Bandormur

Allt fram á 20. öldina var bandormur landlægur hér á landi. Þetta var skaðræðisskepna sem oftar en ekki leiddi til þess að sullur kom upp. Sullur leiddi hins vegar stundum til dauða, en ef hann sprakk var viðkomanda dauðinn vís.

Það tókst þó að útrýma þessum óvætti úr landinu að mestu. Bandormur smitaðist í fólk frá hundum, í flestum tilfellum. Stór aukinn þrifnaður og markvisst átak í hreinsun hunda og annara húsdýra, hefur útrýmt þessari óværu.

Það er þó ein skepna sem þessi sýkill er enn í og lifir góði lífi, það er ríkissjóður. Haust hvert vaknar hann upp af svefni sínum og er duglegur að sjúga til sín næringu, allt til áramóta. Svo duglegur er ormurinn oft á tíðum að næring til fólksins hverfur að mestu og veslast það upp á meðan.

Þetta haustið er engin undartekning, ormurinn hefur hins vegar verið duglegri nú en oftast áður og dregur til sín alla næringu sem hann kemst yfir og vel það. Svo duglegur er hann að áhrifa hans mun gæta allt fram að næsta hausti, þegar hann vaknar aftur.

Það er ljóst að ríkisjóður er stór sýktur af þessari óværu og bráð nauðsynlegt að hreinsa hann, eins og hund. Að öðrum kosti er veruleg hætta á að sullur myndist og er þá skammt til endaloka.

Það er ekkert náttúrulögmál að bandormur þurfi að lifa í ríkissjóð, ekki frekar en hundum eða fólki. Þetta er einungis spurning um þrifnað og ábyrgð, að þeim sóðaskap sem stjórnvöld viðhafa gagnvart ríkissjóð verði útrýmt.

Fáar ríkisstjórnir hafa verið jafn sóðalegar og sú er nú situr að völdum!!

 


mbl.is Aðför að starfsfólki tryggingafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræddur er ég um Gunnar að svona misrétti sé bara til að auka ófrið í þjóðfélaginu, er ekki nóg óánægjan með sjómanna afsláttinn og hann kallaður ójöfnuður er þetta eitthvað öðruvísi?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef aldrei verið á sjó, utan nokkur sumur á grásleppu en það telst varla sjómennska.

Sjómannaafslátturinn á rætur sínar að rekja til kjarasamninga og afnám hans því brot á þeim. Hitt er annað mál að líkja mætti sjómannaafslættinum við dagpeninga þeirra sem ferðast á vegum fyrirtækja, eitthvað sem er einna þektast hjá ríkisstarfsmönnum.

Einn helsti munur þessara greiðslna er þó sá að sjómannaafslátturinn er einungis brot af þeim dagpeningum sem margir aðrir fá.

Það er endalaust hægt að deila um hvort sjómannaafslátturinn er jöfnuður eða ójöfnuður, hann kom inn í tengslum við gerð kjarasamninga og því hluti þeirra. Ef hann er tekinn af þarf að sjálfsögðu að bæta það með einhverjum hætti.

Því miður er þetta ekki einu afskipt stjórnvalda af kjarasamningum. Í tengslum við þá hafa komið inn ýmsar bætur og afslættir frá sköttum. Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina verið dugleg við að kroppa í þetta og hafa af fólki. Núverandi ríkisstjórn hefur þó sennilega slegið öll met á því sviði.

Afskipti stjórnvalda af kjarasamningum eru alltaf af hinu illa. Þeir samningar sem gerðir voru síðasta vor eru hressileg áminning um það. Um kaup og kjör eiga launamenn að semja við sinn vinnuveitanda á þeim kjörum sem fyrirtækið getur staðið við og launþeginn sættir sig við.

Þetta myndi einfaldlega útrýma þeim fyrirtækjum sem ekki gætu greitt sómasamleg laun, þau væru einfaldlega ekki samkeppnisfær, hvorki rekstrarlega né mannskapslega.

Þeir atvinnurekendur sem hugsa rökrétt vita að fyrirtækið er fyrst og fremst starfsfólkið sem hjá þeim vinnur, húsnæði og tæki eru einungis hjálpartæki fyrir starfsfólkið til að skapa verðmætin. Þeir atvinnurekendur sem þannig hugsa og sem betur fer þekkjast þeir enn, eru alltaf farsælir og rekstur þeirra fyrirtækja í góðu lagi.

Afskipti ríkisvaldsins af kjarasamningum og miðstýringu þeirra af hálfu samtaka launþega og atvinnurekenda, gerir þessum atvinnurekendum óleik, þeir verða að beigja sig undir ákvarðanir annara og greiða fólki sínu laun, algerlega óháð afkomu fyrirtækissins. Í flestum tilfellum geta vel rekin fyrirtæki greitt góð laun og vilja gera það. Þess í stað er þeim nauðgað til að greiða laun samkvæmt getu illa rekinna fyrirtækja.

Þetta kallast víst jafnaðarstefna! Að allir hafi það jafn andskoti skítt!!

Hitt er annað mál að þessi skattur á laun tiltekinna atvinnugreina er auðvitað misrétti. Ef þetta hefði komið inn í gegnum kjarasamning liti málið öðru vísi út.

En það þarf þó ekki að óttast kjör starfsfólks þessara fyrirtækja, þau verða ekki skert. Fyrirtækin hækka einfaldlega sína gjaldskrá og við neytendur munum sitja uppi með pakkann.

Það er þó ljóst að fyrirtækin munu nýta sér þetta til að afsaka uppsagnir á einhverjum starfsmönnum, aðalega þeim sem neðstir eru í keðjunni. En þær uppsagnir munu koma til hvort sem þessi skattur verður eða ekki, það hefur þegar komið fram að til standi að hagræða enn frekar og allir vita að hagræðing er annað orð yfir fækkun starfsfólks!

Því mun þessi skattur, eins og reyndar allir aðrir skattar stjórnvalda, lenda á almenning. Og fjármálaráðherra lýgur því að þjóðinni að engar skattahækkanir muni verða, alla vega ekki á almenning. Heldur maðurinn að Íslendingar séu upp til hópa hálfvitar? Dettur honum virkilega í hug að einhver fari að greiða meiri skatt til ríkissins, ef hann hefur möguleika á að velta þeirri byrði yfir á aðra?

Maður er virkilega farinn að velta því fyrir sér hvað sé raunverulega að í hausnum á Jóhönnu og Steingrími. Þau eru gjörsamlega út á þekju, viljandi eða óviljandi. Hvort heldur er, eru þau algerlega vanhæf!!

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2011 kl. 12:02

3 identicon

Alltaf þegar ég les um skattahækkanir og álögur á almenning, dettur mér það sama í hug. Það er næg vinna t.d. í Noregi og mannsæmandi líf framundan. Eftir hverju er fólk að bíða?

Við fórum af sömu orsökum fyrir 22 árum. Alveg sama þótt staðið væri í skilum, alltaf jókst skuldin.

Við sjáum ekki efir einni mínótu og verðum alltaf meira og meira undrandi á þessarri þjóð.

Nú er verðbólgan á Íslandi 5,1 % og sú mesta í Evrópu.

Þetta eru ekkert nýjar fréttir. Þetta hefur alltaf verið svona, líka þegar við fórum. Þessi þjóð er klikkuð!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband