Það er gott að vita !

Kreppan er búin segir Ólína, þrátt fyrir að við séum við enn með krónuna og utan ESB, eða kannski einmitt vegna þess!

Það er ljóst að kreppan beit þingmenn ekki neitt sérstaklega hart, þó annað verði sagt um fjölskyldur landsins, hinn almenna borgara. Þar er ekki að finna neina slökun á biti kreppunnar.

Skattpíning hefur aldrei verið meiri og enn er bætt í á því sviði, nauðungaruppboðum fjölgar við hvern mánuð og þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem velja að yfirgefa landið sé að nálgast það hlutfall sem varð hér undir lok 19. aldar, í vesturferðunum, er atvinnuleysi það mesta sem við þekkjum.

Verðbólga er komin á fulla ferð, einkum vegna hækkana á gjaldskrám sveitafélaga og ríkisstofnana. Hækkana sem grípa verður til vegna aukinnar skattheimtu ríkissjóðs samhliða skerðinga á framlögum úr honum. Þá hefur einstaka neysluvara hækkað út yfir öll velsæmi, eins og t.d. eldsneyti. Þar eru hækkanir daglegt brauð, annarsvegar vegna þess að olíufyrirtæki landsins stunda grímulaust verðsamráð og einnig og ekki síður vegna sífellt hækkandi skattalagningar á eldsneytið. Allt bitnar þetta svo á lánþegum, sem hafa verið píndir inn að beini. Lán þeirra, sem stökkbreyttust við hrun bankanna, hækka enn.

Það er því erfitt fyrir hinn almenna borgara þessa lands að sjá að kreppan sé búin, þó þingmönnum finnist vera að rofa til, enda ekki saman að jafna kjörum þeirra. Veruleikafyrring Ólínu og reyndar flestra þingmanna stjórnarflokkanna er með ólíkindum. Maður veltir stundum fyrir sér í hvaða heimi þetta fólk lifir.

NEI Ólína, kreppan er EKKI búin, það er langur vegur þar frá!!

 

 


mbl.is „Kreppan er nefnilega búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef rétt reynist ættum við etv að skora á hana að "ættleiða" allar frekar hækkanir á nauðþurftum okkar og húsnæði sem ekki er hægt að rekja til hækkanna á heimsmarkaðsverði.

Ef svar hennar væri eitthvað annað en beint JÁ er víst að kerlingarálftin sé barasta að ljúga.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband