Vanvit utanríkisráðherra !

Þann 27. mars barst utaníkisráðherra bréf frá ESA dómstólnum þar sem tilkynnt var að framkvæmdastjórn ESB hafi óskað eftir að verða málsaðilar gegn Íslandi fyrir dómstólnum. Ráðherra var gefinn frestur til 13. apríl til andsvara.

Fimmtán dögum síðar, þann 11. apríl, komast fjölmiðlar að þessu og flytja um þetta fréttir. Þá kemur í ljós að ráðherrann hafði ekki tilkynnt forsætisráðherra eða utanríkismálanefnd frá málinu. Einungis voru tveir dagar til stefnu til andsvara.

Að morgni 13. apríl, þann dag er frestur til andsvara lauk, var forsætisráðherra í viðtali á RUV. Þar áréttaði hún að hún hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum, einnig taldi hún ekki efni né tíma til andsvara. Eftir sem áður var sent skriflegt svar til ESA, þar sem ekki var gerð athugasemd við afskipti ESB af málinu.

Að kvöldi 17. apríl, fjórum dögum eftir að frestur til andsvar rann út og fjórum dögum eftir að ríkisstjórnin hafði sent skriflegt svar til ESA, þar sem aðkomu ESB var ekki mótmælt, tilkynnir utanríkisráðherra að send hafi verið munnleg mótmæli gegn afskiptum ESB.

Í ljósi þessara staðreynda er vart að ræða að ESA taki þessi munnlegu skilaboð til greina. Skriflega svarið hlýtur að vega þyngra í þeirra augum, enda sent áður en frestur til andmæla rann út, öfugt við munnlegu mótmælin.

En hvaða áhrif hefur þetta á dómarana, hvaða áhrif hefur þetta á trúverðugleik Íslands fyrir dómnum? Svona hringlandaháttur gefur auðvitað gagnaðilum okkar byr undir báða vængi.

Hvers vegna ákvað utanríkisráðherra að þegja yfir þessu bréfi? Hvers vegna tók hann ekki umræðuna hér innanlands og á Alþingi um þessa kröfu ESB. Ef hann hefði gert það, þá hefði hann ekki þurft að gerast ómerkingur orða sinna. Hann hefði þá kannski áttað sig á hvernig svara skyldi, áður en réttur til andmæla rann út. Þá hefði ESA einunis fengið eitt skriflegt svar frá þjóðinni, í stað tveggja mismunandi nú. Það hefði sýnt enn frekari styrk þjóðarinnar gegn dómstólnum. Það hefði sýnt enn frekari styrk utanríkisráðherra sem fulltrúa þjóðarinnar.

Með þessu frumhlaupi sýnu, klækjabrögðum eða heimsku, hefur honum tekist að sanna fyrir þjóðinni að hann gengur ekki erinda hennar og honum hefur tekist að sanna fyrir dómstól ESA að hann hefur ekki þjóð sína að baki sér!

Hann hefur enn og aftur sannað hversu sauðheimskur hann er!!

 


mbl.is Hafa mótmælt afskiptum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landráð?

GB (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband