Grunnlaun og heildarlaun

Sú meinvilla kemur alltaf upp þegar rætt er um kaup og kjör að dregið er fram heildarlaun viðkomandi stétta.

Heildarlaun eru ekki viðmiðunarpunktur sem hægt er að miða við, einungis er hægt að tala um grunnlaun. Það er hinn eini raunverulegi grunnur sem hægt er að byggja á.

Grunnlaun segja hvað viðkomandi starfsmaður hefur í laun. Í heildarlaunum er svo búið að bæta við vaktaálagi, yfirvinnu, bónusum og öðru sem greitt er fyrir vegna einhvers auka framlags og segja til um tekjur.

Vaktaálag er vegna þess að menn skila sinni vinnu á þeim tímum sem taldir eru frítímar hjá dagvinnufólki, á kvöldin og næturnar, um helgar, á stórhátíðardögum og svo framvegis.

Yfirvinna er greidd fyrir vinnuframlag umfram umsaminn vinnutíma.

Aðrar greiðslur geta t.d. verið bónusgreiðsla, þá fær launþeginn aukreitis gjald fyrir eitthvað sem hann laggur af mörkum umfram það sem getur talist eðlilegt vinnufamlag. Áhættuþóknun, vegna vinnu sem talin er vera hættulegri en gengur og gerist. Greiðslur fyrir að koma sér til og frá vinnu, á einkum við þar sem um lengri veg er að ræða. Svona mætti lengi telja, en sammerkt með þessum aukagreiðslum er að launþeginn leggur eitthvað af mörkum, umfram það sem talið er eðlilegt.

Því er gjörsamlega út í hött að ætla að ræða um heildarlaun þegar kjaramál eru rædd. Sérstaklega ef verið er að bera saman kaup og kjör milli stétta.

Einungis grunnlaun segja til um hver laun viðkomandi eru. Hann getur svo aukið tekjur sínar með því að vinna á nóttunni og um helgar, með því að vinna meira en hann er ráðinn til, með því að taka að sér hættuleg störf og svo framvegis.

Enn þetta eykur aðeins tekjur viðkomandi, launin breytast ekkert!! 


mbl.is Launin hífð upp með yfirvinnu og álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég krefst þess að löggan sem hugsanlega lemur mig við mótmæli á Austurvelli á laugadaginn kemur, sé almennilega launuð. Það er lágmarks kurteisi að láta ekki einhverjar láglaunalöggur berja mann!

corvus corax, 29.9.2011 kl. 08:54

2 identicon

Mikið rétt Gunnar,það að bera saman tekjur hópa segir ekki neitt. Launakjör þeirra þ.e.grunnlaun eru allt annar hlutur, sérstaklega í ástandi eins og nú er þar sem niðurskurður, hækkandi lán, vöruverð og þjónustukostnaður neyðir fólk til að vinna meira og þá á kostnað annara lífsgæða eins og t.d.frítíma, að vera með fjölskyldu sinni, heilsu og fleira.Grunnlaun eru launakjör, heildartekjur ekki. Heildartekjur segja bara til um hvað þú vannst mikið á hvaða tímum og eru alls ósamaburðarhæf, í þessu tilviki, við flesta aðra ríkisstarfsmenn sem oftar en ekki eru í yfir- og aukatekjubanni.Grunnlauna samanburður er það sem allar siðaðar þjóðir nota, fyrirgefðu nema náttúrulega fjármálaráðherra Íslands.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 09:25

3 identicon

Ég er svo algjörlega ósammál þér. Grunnlaun eru mjög villandi við stéttir sem einfaldlega vinna að mestu á vaktakerfi, þó við tölum nú ekki um með álagi og yfirvinnu. Hve gáfulegt er að bera saman grunnlaun mismunandi stétta þegar önnur stéttin fær actually borgað nálægt grunnlaununum á meðan enginn úr hinni fær borgað minna en 2x grunnlaunin.

Það sem virðist alltaf vanta í fréttir um laun lögreglumanna eru meðal vinnutímafjöldi og meðal yfirvinnutími í mánuði. Áð mínu mati er best að deila launum(með álagi, án yfirvinnu) með venjulegum vinnutíma(með vaktarvinnu, án yfirvinnu) og bera saman tímakaup.

Með heilbrigðri skynsemi(þar sem einstaklingur er nægilega gáfaður til að taka til greina að vaktavinnufólk ætti að fá einhverju hærri laun) er hægt að lesa mun meira út úr því, heldur en einhverjum ímynduðum launum sem enginn fær útborgað.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 09:33

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll nafni.

Þú segist vera ósammála mér, auðvitað má hver hafa sína skoðun.

En hvers vegna fær vaktavinnumaðurinn hærri laun en sá sem vinnu dagvinnu? Það er vegna þess að hann vinnur á þeim tímum sem skilgreindir hafa verið sem frítími hjá flestu fólki. Vaktarálag er mun lægra en næturvinnutaxti.

Að deila launum án yfirvinnutíma en með vaktaálagi í unnin tímafjölda og fá þannig út laun per tíma og bera það saman við dagvinnulaun per tíma, er vitlaust. Slíku heldur enginn fram nema sá sem aldrei hefur unnið vaktavinnu!

Sá sem skrifar undir ráðningasamning um vaktavinnu er að skuldbinda sig til að skila sínu vinnuframlagi á öðrum tímum en eðlilegt getur talist. Hann skuldbindur sig til að vinna þegar aðrir eru í fríi. Hann skuldbindur sig til að vinna á kvöldin, um helgar og á öllum stórhátíðardögum, þar með talið aðfangakvöld og nýársnótt. Ekki hef ég nákvæmar upplýsingar um hvað vaktarálag er greitt innan lögreglunnar, en í almennum samningum er það vaktarálag sem greitt er fyrir þessa skuldbindingu frá 35% til 45%. Þá er átt við meðaltals vaktaálag yfir árið. Þeir sem segja þetta of hátt vita ekki hvernig vaktavinna er.

Sjálfur hef ég unnið vaktavinnu í meir en 30 ár og þekki nokkuð til hennar.

Það er vonlaust fyrir vaktavinnufólk að samræma vinnuna við fjöskyldulífið, það verður að samræma fjölskylduna við vinnuna.

Því er fáráðnlegt að taka vaktaálag inn í umræðuna um kaup og kjör. Grunlaun eru eini sanngjarni viðmiðunarpunkturinn.

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2011 kl. 09:58

5 identicon

Byrjum á því að taka fram að ég hef unnið vaktavinnu í 6 ár, svo við skulum nú ekki fara að efast um reynslu mína á vaktavinnu.

 Ég sé ekki afhverju það er fáránlegt að reikna laun per kltíma. Hér var ég ekki að segja að þeir sem eru á vöktum eigi að fá sama per kltíma og sá sem er á dagvöktum, heldur að reikna hvað fólk fær á kltímann segir mun meira um actual laun og launamun heldur en einhver ímynduð grunnlaun.

 Vissulega er vaktavinna mjög óþægileg, enda fá þeir sem eru á vöktum hærra kaup í staðinn. Til að ég segi einhverjar tölur, þá væri t.d. maður á dagvinnu með 1000 kr á tímann og þá væri hægt að búast við að sá sem væri á kvöld og næturvöktum fengi að meðaltali 50% meira eða 1500kr á tímann og sá sem væri á kvöldvöktum 20% eða 1200kr. Þetta myndi að mínu mati vera mun skilvirkara og segja meira um raunverulegt kaup ákveðinna stétta(helst þeirra sem vinna mest/allt í vaktavinnu).

Eins og ég sagði áður hjálpar heldur ekkert að vera að blanda yfirvinnu í tölurnar eins og fréttamiðlar gera endalaust, þar sem það er vinna sem *ætti* ekki að þurfa og á alls ekki að meta tekjur stéttar útfrá.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 11:23

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sá sem vinnur vaktavinnu hefur 1350 til 1450 kr. á tímann, miðað við þitt dæmi. Ég hef hvergi rekist á 50% vaktaálag í kjarasamningum, fyrir vinnu allan sólahringinn. Þú getur kannski bent mér á þann samning?

Vaktaálag er þekkt stærð í öllum kjarasamningum og því auðvelt að bera þetta saman, en breytir ekki þeirri staðreynd að sá samanburður kemur kjarabaráttu ekkert við.

Samkvæmt þinni skilgreiningu eiga t.d. þeir lögreglumenn sem sinna skrifborðsvinnu og standa ekki vaktir að vera á hærri grunnlaunum en þeir sem vinna vaktavinnu.

Gunnar Heiðarsson, 29.9.2011 kl. 11:33

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar, getur verið að þú sért að gleyma hinni sívinsælu óunnu yfirvinnu hjá ríki og bæ?

Magnús Sigurðsson, 29.9.2011 kl. 20:14

8 identicon

Sælir,

Lögreglumenn eiga betri laun skilið, þeir fást við það versta í samfélaginu okkar og við viljum hvetja greint, menntað fólk til að sækja um þar ekki satt?

Þessi sívinsæla óunna yfirvinna er bein afleiðing af því að almenni markaðurinn "klikkast" í hvert sinn þegar rætt er um að leiðrétta grunnlaun opinbera starfsmanna.

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband