Enn skal aukið á eymd landsins

Hagvöxtur hér á landi mældist um 3% á síðasta ári. Að stæðstum hluta er þetta falskur hagvöxtur, vegna ytri áhrifa, skattastefnu stjórnvalda, skuldasöfnunar og þess að fólk gengur á sparnað sinn. Lítið sem ekkert af þessum hagvexti má rekja til raunverulegra verðmætaaukningar eða aukins útflutnings. Makríllinn er eina undantekningin og vissulega er hann ekki tilkominn vegna aðgerða stjónvalda, þvert á móti vinna þau leynt og ljóst að því að við missum þann tekjustofn. Þessi hagvöxtur er því froða, svona í ætt við gróða banka landsins á árunum fyrir hrun. Hagvöxtur sem verður til þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, ekki vegna þeirra. Slíkur hagvöxtur mun ekki endast lengi og bakslagið verður stórt.

Nú leggja stjórnarflokkarnir til nýja rammaáætlun um raforkuvirkjanir. Það kemur kannski ekki á óvart, í ljósi fyrri verka stjórnvalda, en þessi áætlun er vægast sagt boðun um enn frekari stöðnun í hagkerfi landsins. Það virðist ekki minnsti vilji stjórnvalda til að skjóta neinum stoðum undir þann hagvöxt sem þó hefur orðið til. Enginn vilji til að varna því að sá froðuhagvöxtur sem við búum við hverfi aftur með skelfilegum afleiðingum.

Ekki verður betur séð en stjórnvöld vinni markvisst að því að koma landinu á kaldann klaka, að þau séu búin að átta sig á þeirri staðreynd að þeirra krafta verður ekki óskað við stjórn landsins eftir næstu kosningar og því ætli þau að skilja við stjórn landsins í algerri rúst!!

Hvort þau séu svo heimsk að halda að með því geti þau neytt kjósendur til að samþykkja aðild að ESB, skal ósagt látið, en ekki kæmi manni á óvart þó það sé þeirra hugsun. Þau hafa ekki sýnt af sér neina stjórnvisku hingað til og þessi rammaáætlun sannar enn heimsku stjórnarliða!

Það er ekki eitt, heldur allt, sem stjórnvöld gera til að auka hér eymd fólks. Ef ekki væri fyrir dugnað landans, væru stjórnvöld búin að ná sínu markmiði, að koma landinu til fjandans. Það er dugnaður fólksins og þeirra sem berjast við að halda fyrirtækjum gangandi, sem skekkur áætlanir stjórnvalda. Sá dugnaður hefur haldið lífinu í landinu. Utanaðkomandi aðstæður mynda nú smá falshagvöxt. Stjórnvöld hafa ekkert gert þar til hjálpar, nema hækka skatta, sem vissulega virkar sem hagvöxtur, svo vitlaust sem það nú er.

En hagvextinum fylgir aukin verðbólga. Sumir halda því fram að verðbólguaukningin sé vegna kjarasamninga síðasta vors. Þeim til upprifjunar er rétt að benda á að við gerð þeirra var vitað að svo myndi verða, yrði ekkert að gert á móti. Þar komu stjónvöld að málinu. Þau lofuðu aðgerðum svo fyrirtækin gætu tekið á sig auknar launagreiðslur án þess að velta þeim út í þjóðfélagið. Þau lofuðu aðgerðum til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við þessi loforð hafa stjórnvöld ekki staðið, frekar en önnur loforð! Þessi rammaáætlun er enn ein svik við þau loforð!!

Verðbólgan er skaðræðisskeppna, sem skaðar allt og alla. Hún er fljót að rumska við minnsta hagvöxt, en ekki að sama skapi fljót að sofna aftur þó hagvöxtur stöðvist. Þessa skaðræðisskeppnu er erfitt að kveða niður. En afleiðingar hennar eru þekktar, eymd og volæði er það sem hún skilur eftir. Sparifjáreigendur tapa á henni, launafólk tapar, fyrirtæki tapa og ríkissjóður tapar á þessari skeppnu. Einu fyrirtækin sem græða á henni eru fjármálafyrirtækin, enda tryggð í topp gegn áhrifum hennar. Sá gróði skila sér þó ekki til þeirra sem láta þau fyrirtæki geyma sitt fé.

Ein áhrifamesta leiðin gegn verðbólgu er að byggja upp hagvöxt á raunverulegum verðmætum, að verðmætasköpunin og sá hagvöxtur sem hún skapar sé ekki minni en sú verðbólga sem mælist.

Þessi rammaáætlun ríkisstjórnarinnar ber ekki með sér von til að svo megi verða, þvert á móti!!

Það er merkilegt að eftir að landið hefur lennt í því að bankakerfi þess hrundi, skuli taka við stjórn þess fólk sem stjórnar af sama myndugleik og með sömu aðferðum og snillingar gömlu bankanna stjórnuðu þeim, misserin fyrir hrun!

Eða kannski ekki, þetta auma fólk sem þykist stjórna landinu er stjórnað ef þessu sama kerfi og sama fólki og kom landinu á hausinn!!

 


mbl.is Engar virkjanir í neðri Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG vill helst að öll ljós séu slökkt

og engin skófla hreyfð

vinnur nú að stofnun myrkramálaráðuneytis til að minnka ljósmengun (Svandís skipað Mörð formann þess vinnuhóps)

Grímur (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 08:13

2 identicon

Hvaða væl er þetta eigilega? Lastu ekki fréttina? Nei, það verður ekki virkjað í Neðri-Þjórsá. En aftur á móti verður öllu Reykjavnesinu fórnað fyrir virkjanir! Og ekkert er sagt um allt hitt sem átti að virkja samkvæmt Rammaáætlun.

Maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu, og þú ættir í rauninni að hrósa þingflokki Samfylkingarinnar fyrir að hafa þó komið einhverjum virkjanakostum í gegn.

Ég ætla að hrósa Vinstri-Grænum fyrir að hafa bjargað Neðri-Þjórsá í bili.

Óskar Steinn Ómarsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 08:26

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort betra sé að virkja varðvarma en vatnsföll ætla ég ekki að dæma um Óskar. Bendi þó á vandræðin á Hellisheiði og þá staðreynd að jarðvarmavirkjanir eru ekki taldar sjálfbærar, eins og vatnsaflsvirkjanir.

Ekki get ég hrósað Samfylkingu, hvorki fyrir þessa sultarlús né annað.

Varðandi þinn vilja að hrósa Svandísi, þá geri ég ekki athugasemd við það. Það verða alltaf til einhverjir einstaklingar sem sjá veröldina í svörtu og hvítu.

En staðreyndin er að við þær aðsæður sem þjóðin býr nú, verður að neyta allra ráða til að koma hér á verðmætasköpun. Fegurðin kringum neðri hluta Þjórsár skiptir litlu þegar landsmenn verða allir flúnir burt, vegna aumingjaskapar stjórnvalda!

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2012 kl. 09:23

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ok...

Ég er uppalinn sunnlendingur... Og svíður að sjá fagurt landið mitt þversumkrussað af þessum andsk... rafmagnslínum vegna yfirvofandi "hagsældar" í öðrum landshlutum...

Bara útaf því að einhver bölvaður aumingi sem kann ekki með peninga að fara útá Reykjanesi lét sér detta það í hug, fyrir einhverjar kosningarnar, að byggja upp skyldi orkufrekann iðnað í sínu héraði...

Hversu mikið eiga sunnlendingar að virkja til að bjarga pólitískum fíflum og aumingjum þarna útá útnesi...?

Afhverju meiga sunnlendingar ekki notast við sína virkjunarkosti til uppbyggingar atvinnu í sínu heimahéraði...?

Hversu lengi verðum við að skeina upp skítinn undan þeim þarna sem hvort eð er kunna ekki hagsýni og eru endalaust á hausnum þrátt fyrir alla þá meðgjöf sem þeir hafa fengið...?

Nei...!

Nú er komið nóg... Þeir geta gert virkjanir útá sínu forljóta nesi en skulu láta mína fögru sveit í friði... Þeir eru sko búnir að fá mikið meir en nóg... Takk...!

Sævar Óli Helgason, 10.3.2012 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband