Hvaða traust ?

Traustið á evrunni er í sögulegu lágmarki og getur vart skaðast meira. Evran hangir á bláþræði. Það er heldur ekki víst að Angela fái við það ráðuð úr þessu hvort Grikkland fer á hausinn eða ekki.

Nýjustu aðgerðir sem heyrst hefur af eru á þann veg að skuldir Grikkja verði skornar niður um helming, neyðarsjóður ESB verði rúmlega fjórfaldaður og að markvisst verði unnið að aðstoð við þá banka sem verst standa.

Niðurskurður á skuldum Grikkja um helming mun lengja dauðastríð þeirra, meira þarf til. Fjórföldum neyðarsjóðsins er vissulega þörf, en þó engan veginn nóg. Ef Grikkland fellur munu Ítalía og Spánn lenda í miklum vandræðum, að ekki sé talað um franska bankakerfið. 2.000 milljarðar evra duga skammt í það vandamál. Markviss aðstoð við illa stönduga banka er eins og að gefa eiturlyfjasjúklingi dóp.

Þá er eftir sá vandi að fá öll aðildarríki ESB til að samþykkja þessar tillögur. Sjálf á Angela i mesta basli með sitt eigið þjóðþing! Það er nefnilega ljóst að þegnar þeirra landa sem betur standa vilja ekki skerða sína lífsafkomu til að bjarga hinum verr stöddu. Fulltrúar þeirra á þjóðþingunum þurfa að standa þessu fólki skil gerða sinna svo líklegt er að þeir þori ekki að taka slaginn með Angelu.

Það er líklega búið að bjarga evrunni í bili. Hvort það er til eins mánaðar eða jafnvel eins árs mun tíminn leiða í ljós. Næsti mánuður fer í að vinna þessum tillögum fylgi innan þjóðþinganna og fjármálaheimurinn mun væntanlega bíða með aðgerðir á meðan. Ef þær fást samþykktar þar mun það fresta vandanum um allt að einu ári, ekki lengur. Vissulega er óskandi að þessar aðgerðir dugi til að forða kreppunni, en það er væntalega tálsýn ein.

Sá skaði sem evrutilraunin hefur bakað heimsbyggðinni er mikill en honum er engan veginn lokið, þó hugsanlega verði einhver frestun á því versta um stund.

Það eru einungis tvær leiðir til að bjarga heiminum frá efnahagslegri kreppu, sú leið sem flestir þegnar Evrópu vilja, fórna evrunni og sú leið sem ESB elítan vill, að sameina Evrópu í eitt ríki. Þetta eru einu möguleikarnir sem eru í boði.

Þar sem svo langt er á milli ESB elítunnar og þegna Evrópu, kemur hvorugur kosturinn til greina, enn um sinn. Það er þó ljóst að annan verður að velja innan tíðar, hjá því verður ekki komist.

Í öllu falli er umsókn Íslands orðin tímaskekkja og á að hætta öllu brölti í Brussel þar til niðurstaða hefur náðst innan ESB. Niðurstaða sem virkar.

Þá getum við Íslendingar metið hvort halda skuli áfram aðildarferlinu eða hvort hætt skuli við. Þá sjáum við hvað það er sem við erum að sækja um aðild að.

Það kaupir enginn óbyggt hús nema að sjá teikningarnar fyrst!


mbl.is Myndi eyðileggja traust á evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband