Launþegar landsins - orsök alls hins versta

Það er sárt að Styrmir Gunnarsson skuli vera farinn að nota þann góða vefmiðil sinn, Evrópuvaktina, til að ráðast gegn þeim sem minnst meiga sín í þjóðfélaginu, launþegum.

Styrmir kemst að þeirri niðurstöðu að sú launahækkun sem kemur til framkvæmda um þessi mánaðarmót muni skila sér að fullu út í verðlagið og að það sé launþegum um að kenna eða öllu heldu kjarasamningum síðasta vors.

Verið getur að þessi hækkun, 3,5%, á laun verkafólks, sem margt hefur minna en 200.000 kr. í mánaðarlaun, skili sér að hluta eða öllu út í verðlagið. En það er ekki launþegum að kenna, heldur stjórnvöldum!

Samhliða kjarasamningum síðasta vor, komu stjórnvöld með loforð um aðgerðir svo kjarabót launþega færi ekki út í verðlag. Það voru heitstrengingar um að laga umhverfi fyrirtækja að þessum samningum svo þau gætu greitt þessa lúsarhækkun, án þess að velta henni út í verðlag. En í þessu, eins og flestu, stóðu stjórnvöld ekki við sitt samkomulag, þvert á móti er umhverfi fyrirtækja gert enn verr en áður með aukinni skattheimtu.

Það er öllum ljóst, sem vilja vita, að launþegar landsins, einkum þeir sem eru neðarlega í goggunarröðinni, hafa þurft að taka á sig miklar skerðingar frá hruni bankanna. Skert laun samhliða skertum vinnutíma, aukinni skattheimtu og forsemndubrest lána hefur komið þessu fólki sérlega illa. Í kjarasamningum síðasta vor, báru margir vonir til að einhver leiðrétting yrði hjá þeim, að þau fengju eitthvað til baka af þeirri skerðingu launa sem þau höfðu orðið fyrir svo hægt væri að seðja sífellt gráðugri ríkissjóð og standa í skilum með stökkbreitt lán.

Því miður brást sú von algerlega. Strax á fyrstu mánuðum samninga var ljóst að ekki væri vilji til þess að fara þessa leið og þeir tvímenningar Viljhálmur E og Gylfi A stóðu saman sem klettur gegn sínum umbjóðendum. Niðurstaðan var flöt kauphækkun, miðuð við getur verst stöddu fyrirtækja landsins og til hjálpar ætluðu svo stjórnvöld að koma.

Launþegar, þ.e. þeir sem þyggja laun samkvæmt kjarasamningum, fengu því einungis brot af sinni skerðingu bætta. Og stjórnvöld voru fljót til og hirtu hana strax til baka með auknum álögum!!

Það sem fylgdi í kjölfarið var svo aftur gamalkunnugt. Þeir sem á eftir komu fengu flestir mun hærri leiðréttingu og sjálftökufólkið hefur, eins og oftast áður, farið mikinn í sínum launahækkunum. Þetta hefur orðið til þess að launavísitalan hefur hækkað nokkuð. En láglaunafólkið hefur ekki notið þess, þeirra laun hafa ekki hækkað í neinum takt við launavísitölu.

Það er sárt fyrir launþega, sem nú um þessi mánaðarmót er að fá launahækkun upp á litlar 6.500 kr., lesa það í fjölmiðlum að hann standi að aukinni verðbólgu í landinu. Það er erfitt fyrir þann einstakling að skilja, ef ekki útiloka. 

Styrmir Gunnarsson, svo góður penni sem hann er, ætti að beina spjótum sínum að þeim sem ber, ekki þeim sem þjást. Hann á að ráðast gegn þeim sem svikið hafa sinn hluta þess samkomulags sem fylgdi kjarasamningum síðasta vor. Þar liggur sökin, ekki hjá launþegum!! Hitt er rétt hjá Styrmi að Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson gerðu afdrifarík mistök við gerð þessara samninga. Þau mistök voru einkum tvenn, að krefjast þess að öll fyrirtæki og allir launþegar yrðu undir sama hatti og að taka trúanleg loforð frá stjórnvöldum.

Stjórnvöld hafa sýnt það og sannað að þeim er ekki teystandi og það áttu þeir félagar að vita auk þess sem margir bentu þeim á þá staðreynd. En þeir hlustuðu ekki og lögðu traust sitt á svikastjórn Jóhönnu.

Að krefjast þess að öll fyrirtæki og allir launþegar væru undir sama hatti í kjarasamningum, er eins vitlaust og hugsast getur. Fyrirtæki eru mis vel í stakk búin til að hækka laun sinna starfsmanna. Sum standa bara nokkuð vel, sérstaklega þau sem eru í útflutningi. Önnur standa verr, sumpart vegna þess að þau eru illa rekin en einnig vegna þess að þau urðu verr úti í bankahruninu. Það er þó merkilegt í því ljósi að horfa upp á mestu launahækanirnar verða í þeim fyrirtækjum sem hrunið er kennt við! Þó er ljóst að ekki er til neins að sækja launkröfu til fyrirtækja sem ekki hafa efni á þeim.

Launþegar eru einnig misvel settir, sumir hafa ekki orðið fyrir eins mikill skerðingu og aðrir. Þeir sem neðstir eru í launastiganum hafa orðið verst úti.

Kjarasamningar eiga að fara fram á milli fyrirtækja og starfsmanna þeirra, ekki í fílabeinsturni ASÍ og SA. Þá semja fyrirtækin um þá launahækkun sem þau ráða við og starfsmenn njóta góðs af vel reknum fyrirtækjum. Þetta leiðir til heilbrigðrar samkeppni um starfsfólk, vel rekin fyrirtæki fá þá væntanlega hæfast fólkið til sín og fyrirtækið verður enn betur rekið. Illa rekin fyrirtæki sitja uppi með skussana þar til þau rúlla eða hæfari aðilar taka við stjórn þeirra. Þetta leiðir sjálfkrafa tl þess að fyrirtækin leitist við að ráða hæft starfsfólk til stjórnunar, það verður í raun lífsspursmál fyrir fyrirtækin. Stjórnvöld eiga ekki heima við borð kjarasamninga og alls ekki stjórnvöld sem þekkt eru fyrir svik!! 

Sú stefna sem Gylfi og Vilhjálmur tóku upp í síðustu kjarasamningum, leiðir hins vegar til flatneskju á vinnumarkaði. Fyrirtæki þurfa ekki og geta ekki laðað til sín hæft starfsfólk. Launþegar sjá ekki neinn hag í því að leggja meira af mörkum en nauðsyn ber og allir tapa. 

Merkur maður, sem lengi var forsjóri í einu stóriðjufyrirtæki landsins orðaði það svo að fyrirtækið væri fyrst og fremst starfsfólkið sem þar vinnur. Hús og tæki væri bara járnarusl sem starfsfólkið nýtti sér til að búa til verðmætin.

Ég skora á Styrmi Gunnarsson að snúa penna sínum gegn þeim sem sök eiga, ekki gegn launþegum landsins. Þeir eru fórnarlömbin. Sá sem nú fær launahækkun upp á 6.500 kr. til að mæta aukinni skattheimtu og hækkana lána, getur ekki með nokkru móti talist sekur að aukinni verðbólgu!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband