"Kreppan er nefnilega búin"

Er nema von að einfeldningarnir á Alþingi haldi að kreppan sé búin, þegar þeir fá í launahækkun meira en margur launþeginn fær í mánaðarlaun.

En þeim til upplýsinga er rétt að benda á að laun einfeldninganna sem þykjast stjórna landinu, eru ekki mælikvarði á hvernig hagkerfið stendur. Þessi laun eru ákvörðuð að enn meiri einfeldningum og eru ekki í neinum takti við stöðu landsins og enn minni takti við getu þeirra sem þau þiggja!

Það er vonandi að Jóhanna sé sátt við þessa launahækkun sína. Hún hefur að vísu ekki unnið fyrir henni, þvert á móti og almenningur mun ekki samfagna henni. Jóhanna mun hljóta sinn dóm, ef hún þá þorir að leggja verk sín fyrir þjóðina. Þó hún hafi hrætt margann landann með þeim ummælum sínum í gær, að hún hyggjist ætla að vera á vinnumarkaði til 100 ára aldurs, er ljóst að hvorki samherjar hennar né andstæðingar munu láta það verða staðreynd.

Tími Jóhönnu er liðinn, löngu liðinn!!


mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Allt tal elítunnar á þinginu um að kreppan sé búin skal skoðast í ljósi launahækkunnar þeirra.

Væri ekki ráð að gera þingmennsku að hlustastarfi, þingið komi bara saman 3-4 vikur á ári yfir sumarið. Það vita allir að obbinn af því sem samþykkt er þarna er eitthvað sem engu skiptir. Það vita það líka allir sem kunna aðeins í Íslandssögu að áður fyrr kom alþingi bara saman stuttan hluta ársins og það virkaði alveg.

Ef þingmennskan yrði bara hlutastarf fengjum við tæplega þessa framapotara í starf þingmanns. Hvað af þessu liði sem nú situr á þingi gæti meikað það í einkageiranum með sambærileg laun? Ansi fáir, ef einhverjir!

Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg ótrúleg ósvífni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband