Siðferði ESB í samningum

Það verður vart sagt að siðferði ESB í samningum sé upp á marga fiska. Jafnskjótt og þeir hafa náð fram fullnaðarsigri og viðsemjandinn samþykkt allar kröfur, eru lagðar fram nýjar og þyngri. Það er ekki staðið við gerða samninga! Þetta er ekki samningatækni, þetta er kúgun!!

Grikkir hafa nú í eitt og hálft ár staðið í samningum við ESB um aðgerðir til hjálpar þjóð sinni. Sú samningagerð felst einkum í því að ESB sendir sínar kröfur og Grikkland verður að samþykkja þær. Eftir marga fundi á gríska þinginu, náði það saman um að samþykkja þá afarkosti sem þeim var sett. Þá var ákveðið að koma í veg fyrir greiðslufall Grikklands og landinu lofað svokallaður björgunarpakki. Fyrsta greiðsla úr pakkanum kom til og því gátu Grikkir staðið í skilum við sína lánadrottnara.

Þegar næsta greiðsla átti að fara fram kom í ljós að samdráttur hafði orðið meiri en áætlað var, einkum vegna þes að þau þröngu skilyrði sem þeim var sett höfðu meiri áhrif til samdráttar en menn héldu. En það var sama þó Grikkir bentu á þessa einföldu staðreynd, ESB sagði að ekki væri staðið við samninginn og krafðist þess að forsætisráðherra viki og þeirra maður kæmi inn í staðinn. Auk þess voru settar fram enn frekari kröfur um skerðingar innan Gríska hagkerfisins.

Þetta var í október síðastliðinn og síðan þá hefur verkefni hins nýja ESB forsætisráðherra Grikklands, verið að reyna að fá gríska þingið til að samþykkja þessar nýju skerðingar. Loks nú í gær tókst honum þetta verkefni, sem honum hafði verið falið. En þá stígur ESB enn eitt skrefið í sinni niðurlægingu á Grikklandi. Settar eru fram nýjar og enn harðari kröfur!!

Hjá öllum siðuðum mönnum er höfuðsynd að standa ekki við gerðann samning. Það er svo spurning hvor aðilinn í þessu sambandi er að svíkja gerðann samning, Grikkir sem hafa verið  rúnir inn að beini og geta ekki lengur haldið upp lágmarksþjónustu fyrir þjóð sína, hafa ekki lengur efni á að rukka inn skatta, hafa ekki lengur efni á að brauðfæða þjóð sína og hafa ekki efni á nokkrum sköpuðum hlut, vegna þess að þeir fjármunir sem hinn svokallaði björgunarpakki sem þeir fá, kemur ekki einu sinni inn í land þeirra, hann fer einungis milli banka í Evrópu. Eða ESB og AGS, sem sífellt koma með harðari kröfur, kröfur sem gjörsamlega útilokað er fyrir Grikki að ganga að.

Það sem íslenskum alþýðumanni kvíður þó er ekki endilega hvort Grikkland fer á hausinn eða ekki. Vissulega mun það hafa áhrif á kjör Íslendingsins ef Grikkland rúllar, en hitt er þó óþægilegri hugsun, að land hans skuli vera að standa í samningagerð við slíkt svikabandalag sem ESB virðist vera. Hann kvíður því að stjórnvöld skuli svo mikið sem reyna að semja við þessa ófreskju!

Ef tekst að gera samning um aðild Íslands að ESB, má þá ekki búast við því að sá samningur verði ESB jafn mikils virði og sá samningur sem sambandið gerði við Grikkland, síðsumars 2010, að hann gildi einungis á annan veginn, ESB í hag.

Eða mun aðlögunarferlið verða sífellt dýpra, þegar samþykkt hefur verið að aðlaga eitt atriði verði samstundis krafist aðlögunar þess næsta og svo koll af kolli þar til við höfum að fullu aðlagað okkur reglugerðum ESB. Um hvað á þá að kjósa? Hvað mun þá verða í pokanum?

Það er auðvitað rangnefni að tala um samninga þegar ESB á í hlut. Það á við um Grikki og það á við um aðildarumsókn okkar Íslendinga. ESB semur ekki við neina þjóð, heldur leifir þjóðum að samþykkja sínar kröfur. Ef þær kröfur eru samþykktar gæti viðkomandi þjóð náðarsamlegast verið tekin í hópinn.

Það er ESB sem setur fram kröfurnar og það er ESB sem ákveður hvenær þeim kröfum er uppfyllt!

 


mbl.is Grikkjum sett hörð skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband