Hjólin farin að snúast

Það má vissulega segja að hjólin séu farin að snúast, ekki þó hjól atvinnulífsins, heldur hjól verðbólgunnar. Og allt er þetta í boði hinnar "tæru vinstristjórnar" sem ætlaði að verja hag heimila landsins.

Sú staðreynd að verðbólga hér er farin á fljúgandi ferð, allt vegna óhóflegrar skattpíningarstefnu stjórnvalda, er skelfileg. Þetta mun bitna verst á þeim sem verst eru staddir fyrir, fjölskyldum landsins. Lán hækka sem aldrei fyrr, eigur fjölskyldna minnka og launin halda enganveginn í við verðbólguna. Kjör fólks og fyrirtækja rýrna enn frekar og mátti nú varla við meiru!

En ASÍ má lítið vera að því að verja umbjóðendur sína, þar á bæ eru menn uppteknir við að hjálpa afturhaldsríkisstjórn Jóhönnu við að koma landinu undir ESB. Vissulega benda forssvarsmenn ASÍ á þá staðreynd að hér fari verðbólga hækkandi, en ekki til að nýta það til rökfærslu gegn skattastefnu stjórnvalda og ekki heldur til rökfærslu gegn verðtryggingu. Þvert á móti nýtir ASÍ þessar skelfulegu upplýsingar til að rökstiðja þá draumsýn sýna að evran sé betri kostur en króna! ASÍ er ekki lengur samtök launþega landsins, þessi samtök eru orðin öflugur hluti áróðursmaskínu ESB!!

Verðbólgan skapast ekki vegna krónunnar, hún skapast fyrst og fremst vegna hækkunnar á opinberri þjónustu, s.s. hækkanir á hita, rafmagni, sorphirðu, fráveitu og vatnsjöldum, heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu. Nokkuð merkilegt í ljósi þess að vinstristjórn er við völd! Þá vega hækkanir á eldsneyti nokkuð í verðbólgunni, en það hefur hækkað vegna erlendra hækkanna og lítið við því hægt að gera, en megin hækkun þess er þó vegna aukinna skatta á eldsneytið!

Það er ekki krónan sem veldur verðbólgunni, heldur arfavitlaus stjórnarstefna. Þessi verðbólga er nánast að öllu leiti til komin vegna aðgerða stjórnvalda. Ekki þó aðgerða til að efla atvinnulífið, heldur aðgerða sem virðast ætlaðar til þess eins að auka enn á hörmungar landans.

Enn á ný, eins og svo oft áður, hvarflar að manni sú hugsun að þetta sé allt með ráðum gert, að verið sé að koma efnahag landins niður á sama plan og innan austurevrópulanda, svo auðveldara verði að benda á dýrðina í Brussel.

Hvort heldur þessi stefna stjórnvalda er með ráðnum hug gerð, eða vegna heimsku þeirra sem með völdin fara, er ljóst að stjórnvöld eru að fremja landráð!!

 


mbl.is Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband