Hvar liggur brjálsemin ?

Ef skilningur Björn Vals er réttur um að fáfræði og mannvonska sé merki um brjálsemi, er vissulega hægt að segja að núverandi stjórnvöld og áhangendur þeirra séu brjáluð. Það þarf ekki að setja neitt spurningamerki þar á eftir!

Stjórnvöld skattleggja allt sem hugsanlega er hægt að skattleggja og skattleggja síðann skattinn. Það er brjálsemi af háu stigi. Að skattleggja skatt er reyndar ekki löglegt, en það stendur ekki í vegi fyrir brjálsemi stjórnvalda.

Brjálsemi stjórnvalda hafa komið fjölskyldum landsins á kaldann klaka og ekkert lát er á brjálseminni.

Sá skattur sem Vilhjálmur Bjarnason vísar til snýr að honum, svo eðlilegt er að hann ræði hann. En þetta gætu verið orð hvers Íslendings, bara um ýmsa aðra skatta. Á Íslandi er enginn undanskilinn brjálsemi stjórnvalda, hvorki fjármagnseigandinn né fjölskyldumaðurinn.

Það þarf ekki að lýsa hörmungum aldraðra, öryrkja og sjúkra, þær hörmungar eru enn verri og enn er hægt að þakka brjálsemi stjórnvalda!!

 


mbl.is Björn Valur: Er maðurinn brjálaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf er verið að miða skatta við önnur lönd.

það væri svosem allt í lagi, ef LAUNIN væru sambærileg!

Og hafðu það Björn Valur !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:12

2 identicon

Einmitt - almúginn er svo sannarlega kominn á kaldan klaka, í orðsins fyllstu merkingu. Margir búnir að missa húsnæði sitt og flest ungt fólk útilokað frá húsnæðiskaupum Þessi GLÆPASTARFSEMI heldur áfram þar til almúginn snýst til varnar, í orðsins fyllstu merkingu. Steingervinginn Jógrímu burtu! Og það fyrr en seinna!

Almenningur (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:20

3 identicon

Ég hélt að Björn Valur gæti nú haldið kj.... rétt á meðan hann væri í jólafríinu. En það er víst til of mikils mælst. Þessi strigakj......

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband