Frekar þunnt innihald

Þessi lög, sem svo mikinn tíma tóku af Alþingi og svo mikið var rifist um, þessi lög sem Jóhanna segir að sé bylting í stjórnsýslunni, er frekar þunn.

Að megninu til er verið að lögfesta þá hluti sem hver maður telur sjálfsagðann, eins og að starfsfólk stjórnsýslunnar vinni þau verk sem þeim eru falin. Er ástandið í stjórnarráðinu virkilega svo að setja þurfi í lög að starfsmenn þess svo þeir veiti ráðherra réttar upplýsingar og faglega ráðgjöf? Ef svo er, hlýtur eitthvað vera bogið við stjórnun ráðuneytanna, að ráðherrar valdi ekki sínu verkefni!

Þetta óskabarn Jóhönnu, sem hún neyddi þingheim til að eyða stórum tíma í, var eingöngu sett fram til að auka völd forsætisráðherra. Sem betur fer tókst Alþingi að koma í veg fyrir það.

Það sem skipti þó mestu máli um þetta frumvarp, sem engin áhrif hefur á þann vanda sem við blasir og hjálpar ekkert til að vinna gegn kreppunni, var að Alþingi var látið sóa tíma sínum í það, langt umfram það sem eðlilegt getur talist.

Viturlegra hefði verið að ræða önnur mál, mál sem koma þjóðinni til gagns í baráttunni við fátækradrauginn og atvinnuleysið!!

Það er hins vegar mál sem Jóhanna hefur ekki áhuga á.


mbl.is Segir að stjórnsýslan muni batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Meinar hún ekki bara að  hún telji að "meiri líkur en minni" séu á að þetta skili þeim árangri sem hún vonast til? 

Agla, 19.9.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband