Styðja ríkisstjórnina en ekki verk hennar !

Hvað kallast það?

Það eru sömu viðhorf hjá Samfylkingarfólki og VG liðum, að þeir styðja ríkisstjórnina en ekki verk hennar. Þetta er stórundarlegt ástand og nánast kómískt, ef ekki kæmi til sú helferð sem stjórnvöld fara með á hendur aldraðra, öryrkja og fjölskyldna landsins.

Þingmenn sem gagnrýna störf stjórnvalda eiga að hafa dug til að fylgja þeirri gagnrýni. Geri þeir það ekki eru þeir ekki starfi sínu vaxnir, þeir eru þá einungis heiglar sem þora ekki!

Þannig fólk á ekkert erindi á Alþingi Íslendinga!!

 


mbl.is Vilja klára kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er alveg ótrúlegt að horfa á þetta Gunnar og ekki laust við að manni finnist VG eiga það skilið að verða þurkaðir út sem flokkur þar sem forystan gerir ekkert annað en samþykkja gegn vilja heildarinnar...

Annars situr í mér frétt um daginn þar sem það kom fram að Steingrímur væri komin í þá stöðu að verða að skrifa sjálfum sér bréf sem einn ráðherra til annars ráðherra...

Getur það veruð að hann sé að fá mörg ráðherralaun...

Þetta er orðið svo mikil vittleysa allt saman að það hálfa væri nóg og er orðið mikilvægt fyrir Íslensku Þjóðina að koma þessari Ríkisstjórn frá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.1.2012 kl. 08:17

2 identicon

Annað hvort tekur grasrótin í VG málin í sínar hendur og setur stjórn flokksins af eða eins og Ingibjörg skrifar verða þurrkaðir út.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 08:54

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Grasrótin virðist skorta kjark, svo líklegast er að flokkurinn þurkist að mestu út í næstu kosningum, enda virðist flóra framboða á vinstrivængnum ætla að verða nokkur. Kannski ekki í samræmi við fjölda kjósenda, en það er bara betra.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2012 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband