Og auðvitað rísa hundarnir upp á afturlappirnar og sýna tennurnar

Tillaga Péturs Blöndal, um aukið lýðræði í lífeyrissjóðunum fær vissulega dræmar móttökur hjá sjálfskipuðum stjórnendum sjóðanna. Þeir rísa upp á afturlappirnar eins og hundar og sýna tennur sýnar. Fáir hræðast þó þá hunda eða lélegar tennur þeirra. Gamlir og lúnir hundar eru sjaldan til stórræða!

Það er eðlilegt að Arnar Sigmundsson skuli vera á móti tillögu Péturs, enda munu atvinnurekendur missa öll völd yfir sjóðum launafólks, verði hún að lögum. Völd sem þeir hafa gróflega misnotað. 

Rök Arnars eru hins vegar frekar slöpp og vart svaraverð. Hann telur of flókið að fara í slíka breytingu og að málefni sjóðanna tengist oftar en ekki kjarasamnngum.

Þeir sem telja lýðræðið flókið eru einfaldlega á móti því.

Það er margt sem tengist kjarasamningum, einnig lífeyrisréttindi. Hvernig hægt er að fullyrða að lýðræðiskjörnar stjórnir þeirra muni tefja þar er erfitt að átta sig á.

Gylfi Arnbjörnsson skuli setja sig gegn þessari tillögu er þó undarlegra og ekki eru rök hans haldbærri en rök Arnars. Fyrir það fyrsta þykir Gylfa undarlegt að Alþingi vilji skipta sér af málinu, eins og það sé eitthvað heilagt. Þá bullar hann í takt við Arnar um tengingu lífeyrissjóðanna við kjarasamninga.

Að telja það undarlegt að Alþingi skipti sér af fyrirkomulagi sem hefur verið nánast óbreytt í rúma fjóra áratugi, fyrirkomulagi sem hefur verið gagnrýnt nánast allann þann tíma, er fyrring og lýsir tengslaleysi Gylfa við sína umbjóðendur.

Tenging lífeyrisréttinda við kjarasamninga er vissulega mikil, en að nauðsynlegt sé að stjórnir sjóðanna skuli vera skipaðar að hálfu af fulltrúum atvinnurekenda og hálfu af fulltrúum launþega, er engin nauðsyn, reyndar frekar hamlandi. Þá er alls engin nauðsyn að fulltrúar launþega skuli skipaðir af þröngum hópi manna sem Gylfi hefur raðað umhverfis sig.

Stjórnir sem kosið er til í lýðræðislegri kosningu geta fyllilega staðið vörð sjóðsfélaga í kjarasamningum, mun frekar en skipaðar stjórnir samsettar af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnar ASÍ!!

Afstaða Gylfa til tillögu Péturs lýsir enn og aftur þeirri fyrringu sem maðurinn er haldinn og tengslaleysi hans við launafólk í landinu. Þetta er einungis enn ein yfirlýsing Gylfa á því að hann stendur nær atvinnurekendum en launþegum! Þessi afstaða segir einnig hversu nauðsynlegt er að koma á eðlilegu lýðræði innan ASÍ, að kosning til trúnaðarstarfa þar verði færð úr höndum fámennrar klíku yfir til launafólks.

Vonandi verður tillaga Péturs að lögum sem fyrst, enda engin ástæða til að ætla annað. Hvernig geta þingmenn rökstutt andstöðu sína við hana? Hvernig ætla þingmenn að rökstyðja andstöðu við lýðræðið?

Þegar lögum um lífeyrissjóði hefur verið breytt til aukins lýðræðis, mun verða auðveldara að koma ASÍ úr klóm einræðis og klíkuskapar, auðveldara að koma á eðlilegu og löngu nauðsynlegu lýðræði innan þaess, lýðræði sem byggir á aðkomu launþega!!

Þá getur Gylfi farið að leita sér að annari vinnu, kannski Arnar og Villi E, vinir hans, geti tekið hann upp á sína arma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband