Það er fleirum misboðið !

Sú uppákoma sem varð á Alþingi í morgun á sér vart hliðstæðu. Þá voru fjáraukalög afgreidd með hraði og í ofanálag hælir fjármálaráðherra sér af góðri afgreiðslu laganna.

Þessi málsmeðferð öll er Alþingi til skammar. Fjáraukalögum var kippt út úr fjárlaganefnd með hraði og afgreiðslu þeirra flýtt á Alþingi, þrátt fyrir að þingmenn í nefndinni hafi ekki fengið nauðsynleg gögn fyrr en á lokafundi hennar. Gögn sem skipta ríkissjóð miklu máli og gætu kostað hann miklar fjárhæðir. Þessi gögn voru í ofanálag trúnaðarmál og þingmönnum þannig gert útilokað að kynna sér málið til hlítar.

Hvað er verið að fela?

Hvers vegna þurfti að flýta afgreiðslu laganna?

Er eitthvað í þessum gögnum sem ekki þolir dagsljósið?

Eru einhver gögn ekki komin fram sem gætu "truflað" afgreiðslu fjáraukalaga?

Það hlýtur eitthvað að liggja að baki því að málið var keyrt í gegn með hraði. Í öllu falli er ekki hægt að tala um vönduð vinnubrögð í þessu máli.

Viðtal við forseta Alþingis í útvarpi í morgun var þó til að virðing Alþingis, hafi hún verið til, fór veg allra veraldar. Þar marg tuggði forseti að þingmenn ættu að fara að lögum, svaraði öllum spurningum með þeim orðum. Þegar svo spyrjandi spurði hvort dregið væri af launum þingmanna ef þeir ekki mættu til vinnu, þá tafsaði bara í forseta, hún virtist ekki vita hvað væri verið að spyrja um. Er það virkilega svo að forseti Alþingis er komin svo langt frá raunveruleikanum að hún átti sig ekki á slíkum spurningum, eða var spyrjandinn kannski með handrit frá henni og fór út fyrir það?

Auðvitað er ekki dregið af launum alþingismann þó þeir mæti ekki í þingsal, en viðbrögð forseta Alþingis við spurningunni voru hins vegar undarleg. Hún hefði einfaldlega getað sagt sem var, að alþingismenn væru ekki háðir stimpilklukku.

Virðing Alþingis varð fyrir miklum skaða við bankahrunið, haustið 2008. Það hefði átt að leiða til þess að alþingismenn og sérstaklega stjórnvöld, þau eiga jú að vera leiðandi á þingi, hefðu unnið að því að vinna virðung þingsins aftur. Því fer þó fjarri!

Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur hvert málið af öðru orðið til þess að virðingin minnkar.

Þjóðinni var haldið frá þeirri ákvörðun hvort sækja ætti um aðild að ESB.

Þeirri sömu umsókn var svo nauðgað gegnu Alþingi með hótunum og þurftu nokkrir alþingismenn að svíkja gefin loforð við sína kjósendur vegna þess.

Icesave I átti að keyra gegnum þingið með sama hætti og án þess að þingmenn fengju að kynna sér málið. Sem betur fer tókst að forða því.

Icesave II var keyrt í gegn með þvingunum. Forsetinn vísaði þeim samningi til þjóðarinnar, sem felldi hann með eftirminnilegum hætti.

Icesave III var einnig keyrt í gegn með þvingunum. Þeim samningi vísaði forsetinn einnig til þjóðarinnar og aftur felldi þjóðin ákvörðun Alþingis. Þarna hefði maður haldið að þingið væri búið að átta sig á að það hafði ekki lengur stuðning þjóðarinnar. En aldeilis ekki, þetta var bara byrjunin.

Stjórnlagaþing var boðað. Flumbruskapurinn og flýtirinn vegna þess var svo mikill að framkvæmd kosningar vegna þess misheppnaðist og ályktaði Hæstiréttur að hún stæðist ekki lög. Í stað þess að laga það sem aflaga hafði farið og kjósa síðan aftur, ákváðu stjórnvöld að endurskýra stjórnlagaþing í stjórnlagaráð og handvelja þá sem höfðu verið kosnir í ólöglegu kosningunni til setu þar. Með þessu sýndu stjórnvöld Hæstarétti fingurinn!

Þegar dómur féll um ólögmæt lán fjármálastofnana, var samstundis unnið að lagasetningu til hjálpar lögbrjótunum. Aftur fór fingur stjórnvalda á loft gegn Hæstarétti!

Meðan fjölskyldur landsins berjast í bökkum, voru tveir af þrem stæðstu bönkum landsins færðir einhverjum hópi manna til eignar. Hópi sem enginn fær að vita hverjir eru!

Þá eru ótalin öll þau skipti sem stjórnvöld hafa beitt ofbeldi í krafti meirihlutans á Alþingi. Mál eru tekin hiklaust frá nefndum, áður en fullnægjandi umfjöllun hefur farið fram. Málum er þröngvað áfram gegnum þingið og þvermóðska hefur valdið því, oftar en einu sinni, að Alþingi hefur orðið óstarfhæft. Skemmst er að minnast því ofbeldi sem stjórnvöld beittu undir lok vorþings og aftur á haustþinginu. Þá var vegna þvermóðsku haldið uppi langdregnum umræðum um mál sem stjórnin hafði svo ekki meirihluta fyrir!

Það er spurning hversu djúpt virðing Alþingis getur sokkið og hélt maður að botninum væri löngu náð, en stjórnvöld koma alltaf á óvart og sína að enn neðar er hægt að komast.

Er nema von að 40% landsmann vilji flýja land, meðan þessi gerræðisríkisstjórn er við völd, ríkisstjórn sem virðist hafa það eitt markmið að auka eymd landsmanna!

 


mbl.is Þingmönnum gróflega misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir frábæra sundurliðun á óráðssíunni, því hún er svo mikil að fólk með gullfiskaminni nær ekki að hanga með og svo er fólk búið að fá svo mikla leið á þessum dýrum, að það er hætt að fylgjast með. Það er fullkomin uppgjöf.

Þetta er ástæðan fyrir því, að hrunaflokkurinn bætir við sig í könnunum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Frábær samantekt á "afrekum" þessarar óstjórnar og brekkunni sem Alþingi rennir sér niður eftir virðingarskalanum. Þau eru komin yfir núllið og eru á hraðsiglingu í mínus.

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.11.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband