Enn er hjakkað í sama hjólfarinu

Ef eitthvað var hægt að læra af bankahruninu haustið 2008, var það ístöðuleysi stjórnvalda. Sú meinloka hefur grafið um sig meðal ráðamanna að fjárlög séu eitthva plagg sem enginn þurfi að fara eftir, allra síst stjórnvöld. Þetta hefur verið vandi okkar Ísleninga í áratugu og átti m.a. þátt í því hvernig fór.

Þó sáust merki þess í upphafi þessarar aldar að ráðamenn væru farnir að reyna að halda fjárlög, þó stundum gengi það illa. Eftir hrunið hefur sú viðleitni algerlega gufað upp, reyndar var strax vorið 2007 séð að þetta sjánarmið yrði ekki eflt frekar. Nú er engu líkara en fjárlög séu einungis lögð fram til að uppfylla reglur um þingsköp, engar áætlanir stjórnvalda eru til að halda þau lög. Þetta er vægast sagt undarlegt í ljósi sögunnar.

Nú, annað árið í röð, er lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir Alþngi þó vitað sé að það standist ekki. Það er vitað að þær lykiltölur, sem frumvarpið er byggt á, standast ekki og því mun tekjuhlið laganna ekki standast. Þá er einnig vitað að gjaldahliðin stenst ekki heldur, ekki eingöngu vegna þess að hún er stórlega vanmetin, heldur er vísvitandi haldið frá frumvarpinu ýmsum stórum gjaldaliðum.

Samkvæmt fréttum í dag virðist sem þessi ákvörðun, um gjöf til HÍ, hafi verið ákveðin fyrr í sumar. Ef svo er, sem reyndar er erfitt að trúa, þá hefði fjármálaráðherra að sjálfsögðu átt að geta þess í fjárlagafrumvarpinu og þó ekki hafi verið búið að ákveða hver upphæðin skyldi vera, var hægur leikur að nefna að þetta stæði til. Auðvitað átti ríkisstjórnin að koma sér saman um upphæðina þegar ákvörðunin var tekin, svo hægt væri að setja hana í frumvarpið. Önnur vinnubrögð eru óviðunnandi. Menn samþykkja ekki einhver stór útlát úr ríkissjóði nema vita nokkurn vegin hversu stór sú upphæð muni verða.

Það hefði þó verið einfaldast, ef vilji var til að gera betur fyrir Háskóla Íslands en aðrar stofnanir ríkissins, að minnka einfaldlega þann niðurskurð sem skólinn hefur orðið fyrir og mun þurfa að taka á sig.

Það er svo spurning hvort Háskólinn, þó hann eigi afmæli, eigi einhvern meiri rétt til að sleppa frá þeim skerðingum sem ríkisstjórnin leggur á sínar stofnanir.  Hvort hann hafi hafi meiri rétt en t.d. sjúkrastofnanir, sem margar hverjar þurfa að loka deildum og jafnvel hugsanlegt að hreinlega verði að loka sumum þeirra alveg. Eða menntakerfið í heild sinni, sem hefur þurft að taka á sig miklar skerðingar.

Ef sjúkrastofnanir eru lamaðar, menntakerfið eru lamað og yfirleitt atvinnulífið í landinu er lamað vegna aðgerða stjórnvalda, er varla þörf á að efla Háskólann. Það fólk sem þaðan útskrifast mun þá ekki fá vinnu við sitt fag, nema þá kannski lögfræðingar. Aðrir verða að fara úr landi til að fá vinnu í samræmi við sína menntun.

Þá er með sanni hægt að segja að þessi gjöf muni leiða til enn frekari flótta fólks úr landi. Það er vissulega í stíl við önnur verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Þessi gjöf vekur einnig upp þá spurningu hver áhrif hún hefur á samkeppni háskólanna í landinu, þegar einum er færð vegleg fjárgjöf meðan aðrir verða að draga saman.

Niðurstaðan er enn sem fyrr, þetta er ekki gjöf til Háskóla Íslands, heldur viðurkenning fyrir vel unnin störf einstakra deildarstjóra og starfsmanna skólans, í þágu ríkisstjórnarinnar!!

Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar sannar nú sem fyrr að hún hefur engan vilja til að bæta stjórnun landsins. Þessi ríkisstjórn hjakkar enn í sama hjólfari spillingar og fyrri ríkisstjórnir!

 


mbl.is Gjöfin eykur halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband