Hvers vegna ?

Hvers vegna þurfa leiðtogar tveggja stæðstu hagkerfa Evrópa að funda daga eftir dag um hvernig endurfjármagna skuli bankakerfi Evrópu? Var ekki gerð úttekt á þessu sama bankakerfi í sumar? Var ekki niðurstaða þeirrar úttektar að bankar innan Evrópu stæðust álagspróf, utan örfáa banka? Það merkilega er að þeir tveir bankar sem nú eru fallnir, Daxia og Max Bank voru þó ekki á þeim válista.

Enn opinberast sviksemi og lygþráður sá sem ESB er byggt á!

 

Hvers vegna telja þessir tveir þjóðarleiðtogar sig vera betur til þess fallna að leita þessara lausna en aðrir? Hvers vegna eru þessar ákvarðanir ekki teknar á vettvangi ESB, með aðild allra ríkja þess? Hvers vegna eiga aðrar þjóðir ESB að hlíta boði og bönnum Angelu Merkel og Niculas Sarkozy? Hvers vegna láta leiðtogar annara ríkja ESB slíkt yfir sig ganga?

Enn opinberast það andlýðræði sem ræður innan ESB og það er byggt á!

 


mbl.is Merkel og Sarkozy funda um skuldakreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband