Evruvandinn kominn á nýtt stig

Vandi evruríkjanna virðist vera að þróast á nýtt stig. Í stað þess að vinna að lausn vandans er nú lögð megin áhersla á að benda á aðra, að grafa undan öðrum ríkjum, í tilraun til að afvegaleiða fjölmiðla frá hinum raunverulega vanda, auk þess sem harðar árásir eru gerðar á matsfyrirtækin.

Árásir á Bretland eru einkum vinsælar hjá stjórnmálamönnum evruríkja og embættismönnum ESB. Skapst það væntanlega vegna þess að Cameron vildi ekki fórna enn frekara sjálfstæði til Brussel og neitaði aðild að svokölluðu samkomulagi sem samþykkt var fyrir viku síðan. Samkomulagi um eitthvað sem enginn veit þó í raun hvernig verður, þar sem eftir er að setja saman texta þess!

Matsfyrirtækin hafa vissulega gert mistök, stór mistök. Þau gáfu bönkum heims bestu einkun allt fram að hruni haustið 2008. Íslenskir bankar voru allir með í höndum nýtt mat fá þessum fyrirtækjum um að þeir stæðu vel, væru vel reknir, þá daga sem þeir voru yfirteknir af ríkinu! Þetta voru vissulega mistök matsfyrirtækjana.

En nú, þegar þau virðast vera að vinna vinnu sína og vara við hættunni, er ráðist gegn þeim og sagt að þau séu að grafa undan evrunni. Er ekki einfaldara að áætla að matsfyrirtækin, eins og reyndar margir fleiri, telji að þetta svokallaða samkomulag muni engan vegin duga til bjargar evrunni? Kannski í ljósi þess að einungis tvö af 17 ríkjum evrunar, Ítalía og Spánn, þurfa á næsta ári að endurfjármagna lán að upphæð 500 milljarða evra. Þetta er fyrir utan vanda Grikklands, Portúgal og Írlands, auk fleiri ríkja evrunnar. Kannski í ljósi þess að skuldir evruríkjanna tengja þau betur saman en nokkuð annað, að skuldirnar fléttist milli þessara ríkja eins og kóngulóarvefur og ef eitt fellur munu hin fylgja á eftir. 

Að fara þá leið að kenna öðrum um eigin vanda er lítilmannlegt og einungis stundað af þeim stjórnmálamönnum sem ekki eru starfi sínu vaxnir!

Þetta er hættulegur leikur sem getur auðveldlega snúist í höndum manna og leitt til enn meiri hörmunga. Það er einungis rúmir sex áratugir síðan Evrópa logaði í styrjöld og rúmir tveir áratugir sem stríð geysaði í hluta Evrópu. Það er grunnt á drauginn og óþarfi að leika sér að því að stugga við honum. Draugurinn gæti vaknað aftur!!

 

http://www.evropuvaktin.is/frettir/21489/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ekki sagan kennt okkur að svona vinnubrögð eru oftar en ekki einmitt uppskriftin að alvarlegum ófriði Gunnar? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 07:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hafa orðið stríð af minna tilefni, því miður. En við verðum að vona að menn sitji á strák sínum.

Það er annars með ólíkindum hvað stjórnmálamenn og embættismenn evruríkja eru harðorði, ekki bara gagnvart Bretum, heldur einnig í garð hvers annars. Það er ekki að sjá að mikil sátt ríki almennt meðal þeirra.

Meðan ástandið er með þessum hætti er lítil von til að nokkuð vitrænt komi evrunni til bjargar.

Gunnar Heiðarsson, 16.12.2011 kl. 07:49

3 identicon

Eru þeir ekki komnir í öngstræti og frekar en að viðurkenna það og einfaldlega víkja sæti fyrir öðru fólki sem hefur kannski vilja og getu til að fara aðrar leiðir þá fara þeir að bítast út í aðra.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband