Getulaus ríkisstjórn !!

Það lýsir best hversu máttlaus ríkisstjórnin er og hversu tæpur meirihluti hennar er á Alþingi, að áður en ákvörðun er tekin um breytingu innan hennar, verður að finna stuðning til þess utan stjórnarflokkanna.

Þór Saari, sem lýsti þessum þreifingum á þann veg að fyrst hefði verið farið að bjóða góðann dag, síðan farið að bjóða góðann dag í tíma og ótíma og loks boðað til fundar um stuðning við stjórnina. Hreyfingin var stofnuð eftir mótmælin miklu í kjölfar hruns bankanna, um nánast eitt málefni; vörslu um réttindi fjölskyldna landsins.

Eins og allir vita hefur núverandi ríkissjórn látið sér í léttu rúmi liggja sá vandi sem steðjar að fjölskyldunum og skipað sér á sess með fjármagnsvaldinu í einu og öllu. Því verður ekki séð að Hreyfingin geti stutt þessa ríkisstjórn og reyndar nánast svíviðrða af stjórninni að fara fram á stuðning þess flokks, við áframhaldandi nauðgun á fjölskyldum landsins. Þingmenn Hreyfingar ættu að vera búnir að átta sig á að loforð frá þessari ríkisstjórn eru ekki pappírsins virði!

Það mun því reyna á þingmenn Hreyfingar eftir áramót, hvort þeir verði trúir sinn hugsjón og kjósendum, eða hvort þeir meti meira eigin þingsæti. Ef þeir verða trúir sinni hugsjón og kjósendum og verja ekki ríkisstjórnina falli, munu líkur á áframhaldandi setu þeirra á Alþingi verða nokkrar eftir næstu kosningar, en ef þeir velja stóla sína og verja stjórnina falli, er út um frekara starf þessa fólks á þingi. Þetta mun verða prófsteinn Hreyfingarinnar, hvort hún lifir eða deyr!

Það liggur ljóst fyrir að ef Jóni Bjarnasyni verður kastað úr ríkisstjórn mun meirihlutinn vera fallinn. Að vísu hefur Jón einungis eitt atkvæði á þingi, eins og allir aðrir þinmenn og það atkvæði verður að sjálfsögðu unnið upp með stuðningi Guðmundar Steingrímssonar. Það liggur því eitthvað meira að baki vandræða stjórnarinnar, að Steingrímur og Jóhanna telji að fleiri muni hlaupa úr skaftinu. Því þurfi að tryggja stuðning Hreyfingarinnar.

En mun það duga? Hvað með þingmenn Samfylkingar? Munu þeir sætta sig við að Árni Páll verði settur til hliðar? Munu þeir sætta sig við að Steingrími verð færð öll völd er snýr að fjármálastjórnun landsins, að þau völd verði alfarið á hendi VG með tilheyrandi afturhaldssemi? Það er alls ekki víst að stuðningur Hreyfingar og Guðmundar muni duga stjórninni!

Á morgun munu þingflokkar VG og Samfylkingar halda sína fundi um málið og af þeim loknum mun verða haldinn ríkisráðsfundur. Þá kemur í ljós hvort skrefið út í fenið verði stigið, eða hvort áfram verður staðið á bakkanum í sama aðgerðarleysinu og hingað til.

Verði niðurstaðan sú að breytingunni verði haldið til streytu, má gera ráð fyrir að Steingrímur og Jóhanna hafi tekist að tala sitt fólk til hlýðni, tekist ætlunarverk sitt. Þá mun Steingrímur væntanlega vera nokkuð öruggur um sinn dásamlega ráðherrastól næstu 18 mánuði og Jóhanna sér þá fram á hraðferð í aðlögunarferlinu að ESB. Hvorugt þarf þó að spá í hlutina að loknum næstu kosningum!!

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkisstjórnin fékk reisupassann frá 93,2% þjóðarinnar þann 6. mars 2010 og Alþingi fékk rauða spjaldið frá 60% þjóðarinnar þann 9. apríl 2011.

Það er því löngu tímabært að þjóðin fái að kjósa sér nýtt fólk á Alþingi, út á það gengur lýðræðið!

Vonandi mun það ekki dragast lengur en fram að vordögum!!


mbl.is Segir Árna Pál og Jón á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Þakkir fyrir góðan pistill Gunnar.

Ef ráðstjórnarhættir Jóhönnu og Steingríms ganga eftir tel ég vart að nokkur maður sem situr í þessari ríkistjórn eða styður ríkisstjórnina geti gengið reistur eftir morgundaginn, svo átakanlega aum eru ætlunarverk Jóhönnu og Steingríms.

Anna Björg Hjartardóttir, 30.12.2011 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband