Einfalt, lækkið skattana !

Þegar almenningur er skattpíndur í rot og þarf að velta hverri krónu fyrir sér, grípur hann fegins hendi því þegar honum býðst rúmlega fjórðungs lækkun á vöru eða þjónustu sem hann þarf að versla. Í staðinn fær hann ekki pappíra yfir það sem hann keypti en þeir pappírar eru honum hvort eð er verðlausir, þar sem almenningur getur ekki nýtt sér þá til frádrags á skattaskýrslu.

Þegar fyrirtækjum sem berjast í bökkum býðst að ráða starfsfólk sem er utan skattkerfisins, er auðvelt að skilja að þau freistist til að ráða slíkt fólk. Það sparar fyrirtækjum mikla peninga.

Þegar launþegi getur fengið vinnu utan skattkerfis, grípur hann það fegins hendi. Hann getur boðið fyrirtækinu að vinna á helmingslaunum en samt grætt!

Þetta er auðvitað brenglaður hugsanaháttur, auðvitað eiga allir að skila sínu til ríkiskassans svo velferðakerfinu verði haldið uppi. En það er hver sjálfum sér næstur og þegar skattpíningin er orðin svo mikil að fólk beinlínis er að fara á hausinn vegna hennar og þegar í ofanálag stjórnvöld eru að draga verulega saman í velferðakerfinu, er ekki nema von að hver sem getur reyni að komast framhjá þessari píningu. 

Lækkið skattana og allir verða ánægðir.

Með lækkun skatta mun ávinningur af því að fara framhjá þeim minnka, betri innheimta verður og fyrirtækin eiga auðveldara uppdráttar. Það er hagur allra og skatttekjur ríkissjóðs aukast.

Þegar fæst ekki aukið fé í ríkiskassan með því að hækka skattstofnana, einungis með því að breikka þá. En með breikkun er ekki þó ekki átt við að nýjir skattstofnar séu fundnir upp, eins og núverandi stjórnvöld hafa verið einstaklega dugleg við og hafa sýnt áður óþekkta hugkvæmni á því svið. Með breikkun er átt við að fá fleiri skattgreðendur að borðinu, að fækka þeim sem ekki geta borgað skatta með því að efla atvinnulífið. Fleiri fyrirtæki og fleira fólk í vinnu skilar meira í ríkiskassann en ofurskattlagning, sem þegar er orðin svo mikil að fólk beinlínis verður að beyta öllum þeim ráðum sem það hefur til að komast hjá skatti, svo það einfaldlega komist af, geti lifað!!

Svartri vinnu og undanskotum á skattgreiðslum verður einungis útrýmt með lækkun skatta, það er fljótvirk og örugg leið.

 


mbl.is Þarf skjótvirkari úrræði til að sporna við svartri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem svíkur undan skatti gerir það ekki vegna skatthlutfallsins.

Það er bara prinsipp að svíkja undan.  Þetta er ekkert flókið.

Brotaviljinn reiknast ekki í prósentum

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 08:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég í haða heimi þú lifir Jón, en mikil skattpíning leiðir að sjálfsögðu til þess að þeir sem geta, svíkja undan skatti. Því hærri skattur, því meiri gróði!

Þá er einnig ljóst að mikil skattpíning minkar neyslu og um leið tekjur fyrir ríkissjóð.

Hitt er annað mál að það eru alltaf til einstaklingar sem leytast við að standa utan skattkerfisins, þeir munu alltaf verða til. En það er tiltölilega fámennur hópur og með lægri sköttum og gegnsærra skattkerfi, er auðveldara að ná til þeirra.

Sá fjöldi sem nú er verið að kljást við á þesu sviði, kemur til vegna aukinnar skattpíningar stjórnvalda og þau gera mönnum einnig auðveldara að svíkja undan skatti með því að flækja skattkerfið og gera það að þeim frumskóg að nánast útilokað er að ná til þeirra sem svíkja.

Gunnar Heiðarsson, 31.1.2012 kl. 09:22

3 identicon

Þó að skatturinn (sem er jú pína eins og er) væri lækkaður um einhver prósent myndi það litlu, jafnvel engu breyta um skattsvik.

Það sem þarf er hugarfarsbreyting.

Hér svíkja alltof margir undan skatti hreinlega vegna þess að það telst "þjóðaríþrótt" og alltof margir vilja taka þátt.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 11:24

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þegar skattarnir voru lækkaðir í tíð fyrri stjórnar, skilaði það sér í meiri skatttekjum, það er staðreind. menn geta skoðað það ef þeir vilja.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.2.2012 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband