Lygaáróður SFF

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) heldur enn uppi sínum lygaáróðri. Þau halda því fram að niðurfærsla lána, sem ættu í réttu að heita leiðrétting lána, sé komin í 196 milljarða króna.

Skoðum þetta aðeins. Vegna svonefndrar 110% leiðar, sem var gerð fyrir fjármálafyrirtækin, er búið að færa niður lán upp á 43,6 milljarða. Þetta var tapað fé fyrir lánafyrirtækin og hefði tap þeirra orðið mun meira ef þeim hefði ekki tekist að plata stjórnvöld til að fara þessa leið. 110% leiðin er fyrst og fremst fyrir fjármálafyrirtækin. Þessi leið gerir þessum fyrirtækjum kleyft að halda áfram að rukka það fólk sem annars hefði farið á hausinn og ver því lánafyrirtækin frekara tapi. Því á að draga þessa 43,6 milljarða frá 196 milljörðunum.

Fjármálafyrirtækin voru dæmd sek af lögbroti. Vegna þessa lögbrots hafa þessi fyrirtæki þurft að endurreikna lánasöfn sín að stórum hluta, til að fullnægja dómnum. Vegna þessa hafa fjármálafyrirtækin þurft að leiðrétta þessi lánasöfn sín sem nemur 146,5 milljörðum króna. Það er langt gengið þegar leiðrétting vegna lögbrots er kölluð niðurfærsla. Þar er þó óumdeilanlega um leiðréttingu að ræða. Reyndar voru þessi fyrirtæki svo stálheppin að stjórnvöld eru þeim handgengin, svo sett voru afturvirk lög til að minnka þennan skaða þeirra. Það voru sett lög til að færa kostnaðinn af sökudólgnum yfir á þann saklausa. Það er einstakt í réttarríki! Sennilega eru þær "leiðréttingar" sem bankarnir fengu vegna þessara laga ekki inn í tölum SSF, a.m.k. hef ég ekki enn hitt neinn sem hefur fengið einhverja verulega leiðréttingu vegna þessa, flestir koma verr út eftir endurútreikninginn.

Þegar dregin hefur verið sú upphæð sem bankarnir notuðu til að tryggja lán sín, 43,6 milljarðar og sú upphæð sem þeir urðu að leiðrétta vegna lögbrota sinna, 146,5 milljarðar, frá þeim 196 milljörðum sem SFF segir að lán hafi verið færð niður um, stendur eftir leiðrétting upp á 5,9 milljarða. Á móti þeirri upphæð kemur svo sú upphæð sem lög Árna Páls gefur fjármálafyrirtækjunum, en hún er sennilega nokkuð mun hærri.

Það er deginum ljósara að fjármálafyrirtækjunum tókst að véla stjórnvöld, haustið 2010. Sú samráðsnefnd sem skipuð var í kjölfar tunnumótmælanna var yfirtekin af fulltrúum fjármálafyrirtækja. Niðurstaða nefndarinnar var einungis þessum fyrirtækjum í hag, lánþegar komu frá því borði í nákvæmlega sömu fötum og þeir settust að því!

Því er ástandið í dag eins og það er. Atvinnuleysi í hæðstu hæðum, flótti fólks af landinu nær nýjum metum í hverjum mánuði, verðbólgan komin á fljúgandi ferð og fjármálafyrirtækin fitna sem aldrei fyrr!!

Þökk sé hinn "tæru vinstristjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur!!

 


mbl.is Niðurfærsla lána 196 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki gleyma því Gunnar, að þegar fjármálafyrirtæki sem "eignast" lán með allt að 50% afslætti, fær lánþega til að skrifa undir 110% leiðina gefur lántakinn viðkomandi fyrirtæki heimild til að endurmeta virði lánsins að þessum viðurkennda höfuðstól. Við endurmatið hækkar virði þess í bókum þess fyrirtækis. Þar myndast því hagnaður hins nýja "skuldareiganda" sem að hluta til á að skila til fyrri skuldareiganda.

Og svo talar SFF um niðurfærslur lána!!!!! Þetta er glæsilegt helvíti!

Varðandi bílalánin er það staðföst skoðun mín að óheimilt sé að innheimta hærri lántökukostnað en kemur fram í samningi. Því hafi endurreikningur þessara lána verið óþarfur í flestum tilvikum. Flestir þessara samninga heimila breytingar á greiðslum en fæstir heimila breytingar á heildarlántökukostnaði.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.2.2012 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband