"Hefur þessi litla þjóð ekki ekki mörg spil á hendi"

Þessi frétt sannar enn frekar hvað að baki liggur áhuga Breta á sæstreng fyrir rafmagn, milli Íslands og Skotlands. Það eru fyrst og fremst viðskiptahagsmunir og í þeim telur Bretland sig vera í lyilstöðu gegn lítilli þjóð norður í Atlantshafi.

Og það er hárrétt mat hjá Bretum, við gætum okkar lítils gegn þeim, þegar búið væri að leggja þennan sæstreng, þegar búið væri að setja öll eggin í eina körfu. Þá væri lítið mál fyrir þá að skipa okkur fyrir verkum. Hvort heldur það væri að virkja meira, eða að lækka verðið. Við gætum ekkert gert nema hlýða, ella hljóta verra af.

Það er vonandi að augu og eyru þeirra sem berjast fyrir þessu feigðarflani opnist, að þeir kenni munin á glópagulli og raunverulegum gæðum!

 

 


mbl.is Betra að leita til Íslands en Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæmi manni ekki á óvart að Össur Skarphéðinsson,hafi átt hugmyndina að þessu,þetta er líkt hans vinnubrögðum þessi misserin.

Númi (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 12:55

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þarna sést hvað þessi fáránlega Evrópusambandsumsókn hefur skaðað okkur.  Menn, jafnvel menn sem eiga að heita upplýstir halda að við stöndum öll í fjörunni og horfum vonaraugum til Evrópu. 

En staðreyndin er, að við sem ætlum að eiga heima hérna munum nýta það sem landið getur gefið okkur sjálf til þess að landinn geti gert sér úr því gagn.

Nú sem stendur eigum við í stríði við svokallaða ríkisstjórn, sem og Evrópusambandið og þar með við Breta. 

Þessi C. Hendry orkumálaráðherra Breta þarf að fá að vita þetta og það líka að við myndum mun fremur styðja Rússa heldur en Breta á meðan þeir hafa ekki beðist afsökunar með áþreifanlegum hætti á Hryðjuverkalögunnum.      

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2012 kl. 16:57

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við höfum öll spilin, en Jógríma hefur bannað alla spilamensku.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2012 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband