ESB plægir akurinn

Vandi Grikkja er stór, um það verður ekki deilt. Hver frumorsök þessa vanda er og hvers vegna staðan er sú sem hún er, má hins vegar deila og það gera menn að sjálfsögðu. Í því stríði hefur ESB yfirburði, orð Grikkja heyrast lítið sem ekkert.

Embættismenn ESB hafa fyllt heimsbyggðina af fréttum um að Grikkir standi ekki við gefin loforð, að þeim sé ekki treystandi. Því til staðfestingar benda þeir á að Grikkjum takist ekki að standa við þær samþykktir sem þeim er ætlað að gera. Það er þó minna sagt frá því að ekki er um neina samninga að ræða, einungis óraunhæfar kröfur af hálfu ESB, sem Grikkjum er gert að samþykkja eða hafna. Reyndar er ekki einu sinni látið duga samþykki, því jafn skjótt og samþykki þeirra liggur fyrir eru sett fram enn strangari kröfur!

Þessar kröfur ESB eru með þeim ólíkindum að grískt efnahagslíf hefur nánast stöðvast og gerir því Grikkjum útilokað að standa við þær lengur. Það er krafist sölu eigna fyrir tugi milljarða evra. Vandinn er að enginn kærir sig um að kaupa eignir gríska ríkiins, nema kannski Þjóðverjar og þá á brunaútsölu. Auðvitað eru Grikkir ekki tilbúnir til þess að gefa frá sér þær eignir sem hugsanlega gætu fært þeim tekjur, því enginn vill hinar sem ekki eiga sér viðreisnar von, ekki einu sinni Þjóðverjar.

Grikkjum er legið á hálsi fyrir að standa ekki nægjanlega vel að skattheimtu. Þó kemur hvergi fram í fjölmiðlum að engir peningar eru lengur til í Grikklandi til að standa að slíkri innheimtu og enn síður eftirlits með henni. Því greip gríska þingið til þess ráðs að sameina innheimtu fyrir notkun á rafmagni við skattinnheimtuna, létu raforkufyrirtækin innheimt skatta fyrir sig. Þetta veldur því að fólk sem ekki hefur efni á að greiða fasteignaskatt missir einnig rafmagnið af húsi sínu. Þetta er staðreynd sem er nú að hellast yfir íbúa Grikklands. Þar situr atvinnulaust fólkið með börnum sínum sem ekki fá að fara til skóla þar sem þeim hefur verið lokað,  í húsum sínum við kertaljós, meðan það bíður þess að sendiboar frá Brussel komi og geri húsin upptæk! Þá mun fjölskyldufaðirinn fara og leita að skjóli, einhverstaðar í húsasundi, þar sem hann getur sest að með konu sína og börn og auðvitað foreldra sína líka, því sjúkrahúsum hefur verið lokað!!

Ekki talar nokkur maður innan ESB um það að Grikkir fengu "afslátt" af Maastrickt viðmiðunum, þegar þeir tóku upp evru. Það er kannski einmitt grunnur þess vanda sem þeir eru í nú. Ekki nefnir heldur neinn það "frábæra" eftirlitskerfi sem ESB á að búa yfir og hefði, ef það væri svo frábært, átt að grípa inn í fyrir löngu!

Nú standa Grikkir fyrir tveim kostum, að samþykkja nýjustu afarkröfur ESB eða fara í gjaldþrot. Báðir kostir eru slæmir, en þó á mismundi hátt.

Stjórnmálastétt Grikkland, sem er sennilega eina stétt landsins sem enn hefur til hnífs og skeiðar, vil samþykkja kröfurnar og mun væntanlega gera það í dag. Það mun þíða enn meiri hörmungar fyrir landið og þjóðina. Með því mun gríska þingið afsala sér þeim litlu völdum sem það enn hefur, til þýskra kommisara frá ESB. Auk þess má búast við að harðari kröfur verði settar reglulega svo útilokað er fyrir Grikki að komast út úr vandanum. Það er ekkert ljós við enda ganganna! Grikkland mun þá verða hjálenda Þýskalands, sem mun undir vernd og með aðstoð sinna kommisara frá Brussel, yfirtaka öll lífvænleg fyrirtæki Grikklands. Það mun verða töluð þýska á veitingastöðum og í hótelum landsins, öll störf þar munu verða mönnuð Þjóðverjum! Gríska þjóðin getur svo skriðið út úr húsasundunum á kvöldin og leitað sér einhverra mola sem fallið hafa af borðum þýsku ferðamanna!!

Hin leiðin, sem stæðsti hluti þjóðarinnar vill fara, er gjaldþrot. Afleiðingar þess væru gífurlegar fyrir Grikki, en þó til tiltölulega skamms tíma. Allt mun stöðvast, sem reyndar er ekki langt frá því sem þegar er. Peningalegt hallæri yrði algjört um tíma og yfir höfuð almennt hallæri, sem er heldur ekki mikil breyting frá því sem nú er. En þetta mun þó einungis verða til skamms tíma. Þó veltur það svolítið á því hvort Grikkland verði áfram í ESB en utan evru. Ef þeim verður meinað að vera áfram í ESB, munu allir samningar við erlend ríki falla einnig og gera þeim enn erfiðara fyrir. Það er þó ekki óyfirstíganlegt, sérstaklega í ljósi þess að lítill útflutningur er frá Grikklandi.

En þetta er þó skárri leið en samþykkt afarkosta ESB, þó svört sé. Það liggur einkum í því að með gjaldþroti mun Grikkland hafa eitthvað til að stefna að og þjóð sem hefur einhverja framtíð fyrir sér er tilbúin að leggja meira á sig en sú þjóð sem ekki sér neitt framundan.

Við gjaldþrot mun Grikkland fara niður á byrjunarreit og vinna sig þaðan upp. Þeir munu þá halda sínum fyrirtækjum sem gefa þeim fjármagn, þó auðvitað einhver þeirra muni ekki lifa. Grikkland hefur þá yfir sínu ströndum að ráða, hótelum og veitingastöðum. Við gjaldþrot mun gískt hagkerfi leiðrétta sig og það yrði mjög ódýrt ferðamannaland sem aftur mun laða enn fleiri ferðamenn þangað, þvert á það sem afarkröfur ESB munu gera. Þær munu lama það litla sem enn er eftir af þeim iðnaði.

Það er ljóst að stjórnmálastéttin í Grikklandi mun velja "auðveldari" leiðina, að samþykkja afarkosti ESB. Þjóðin er þó ekki sammála og þegar eru hafin hatrömm mótmæli. Í dag, þegar þingið samþykkir kröfur ESB, má búast við að endanlega muni sjóða uppúr.

Hvort herinn láti til sín taka og steypi stjórninni, mun koma í ljós, a.m.k. er jarðvegurinn orðinn tilbúinn til þess, ESB hefur plægt akurinn. Stór hluti grísku þjóðarinnar væri sáttari við að hafa gríska herstjórn yfir landinu, frekar en þýska leppstjórn frá Brussel!

 


mbl.is Reyna að losna við Grikki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gríska þjóðin á að fara í mál við Evrópusambandið og krefjast þess að það skili þeim aftur því sem þjóðverjar og hugsanlega aðrar Evrópusambandsþjóðir hafa stolið af þeim.  Þeir eiga að krefjast skaðabóta vegna loforða sem gáfu þeim væntingar um gæði sem aldrei stóðst.  Að þola yfirgang og plágur og lifa af árhundruð en verða síðan að vesaling á nokkrum árum af því einu að ánetjast Evrópusambandinu, það dregur málið saman í hnotskurn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.2.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband