Æ, þegiðu sjálfur og hafðu vit á að segja af þér, Steingrímur!

Enn lætur Steingrímur fúllyndi sitt hlaupa með sig í gönur og enn óvirðir hann Alþingi!!

Sigmundur Davíð kom með fyrirspurnir til Steingríms á Alþingi, fyrirspurnir sem voru eðlilegar í ljósi skýrslu utanríkismánefndar ESB.

Steingrímur sagðist ekki skilja kæti þessara nefndarmanna sambandsins og sgðist í eingu vera minni andstæðingur aðildar en Jón Bjarnason og myndi standa vörð landsins, eingu síður en hann. Ef þetta væri rétt hjá Steingrím, að hann ætli að standa vörð landsins í aðildarviðræðunum, hefði hann átt að fagna fyrirspurn Sigmundar Davíðs. En það var öðru nær og eins og þeim er gjarnt sem verða fyrir því að krukkað er í kauninn á þeim, þá hrökk Steingrímur illilega við og kveinkaði sér. Auðvitað var samþykkt utanríkismálanefndar, eins og allt illt, runnin undan rifjum þess er stjórnar í Hádegismóum og Sigmudur er einnig smitaður þaðan, að mati Steingríms! 

Hádegismóar er Steingrími hugleiknir og grípur hann þá gjarnan sem hálmstrá þegar rök þrýtur. Upp á síðkastið hefur hann sífellt oftar gripið til þeirra.

En það voru orð ráðherrans, þegar hann steig úr ræðustól, sem voru honum til háborinnar skammar. Þau orð sæma ekki ráðherra.

Steingrími gengur illa að samsama sig starfi ráðherra, hann er stjórnarandstæðingur í eðli sínu. Að hann skuli hafa lent í þeirri raun að þurfa að vera ráðherra er honum ofraun og það í ríkistjórn undir handleiðslu einhvers frekasta þingmanns sem á Alþingi hefur setið, sem krefst þess að stjórnin lifi út kjörtímabilið, er eitthvað sem Steingrímur hefur sennilega aldrei búist við. Að minnsta kosti var hann algerlega óviðbúinn þessari stöðu og hefur nú sýnt hressilega í verki að hann hefur ekki getu til að breyta starfsháttum sínum!

Steingrímur Jóhann Sigfússon er stjórnaradstæðingur og ráðherra. Eitthvað sem algerlega er útilokað að samræma. Er nema von að maðurinn sé uppstökkur og þreyttur? 

En þó þetta hlutskipi sem Steingrímur lennti óvænt í sé honum raun, er þó raun og hörmungar landans mun meiri, vegna verka ráðherra!

Burt með þessa ríkisstjórn, burt með þetta fólk sem vanvirðir Alþingi Íslendinga!!

 


mbl.is „Æ, þegiðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband