Sjálftökuvald Angelu Merkel yfir ESB

Angela Merkel er að einangrast innan ESB og evruríkja. Kjósendur í Frakklandi og á Grikklandi hafa gefið skýr skilaboð til sinna stjórnmálamanna að þeim hugnist ekki leið samdráttar, enda skilar sú leið eingöngu enn frekari hörmungum.

Þetta sættir Merkel sig ekki við og krefst þess að réttkjörnir fulltrúar þessara landa hundsi vilja kjósend og hlýði sér. Þetta er einhver mesta frekja sem sést hefur í alþjóðastjórnmálum um langa hríð og má sennilega rekja síðasta fordæmið fyrir slíkri frekju, aftur til fjórða og fimmta áratugar síðustu aldar!!

Að ætlast til þess, af réttkjörnum fulltrúum annara landa, að þeir svíki sína kjósendur, er alveg með ólíkindum. Að detta slíkt í hug er ósvinna, en að nefna það opinberlega er gjörsamlega út í hött. Þetta sýnir vel hvern hug Merkel ber til lýðræðisins!!

Angela Merkel telur sig kannski vera í þeirri stöðu að segja stjórnmálamönnum annara landa fyrir, þá einkum í valdi fjármagnsins. Þýskaland hefur verið talið standa best allra evruríkja fjárhagslega og auðvitað skildi maður ætla að svo væri. Eitthvað hafa fjármunir evrulanda farið, þeir hafa varla bara gufað upp.

Samt er hún ekki tilbúin að skila hlut af því fé til baka, sem Þýskaland hefur haft af jaðarríkjum evrunnar, krefur alþjóðasamfélagið um slíka aðstoð. Segir að land sitt hafi ekki efni á því! Það getur svo sem verið, en það er þá vissulega til marks um að hagkerfi Þýskalands hafi verið rangt stýrt, undanfarin ár. Nema evran sjálf sé skaðlegri en haldið var!!

Íbúar Evrópu eru að vakna til vitundar. Þeir vita sem er, að samdráttur getur aldrei hjálpað þeim út úr kreppunni. Einungis aukin framleiðni er tæk til þess. Það kostar frekari lántökur, en þá er hugsanlega hægt að ráða við að greiða þau aftur, einhverntímann í framtíðinni. Með auknum samdrætti mun það aldrei verða hægt!!

Angela Merkel er að einangrast í sinni stefnu. Æ fleiri þjóðarleiðtogar evruríkja eru farnir að átta sig á vitleysunni og æðstu ráðamenn ESB taka undir þá skoðun. Því er ljóst að það vald sem Angela Merkel tók sér, er hún yfirtók ESB ásamt Sarkozy, er að renna henni úr greipum. Það munu aðrir taka þetta vald af henni og sér strax munstur fyrir nýjum herrum yfir ESB.

Það er þó vonandi að þeir herrar fari betur með sitt vald en Angela Merkel og virði betur lýðræði landa ESB. Að öðrum kosti munu þeir fara sömu leið og Merkel!!

 

 


mbl.is Merkel vill að Frakkar standi við gerða samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Gunnar og hnitmiðuð !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 18:04

2 identicon

Tek undir með þér Gunnlaugur. það er ljóst að það syrti verulega í álinn hjá Merkel þegar Sarkozy tapaði fyrir Hollande, verandi búin að styðja Sarkozy á fáheyrðan hátt af þjóðaleiðtoga annars ríkis en í hlut átti þá rekur það vopnin   heldur betur upp í hendurnar á Hollande og hún verður í víkjandi stöðu þegar þau hittast, auðvitað reynir hún að nota Jóhönnu á hann og hóta honum öllu illu en mér segir svo hugur að hann muni láta það sem vind um eyru þjóta í góðri stöðu gagnvart merkel og skuldar henni ekki nokkurn skapaðan hlut og ég spái því að hann muni ekki vingast við hana.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband