökumenn eiga ekki að keyra hraðar en svo að þeir geti auðveldlega stöðað á þeirri vegalengd sem þeir sjá fram á veginn. Þó að þeir hefðu verið hvor á eftir öðrum hefði hann samt þurft að nauðhemla, ekki satt. Og eins og þú segir ef það hefði verið annar á eftir honum hefði hann einnig átt að hafa það gott bil í bílinn fyrir framan að hann næði að stöðva á þeirri vegalengd án vandræða. Ef menn eru vakandi fyrir því sem er að gerast í kringum þá, skapast ekki svona aðstæður.

Hjólreiðamaður á þjóðvegi þarf ca 3 metra fyrir sig og því hlýtur að vera alveg augljóst að ekki undir neinum kringumstæðum ætti öumaður að reyna framúrakstur á akrein sem er 3,5 metrar á meðan bíll kemur á móti. Samt sem áður eru margir ökumenn sem ákveða að troða sér framúr við þannig aðstæður á glæpsamlegum hraða, þó að það setji líf hjólreiðamannsinns í stór hættu og einnig þeirra sem koma á móti með því að fara að hluta til yfir á hina akreinina. Eimitt þess vegna bregða margir á það ráð að hjóla hlið við hlið til þess að koma í veg fyrir þessa hegðun, það neyðir ökumenn til að hægja ferðina og velja öruggan stað til að fara framúr. Auk þess eru hjólreiðamenn sýnilegri ef þeir eru hlið við hlið sem ætti að minnka enn frekar líkurnar á að þessar aðstæður myndist sem þú varst að lýsa.

Þessar 10-30 sekúndur sem tapast við að hægja ferðina og bíða eftir öruggum stað til að fara framúr eru aldrei mikilvægari en líf annara í umferðinni.

Baldur Örn Óskarsson, 11.5.2012 kl. 16:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki að kenna neinum um eitt né neitt, Baldur!

Ég er einfaldlega að benda á að í landinu eru lög og hjólreiðafólk á að fara eftir þeim, eins og annað fólk!!

Að réttlæta það að hjólað sé samsíða út á þjóðvegi, er eitthvað sem enginn ætti að gera, bara alls ekki!!

Farið að lögum og allir verða ánægðir, tillitsemin getur aldrei orðið að gagni nema hún komi frá báðum aðilum!! Til að svo megi verða, ætti hjólreiðafólk að bera örlítið meiri virðingu fyrir eigin lífi og fara að eins og skynsamt fólk, ekki eins og hálfvitar!!

Á þeirri leið sem ég ek til vinnu er töluvert um hjólreiðafólk. Maður þekkir túristana úr á því að þeir hugsa um eigið öryggi!!

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2012 kl. 19:51

5 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

En þér finnst sem sagt í lagi að bíll fari framúr reiðhjóli á sama tíma og hann mætir öðrum bíl? Ef svo er held ég að þú ættir að skella þér í nokkra ökutíma og rifja upp umferðarreglurnar áður en þú ferð að gagnrýna aðra.

Annars get ekki betur séð en þú hafir verið að segja að þessi árekstur sem varð næstum því, hafi verið hjólreiðamönnunum að kenna vegna þess að þeir voru hlið við hlið á veginum. Þú lítur algerlega framhjá ábyrgð ökumannsins. Hvað ætlaði hann að gera? Sá hann ekki mennina? Ætlaði hann að skjóta sér framúr en áttaði sig of seint á því að það var einhver að koma á móti? Hélt hann að hann næði framúr áður en bílarnir á móti komu? Hvað segja umferðarreglurnar um framúrakstur? Var hann ekki að brjóta umferðarlög með því að reyna framúrakstur á meðan bílar voru að koma úr gangstæðri átt?

Það er líka alveg merkilegt að núna þegar hjólreiðar eru mikið í umræðunni kemur hver bloggarinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um að hjólreiðamenn virði ekki umferðarreglur. Telja upp allskonar atriði þar sem þeir hafa séð einhvern gera eitthvað sem má ekki og yfirfæra það í leiðinni yfir á alla hjólreiðamenn. Síðan fara þessir sömu aðilar út í umferðina og gleyma því samstundis að þessar reglur sem þeir eru að útvarpa gilda fyrir þá líka.

Ég er ekki alveg sannfærður um að bíllinn þinn fari aldrei yfir leyfilegan hraða, þú talir aldrei í símann undir stýri, gefir alltaf stefnuljós þegar þú beygir eða skiptir um akrein, notir aldrei hægri akrein til að fara framúr hægfara bíl, stöðvir alltaf við stöðvunarlínu á gatnamótum, stöðvir alltaf fyrir aftan stöðvunarlínu á ljósum, hægir alltaf á þér þegar þú þverar ganbraut til að ganaga úr skugga um að enginn sé á ferðinni og stoppar undantekningalaust ef einhver þarf að komast yfir, o.s.fr.

Þetta eru allt umferðarlagabrot sem nánast hver einasti ökumaður brýtur oft á dag en flestum virðist vera skít sama, en síðan sjá menn hjólreiðamann fara yfir á rauðu gönguljósi og þá verður allt vitlaust.

Ég mundi áætla að það sé allt að fimmtungur ökumanna að tala í símann undir stýri á sama tíma í umferðinni og 90% gera það reglulega, þrátt fyrir að það sé bannað og rannsóknir sýni að það sé 2x hættulegra en að keyra undir áhrifum áfengis við sviftingarmörk.

Ég mæli með því að þú skoðir tölur frá lögreglunni um hlutfall ökumanna yfir hámarkshraða á þeim stöðum sem þeir eru að mæla, og þú skalt hafa í huga að það eru tölur yfir ökumenn yfir afkiptahraða ekki hámarkshraða. Hlutfall ökumanna yfir hámarkshraða er mun hærra.

Mér sem hjólreiðamanni ER annt um líf mitt og þess vegna er mín heitasta ósk að sem flestir ökumenn fari að virða umferðareglur sem gilda í þessu landi. Sannleikurinn er hinsvegar sá að vilji íslendinga til að fara að lögum er enginn og á meðan sektir við umferðarlagabrotum eru jafn mikið grín og þær eru núna, kemur enginn til með að breyta hegðun sinni.

Það eru einmitt umferðarhryðjuverk ökumanna sem stofna hjólreiðamönnum í hættu og oft á dag verður maður vitni af hreint út sagt fáránlegri ákvarðanatöku ökumanna til þess eins að spara sér ekkert og stofna í leiðinni óvörðum einstæklingum í umferðinni í lífshættu.

Ef þú horfir á þessi lög sem þú ert að vísa í hlýtur þú að sjá að þau eru skrifuð fyrir bílinn. "Það má vera á hjóli en bara ef það truflar ekki blikkbeljurnar."

Þú gerir þér síðan væntanlega grein fyrir því að þarna stendur nokkuð skýrt að reiðhjól megi vera hlið við hlið á vegi þannig að það þarf enginn að réttlæta það.

Í flestum siðmentuðum löndum er líka leyfilegt fyrir hjólreiðamenn að hjóla hlið við hlið og meira að segja er mælt með því vegna þess að þeir eru sýnilegri og ef margir eru að hjóla saman í hóp styttir það hópinn sem auðveldar svo aftur framúrakstur.

Hvet síðan alla þá sem eru að pirra sig á hjólreiðamönnum í umferðinni að muna eftirfarandi:

"You own a car, not the road"

Baldur Örn Óskarsson, 14.5.2012 kl. 10:32

6 identicon

Fyndið hvernig á Íslandi hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur eru einhvern veginn lægra settir í umferðinni heldur en bifreiðarnar á meðan á flestum stöðum í Evrópu eru þessir hópar oftast nær í forgangi.

Bit-Shjari (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 11:25

7 identicon

Baldur 10 - Gunnar 0

Mér sýnist á öllu að þessi seinasta færsla Baldurs hafi lokað þessari umræðu :)

Ragnar Magnússon (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband