Eigið fé! Er maðurinn galinn!

Hvernig dettur mannininum þessi fyrra í hug, að fyrirtæki safni eigin fé?! Að láta slíka vitleysu út úr sér. Hér á landi má enginn safna eigin fé, nema bankarnir auðvitað, ekki fyrirtæki sem skapa verðmæti og alls ekki fjölskyldur landsins.

Ef Steingrímur hefur hinn minnsta grun um að einhversstaðar sé að safnast fé er samstundis lagður skattur, bara ef grunur vaknar. Það má ekki undir neinum kringumstæðum skapast sú staða að einhver fari að safna eigin fé! Og ekki virðist arftaki Steingríms ætla að bregðast heldur, hún hefur gefið út að sömu stefnu verði haldið og Steingrímur innleiddi! Skattleggja skal allt sem hugsanlega er hægt að skattleggja og síðan farið í brain storm um hvað meira er hægt að skattleggja. Ef eitthvað verður útundan, ef einhversstaðar gleymist að skattleggja, er bönkum gefið skotleyfi á þá aura!

Það er því algerlega óforkastanlegt að nokkrum manni skuli detta það í hug að fyrirtæki fái að safna eigin fé, til að taka á þeim vanda sem þau gætu orðið fyrir. Fyrirtækin eiga bara að reka sig með tapi, tapi vegna skattheimtu. Þá getur ríkið tekið þessi fyrirtæki yfir eftir nokkur ár og gert þau að sannkölluðum ríkisfyrirtækjum, að hætti hins gamla og góða USSR!!

 


mbl.is Draga úr umsvifum vegna skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað algerlega galin stefna að kæfa atvinnulífið svona.  Vonandi splundrast þessi ríkisstjórn sem fyrst.

Njáll (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband