Að tálga beinin

Enn ber Steingrímur sér á brjóst og hælir stjórnkænsku sinni. Þetta væri í sjálfu sér í lagi ef hann hefði eitthvað til að hæla sér af, svo er þó ekki.

Steingrímur segir að það versta sé að baki, þó enginn annar sjái merki þess. Hann vonast til að sárasti niðurskurðurinn sé að baki og næsta fjárlagafrumvarp verði skárra en það síðasta. Þegar skorið hefur verið inn að beini, er ekkert eftir nema tálga þau. Það er fátt sárara! Þetta hyggst Steingrímur þó gera og með því stöðva þau fáu fyrirtæki sem enn tóra, taka þá litlu aura sem einhverjir eiga enn eftir fyrir mat, svo þeir svelti og horfa þögull á þegar feitir bankar hirða eignir fólks og henda því á götuna.

Meint snilli Steingríms í starfi fjármálaráðherra á fá sína líka. Honum hefur tekist á stuttum tíma að koma landinu í þá stöðu að vart verður aftur snúið. Vissulega tók hann við slæmu búi, rétt eftir hrun bankanna, en auður þjóðarinnar var þó til og skaðaðist lítið sem ekkert við hrun bankanna. Því tók hann við slæmu búi, efnahagslega, en grunnurinn til uppbyggingar var þó fyrir hendi. Þann grunn hefur Steingrímur ekki nýtt sér. Þvert á móti hefur hann gert allt sem honum hefur verið unnt til að eyðileggja hann.

Þá varð fall bankanna til þess að þrír nýjir voru stofnaðir á rústum þeirra gömlu. Þessir nýju bankar voru í eigu þjóðarinnar, tvo þeirra færði Steingrímur erlendum vogunarsjóðum að gjöf. Þetta eru þó ekki einu axarsköft Steingríms á svið fjármála á Íslandi. Hann dældi fé úr sjóðum ríkissins, sjóðum sem byggðir eru upp af lánsfé, í sérvalda sparisjóði, þó þeir hefðu engar forsemdur til að lifa. Þegar það ekki dugði lengur og þeir féllu, voru stofnaðir nýjir á rústum þeirra gömlu og þannig staðið að verki að þeir náðu ekki að lifa af árið. Þetta kostaði einnig mikið fjármagn úr sjóðum ríkissins. Loks svo þegar þessir sparisjóðir voru komnir í þrot í annað sinn á innan við ári voru leifar þeirra færðar bönkunum. Ekki er enn séð hvað sú ráðstöfun mun kosta ríkissjóð. Alls er Steingrímur búinn að sóa hundruðum milljarða króna í þessa vitleysu vegna "stjórnkænsku" sinnar. Ef þetta fé hefði verið notað til að stoppa upp í gatið í fjárlögum, væri staðan önnur og betri hér á landi.

En nú hefur Steingrímur fundið nýja afsökun fyrir getuleysi sínu, óróleiki á alþjóðamörkuðum. Vissulega munum við finna fyrir þeirri kreppu sem evran er að leiða yfir heiminn og mun hún hitta okkur illa fyrir, en það er einkum vegna þeirrar staðreyndar að illa hefur verið staðið að málum hér á landi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Tvö og hálft ár hafa farið í vaskinn án nokkurra bóta fyrir þjóðina. Tvö og hálft ár hafa farið til einskis.

Þegar Steingrímur tók við embætti talaði hann um að hann stæði í slökkvistarfi með ermar brettar upp að öxlum. Það er ljóst að hann ruglaðist á eldum. Í stað þess að slökkva eldinn sem bankahrunið olli, hefur hann allan tímann sprautað á þá litlu glóð sem heldur fyrirtækjum og fjölskyldum gangandi. Nú er honum loks að takast að slökkva í glóðinni. Bálið brennur hins vegar enn að baki honum. Enn eru sömu vinnubrögð í þeim stofnunum sem settu hér allt á annan endann og enn ráða þeir sem réðu fyrir hrun, fjármálastofnanir.

Það er skömm af Steingrími og flestir í hans stöðu með hans afrekaskrá væru búnir að segja af sér!!

 


mbl.is Engin húrrahróp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er það gorp Seingríms kallað "hátt hreykir heimskur sér" á íslenskri tungu.

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 16:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hann er fyrst og fremst ánægður að vera enn þá,fjármálaráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband