Grímulaust verðsamráð

Enn á ný sýna olíufélögin í verka að þau stunda grímulaust verðsamráð. Og ekkert er gert!

Verð á eldsneyti er nú komið langt yfir þolmörk. Það er komin upp sú staða hjá fólki sem neyðist til að nota einkabílinn til sinnar vinnu, að velja milli þess að mæta áfram til vinnu og svelta fjölskylduna enn frekar, eða einfaldlega að hætta að vinna og fara á bætur. Þegar fjórðungur útgreiddra launa fer orðið í það eitt að koma sér til og frá vinnu er ekkert vit lengur að stunda hana. Það sem eftir situr er mun lægra en atvinnuleysibætur!

Þá lendir þessi kostnaður sérstaklega illa á landsbygðarfólki, þar sem öll aðföng hækka og rekstrarumhverfi fyrirtækja þar verður erfiðara. Matvara hækkar auk þess sem samdráttur í heilbrigðisgeiranum gerir mörgu landsbyggðarfólkinu lengra að fara til að sækja sér sjúkra og læknishjálp.

En það skilur liðið við Austurvöll ekki. Það er ekki á lágmarkslaunum, það þarf ekki að nota fjórðung útborgaðra launa sinna til að stunda sína vinnu!

Það er eitt að olíufélögin skuli óáreitt fá að stunda sitt verðsamráð, en annað að stjórnvöld skuli að auki skattleggja þessa nauðsynjavöru svo mikið að fólk verði að hætta að vinna, vegna þess að það hefur einfaldlega ekki lengur efni á að koma sér til og frá vinnu!

"Kreppan er nefnilega búin" sagði landsbyggðaþingmaðurinn Ólína Þorvarðardóttir. Hún ætti kannski að skreppa aðeins í kjördæmi sitt og heyra hljóðið í fólki þar, heyra hvort það upplifir það sama, að kreppan sé búin!!

Það er beinlínis verið að setja hér allt á hausinn, meðvitað!! Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er vísvitandi að koma fólki hér á landi á kaldann klaka, með því afskiptaleysi sínu og aumingjaskap.

Það á samstundis að senda samkeppnisstofnun á olíufélögin. Samhliða því á að lækka skatta verulega á eldsneyti. Verði þetta ekki gert mun ástandið verða óbærilegt, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Það mun sjóða uppúr!!

 


mbl.is Öll félögin hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála en hvenær síður uppúr af alvöru því að þetta er komið gott fyrir langa laungu!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2012 kl. 17:16

2 Smámynd: Jóhanna

Það er nóg komið, Maður situr hérna í fullri vinnu í bullandi kreppu og hefur varla bót fyrir rassgatið á sér. Þurfum borgarstyrjöld og krefjust skýringar á þessu okurverði á bensínu og öllu öðru í þessu landi.

Jóhanna, 9.2.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband