Umræða sem VERÐUR að taka upp á Alþingi

Umræðuna um áframhald viðræðna um inngöngu okkar í ESB verður að taka upp á Alþingi og í kjölfar hennar á vissulega að kjósa um það mál á þinginu.

Ekki bara til að stöðva þessa helför, ekki bara til að losna undan oki verstu ríkisstjórnar Íslands frá lýðveldisstofnun, heldur og ekki síður, til að sjá hvaða þingmenn ætla að styðja þetta mál áfram. Til að fá í ljós hvaða þingmenn annara flokka en Samfylkingar ætla að vinna gegn eigin flokkum!

Það er ömurlegt að lesa um að Ragnheiður Ríkharðsdóttir skuli ekki geta sagt af eða á um vilja sinn til áframhald viðræðna, að hennar vilji standi þó frekar til þess að þeim verði haldið áfram. Með þessu er hún ekki einungis að lýsa mikilli vanþekkingu sinni á málefninu, lýsa því að hún fylgist ekkert með því sem gerist í fyrirheitna landinu, heldur er hún að segja að hún sé tilbúin til að vinna gegn samþykkt eigin flokks. Á það þarf að reyna, svo kjósendur þess flokks viti hvar hún stendur. Það eru fleiri þingmenn á sama leveli og Ragnheiður, bæði innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn sem eru tilbúnir til að svíkja eigin kjósendur. Um þingmenn VG þarf ekki að ræða, allir þekkja þá hörmung. Enda skiptir litlu máli nú hvernig þeir haga sér á þingi héðan af. Fæstir þeirra eiga afturkvæmt eftir næstu kosningar.

En umræðuna verður að taka, það er bráðnauðsynlegt fyrir kjósendur þessa lands að vita hvar hver þingmaður stendur í þessu máli, svo hægt verði að refsa þeim sem hlaupa útundan sér, í næstu kosningum!!

 


mbl.is Þrýst á um viðræðuslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband