"Allskonar og ekki neitt"

Þegar kúnum er sleppt út á vorin taka þær gjarnan á sprett og leika sér, fagna nýfengnu frelsi eftir margra mánaða veru á sama bás í fjósinu. Þær róast þó fljótt og daglegt líf tekur völdin á ný. Að kvöldi ganga þær svo á sinn bás aftur.

Þegar Guðmundur fékk sitt "frelsi" frá Framsóknarflokknum skeði lítið sem ekkert. Ekki var að sjá neina breytingu hjá honum, engn merki gleði eða kátínu. Nú virðist hann loks vera að fatta stöðuna, fatta að hann er "frjáls". En öfugt við kýrnar, sem láta sín kátínu í ljósi með því að hlaupa um og leika sér, þá lallar Guðmundur sér beint inn í næsta fjós og leggst þar í bás. 

En nú er loks ljóst fyrir hvað Guðmundur Steingrímsson stendur fyrir í pólitík, "allskonar og ekki neitt" og að sjálfsögðu ESB aðild.

Viðtalið við Guðmund í 10-fréttum útvarps í gærkvöldi var frekar sorglegt, fyrir hann. Þar tafsaði hann og svaraði út í hött, svona svipað og Gnarrinn. Engin hrein svör komu frá honum, fyrr en eftir ágengni fréttamanns, þá sagðist hann vera að stofna stjórnmálaflokk með Besta flokknum.

Þeir sem muna eftir stofnun þess flokks og fyrir hvað hann ætlaði að standa fyrir í upphafi, muna að sú stefna tengdist stjórnmálum ekki á nokkurn hátt, reyndar var ekki um neina stefnu að ræða, hún kom síðar.

Síðan lennti þetta grínframboð í þeirri ótrúlegu stöðu að verða sigurverar borgarstjórnarkosninganna. Þá varð að byggja upp einhverja stjórnmálastefnu. Frekar hefur það gengið illa fram til þessa, einna helst að sjá að flokkurinn fái að láni stefnu Samfylkingar, þegar það hentar.

Það var þó eitt kosningaloforð sem Besti lofaði strax í upphafi, það var að lofa því að svíkja öll loforð. Þetta kosningaloforð hefur vissulega verið vel haldið.

Það er vonandi að Guðmundur taki það kosnngaloforð upp og að fyrsta loforðið sem hann svíki á Alþingi verði fylgi við aðild að ESB.

Þegar Guðmundur yfirgaf Framsóknarflokkinn óskuðu flestir honum velfarnaðar, þar á meðal sá er þetta ritar. Því miður er ekki hægt að segja það nú.

 


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef ég fengi að ráða fengir þú Nóbelinn fyrir þessa grein, svo góð er hún, tek undir hvert orð............

Jóhann Elíasson, 21.9.2011 kl. 08:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk Jóhann, en reikna þó ekki með að ég komi til umræðu á þeim vettvangi!

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2011 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband